Spjall:Pýramídarnir í Gísa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Mér finnst eðlilegra að skrifa Gíza, Gísa hljómar svipað og Dísa eða Lísa, en hvað finnst ykkur? Thvj 1. mars 2008 kl. 21:35 (UTC)

Sammála því, engin ástæða til að hreinsa erlend orð af z. --Cessator 1. mars 2008 kl. 21:36 (UTC)
Orðið er umritað úr arabísku - og því engin ástæða til að hafa zetu þarna. --Akigka 1. mars 2008 kl. 21:39 (UTC)
Góður punktur. En ertu viss um að arabíska nafnið sé upprunalegt? Enska greinin um Giza sýnir arabískt heiti af því að í dag er töluð arabíska þarna. Ég man að vísu ekki til þess að Heródótos nefni Giza í umfjöllun sinni um Egyptaland en það er svo sem mögulegt að nafnið sé upprunalega úr grísku. --Cessator 1. mars 2008 kl. 21:48 (UTC)
Þá er það umritun úr grísku Crystal Clear app amor.png. Nafnið er alla vega ekki upprunnið úr latínu, eða það held ég ekki. Líklegast þykir mér að það sé upprunalega úr egypsku. --Akigka 1. mars 2008 kl. 21:52 (UTC)
En gríska hefur z; nafnið á Egyptalandi er líka úr grísku, Aigyptos. --Cessator 1. mars 2008 kl. 21:56 (UTC)
Heitið er komiðu úr arabísku, en er umritað al-Gizah á grísku(?), skv. ensku wikipediu. Thvj 1. mars 2008 kl. 21:59 (UTC)
Gizah eða Gizeh eru algengar umritanir. Við erum ekki með arabísk-íslenskar umritunarreglur - eða eru kannski til alþjóðlegar reglur (svipað og pinyin fyrir kínversku)? Hins vegar finnst mér allt í lagi að sleppa setunni þarna, af því þetta er landafræðiheiti. --Akigka 1. mars 2008 kl. 22:02 (UTC)
Ég giska á að zetan standi yrir raddað ess, þó ég hafi ekkert fyrir mér í því! Thvj 1. mars 2008 kl. 22:04 (UTC)
Arabískar umritunarreglur skipta ekki málið ef nafnipð er upprunalega úr grísku. --Cessator 1. mars 2008 kl. 22:12 (UTC)
Nei, enska greinin segir ekki að það sé umritað al-Gizah á grísku, heldur bara að arabískan sé umrituð al-Gizah (væntanlega á ensku en sýnir svo enskar útgáfur nafnsins síðar). Það sem ég er að spyrja er hvort við vitum að nafnið sé upprunalega komið úr arabísku, því mörg nöfn eru komin í arabísku úr grísku. Sjálft heiti landsins er komið úr grísku. Það hvarflaði ekki að mér að latína kæmi málinu við enda ekki z í latínu nema í tökuorðum (oftast úr grísku). --Cessator 1. mars 2008 kl. 22:12 (UTC)
Ef maður ætlaði að skrifa um Píramídana (afhverju Pýramídarnir?sbr. Eddu: píra|mídi (pýra|mídi) píra|míti, píra|míði -a, -ar KK) þá myndi ég persónulega skrifa Píramídarnir í Gísa. Fleiri dæmi um það t.d. í Lesbókinni. --85.220.24.178 1. mars 2008 kl. 22:25 (UTC)
Leiðrétting á fyrri færslu. Það eru fleiri dæmi um Giza (ekkert Í) - en Gísa, en ég myndi nú samt skrifa Gísa. --85.220.24.178 1. mars 2008 kl. 22:27 (UTC)
Pýramídi með ý af því að þannig er orðið komið til okkar úr grísku. Af hverju ættum við annars að breyta ý og skrifa í staðinn í þegar það kemur fyrir í grískum tökuorðum? --Cessator 1. mars 2008 kl. 22:30 (UTC)
Sérðu eitthvað yfsilon í þessu: هرم Þetta er arabíska orðið yfir píramída. Haha.--85.220.24.178 1. mars 2008 kl. 22:38 (UTC)
En Grikkir voru farnir að skrifa orðið pyramis með yfsilon áður en arabíska tungumálið varð til! --Cessator 1. mars 2008 kl. 22:42 (UTC)
Og ítalskan, pólskan, spænskan, esperantó ogsvoframvegis skrifa píramídi með i. Helgi Hálfdánar skrifar Egiftaland, Kípur, Píramídi. En Laxness skrifar oftast Pýramídi, sbr.:
BREK k. 31 s. 218 ...hneptu fólk í þrældóm og létu það síðan reisa pýramídana og bera alt grjótið á sjálfum sér. Nokkrir ...
PAR k. 19 s. 167 ...sem vert er: þartil nefnir Runólfur prestur píramídana, Borobodúr, Sigghárat, Péturskirkjuna og mörg ...
SM k. 5 s. 56 ...kirkjuturni sem bendir til himins, eða heilögum pýramída. Og sjá, þokki samræmisins er horfinn, fegurðin ...
VEF k. 70 s. 223 ...eru rótlausir kvistir, bedúínatjöld undir pýramída, reist til einnar nætur; og þegar tjöldin eru ...
VEF k. 70 s. 223 ...og bedúínarnir týndir útí eyðimörkina stendur pýramídinn eftir. Kirkja sem á það á hættu að kenna ...
VEF k. 70 s. 225 ...bedúínarnir sem slógu upp tjöldum sínum undir pýramídanum í gærkvöldi; þeir deya út þegjandi og hljóðalaust

--85.220.24.178 1. mars 2008 kl. 22:42 (UTC)

Ég er nú mest að grínast í þér núna, gamli karl. --85.220.24.178 1. mars 2008 kl. 22:44 (UTC)
Ég átta mig á því. Helgi Háldanarson er með sérvisku í þessum efnum. Egiftaland, Kípur o.s.frv. Hann má gera það sem hann vill en við fylgjum honum ekki í þessu. --Cessator 1. mars 2008 kl. 22:48 (UTC)
Ítalskan hefur ekkert yfsilon til að skrifa með, eins og við höfum enga setu til að skrifa með lengur. --Akigka 1. mars 2008 kl. 22:45 (UTC)
Við skrifum ekki z lengur í íslenskum orðum en gerum það nú samt í erlendum orðum. Og Hið íslenzka bókmenntafélag skrifar nafn félagsins oft enn þá með z. --Cessator 1. mars 2008 kl. 22:48 (UTC)