Spjall:Póseidon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Er ekki við hæfi að skrifa þessar guðagreinar í nútíð? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 30. október 2008 kl. 20:01 (UTC)

Nei, það finnst mér einmitt ekki. Þetta er ekkert sem er í núinu. --Mói 30. október 2008 kl. 20:28 (UTC)
Tja, það er reyndar til skráð trúfélag á Grikklandi sem dýrkar gömlu guðina. En það er sama, þetta er ekkert nema sagnfræði. --Cessator 31. október 2008 kl. 00:49 (UTC)
Mér var nú bara hugsað til þess að ekkert þessara goðmagna er raunverulegra en annað og það væri svoldið loðið og óhlutlaust að fara flokka sum þeirra sem sagnfræði en ekki önnur, en þetta er í þátíð á enskunni og þeir eru nú mun rifrildisglaðari en við. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 31. október 2008 kl. 22:23 (UTC)
Þátíðin vísar held ég bara til þess að dýrkunin er liðin tíð og í þeim skilningi er þetta sagnfræði; en rétt er það að ekkert þessara goðmagna er raunverulegra en neitt annað, í þeim skilningi er þetta allt saman skáldskapur en það er bara allt annað mál. --Cessator 1. nóvember 2008 kl. 01:04 (UTC)
Eins og áður sagði rífst ég ekki um þetta en það er engin ástæða til að tala ekki út í eitt. En á þeim nótum verð ég að játa að mér finnst það svoldið einkennileg málnotkun að tala um uppdiktaða hugmyndafræði í þátíð á þeim forsendum að engin aðhyllist hana að blindri sannfæringu ennþá. Þetta er ekki gert þegar talað er um neinar aðrar hugmyndir en goðmögn. T.d. er talað um skáldsagnarpersónur skáldsagna í nútíð og aðrar almennari hugmyndir eins og óvinsælar tillögur að efnahagsskipulagi sem enginn aðhyllist lengur. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. nóvember 2008 kl. 16:51 (UTC)
Hehe, þú ert ótrúlegur. Nei, ég held þetta eigi að vera í þátíð. Jón Gíslason, sem skrifaði hið ágæta rit: Goðafræði Grikkja og Rómverja hafði þetta allt þátíð. Sbr. t.d. Heimkynni Kentára var í Þessalílandi eða Inakkos, goð hins stærsta argverska fljóts, átti dóttur eina fagra, Íó. Við skulum því ekki tala út í eitt um þetta mál, en segja að við höfum talað út um þetta hér og nú. En þetta er merkileg pæling hjá þér með skáldsagnapersónurnar og allt það. Það máttu eiga. --85.220.11.109 1. nóvember 2008 kl. 17:52 (UTC)