Spjall:Russell-þversögn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Er ekki venjan að tala um þverstæðu Russells á íslensku?

Úr greininni: "...Georgs Cantors og Gottlobs Frege(s)"

Ég held að reglan um eignarfalls-s á erlendum nöfnum í íslensku sé sú, að ef s-inu verður yfirleitt komið við, þá sé það haft á eftirnafninu einungis þegar fornafnið er ekki tekið fram. Sem sagt: Mengjafræði Cantors en mengjafræði Georgs Cantor og á sama hátt rökfræði Freges en rökfræði Gottlobs Frege. Að minnsta kosti fara margir eftir þessari reglu og mér finnst hún smekkleg. --Cessator 22. sep. 2005 kl. 15:30 (UTC)

Nei, þversögn Russels.Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 24.59.124.205 (spjall) · framlög

Já, það er reyndar rétt. --Cessator 14. nóv. 2005 kl. 06:42 (UTC)

Greinarheiti[breyta frumkóða]

Greinarheitið (‚Russell mótsögnin‘) gefur til kynna að þetta sé mótsögn (‚contradiction‘) þegar þetta er í raun þversögn (‚contradiction‘). Mótsögn vísar til fullyrðingar sem bæði játar og neitar því sama¹ á meðan þversögn er fullyrðing sem virðist vera ósönn en virðist jafnframt leiða af sönnum forsendum,¹ grein Geirs á Vísindavefnum kallar þetta „þverstæðu Russells“¹ og Stærðfræðiorðasafnið og Orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins kalla þetta ‚Russell-þversögn‘.²³ Ég færi greinina á Russell-þversögn. --バルドゥル 26. apríl 2011 kl. 02:59 (UTC)

Eignarfalls-s[breyta frumkóða]

Þau sem lenda í því erfiða starfi að ráðleggja um málfar komast yfirleitt að þeirri niðurstöðu að best sé að hafa eignarfalls-s á bæði fornafni og eftirnafni útlendinga í íslenskum texta. Annars verður alltaf ósamræmi við íslenskar málvenjur. Samkvæmt þessu tölum við um tónverk Johanns Sebastians Bachs. Ef nöfn enda á -a kemur þó ekkert -s, sbr íslenska mannsnafnið Esra, og ef fornafn eða eftirnafn endar á -e getur fólk ráðið því hvort það bætir við -s-i eða ekki, sbr Palme/Palmes. Reglan um að hafa -s þegar erlent eftirnafn er notað eitt og sér en láta það duga á fornafninu þegar fullt nafn er notað er úr ensku tekin.

Peturh 28. nóvember 2011 kl. 11:34 (UTC)

En það er líka venja í íslensku að hafa ekki eignarfalls-s á eftirnafni ef fullt nafn er skrifað, t.d. Bertrands Russell o.s.frv. Þannig skrifaði Þorsteinn Gylfason og það þykir fallegur stíll. --Cessator 28. nóvember 2011 kl. 13:56 (UTC)