Spjall:Réttindabyltingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Mér finnst grein þessi eiga að einbeita sér að réttindabyltingu blökkumanna í Bandaríkjunum, þar sem bróðurpartur hennar fjallar um þetta mál (sbr. en:African-American Civil Rights Movement (1954–68), samsvarandi grein á ensku Wikipedíu). Svo á að stofna nýja grein um fóstureyðingarréttindi sem er aðeins fjallað um undir neðstu fyrirsögn núverandi greinar. Þannig er samræmi milli mismumandi útgáfa Wikipedíu (sem ekki er alltaf mikilvægt, en mér finnst þetta skipta máli í þessu tilfelli). Hún er frekar löng og svo mun þetta rýma fyrir ítarlegri umfjöllun um afleiðingar þessarar byltingar í staðinn fyrir að hafa bara lista yfir dóma. Legg til að greinarnar heiti réttindabylting blökkumanna í Bandaríkjunum (1954–68) og fóstureyðing í Bandaríkjunum (sbr. en:abortion in the United States). Maxí (spjall) 18. nóvember 2014 kl. 15:58 (UTC)