Spjall:Persaveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Tók ekki eftir að grein um Akkamenídaríkið væri til. Verst að það vantaði iw-tengla. En áður en við sameinum greinarnar, þá er spurningin hvort heitið viljum við hafa. Ég hallast að "Persaveldi" en hvað segja aðrir? --Cessator 28. júlí 2011 kl. 15:48 (UTC)

Persaveldi, er þekktara heitið! Thvj 28. júlí 2011 kl. 16:22 (UTC)
Það virðist vera nálgunin á ensku wp, þótt ég hefði haldið að önnun persnesk heimsveldi ættu tilkall til þess titils (t.d. Sassanídar) en ég er ekki nógu kunnugur þessari sagnaritun til að segja af eða á með það. Akkamenídaríkið var bara grein sem ég bjó til til að fylla upp í sniðið yfir konungsættir Egyptalands hins forna. --Akigka 29. júlí 2011 kl. 01:49 (UTC)
Hm, Svavar Hrafn Svavarsson talar um Persaveldi á Vísindavefnum þegar hann talar um talar um veldi Akkamenída (spurningin er reyndar aðeins flóknari þar, því þar er spurt hvenær Persaveldi reis upp aftur). En ég hallast að því að þetta sé algengara heiti, eins og Thvj bendir á, og að það sé óþarfi að forðast þetta heiti (ef veldi Akkamenída fær ekki að heita Persaveldi, þá er varla neitt annað veldi sem fær heitið — en auðvitað er hægt að leysa það með aðgreiningarsíðu). Svo virðist Akkamenídaveldið frekar vera heiti á konungaætt og Persaveldi vera heimsveldið (sem gengur aftur hjá Sasanídum og Arsakídum) en varla eigum við samt eftir að hafa tvær greinar, eina um heimsveldið og hina um konungaættina, eða hvað? --Cessator 29. júlí 2011 kl. 02:36 (UTC)