Spjall:Nytjahænsni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Er leyfilegt að kalla þessa fugla hænsni eða hænur? Sé svarið jákvætt, vantar redirect-síður. Sé það neikvætt, vantar ef til vill nýja síðu með efnislegri umfjöllun. Orðið nytjahænsni finnst ekki í ritmálssafni hjá Orðabók Háskólans á netinu. Ekki heldur í Íslenzkri orðabók frá 1963. Og ekki í Símaskránni. Leit á Google gefur fátæklegar niðurstöður. Hve gott sem orðið nytjahænsni kann að vera, hef ég ekki heyrt afgreiðslufólk eða almenning nota það í verslunum. Kveðja. SigRagnarsson 22. október 2010 kl. 23:53 (UTC)

Hænsni er sterk beyging orðsins hænur. Með öðrum orðum þá eru þessi "orð" nákvæmlega sama orðið. Og persónuleg skoðun mín er sú að óþarfi sé að setja upp tilvísun á hverja einustu fallbeygingarmynd orðsins sem til er. --Snaevar 23. október 2010 kl. 01:14 (UTC)
Hænsni, hæna, hænur, hani, hanar. Engu máii skiptir, hvert þessara orða eða beygingarmynda er notað. Ekkert af þessu vísar nú á síðu á íslensku Wikipediu. Árni Böðvarsson áleit hæna og hænsni ekki vera sama orð (Íslenzk orðabók, útgáfan 1963, bls. 296 - 297). En málið er bara, hvort ólærðum notanda, sem vill fræðast um þessa fugla, dettur fyrst í hug að slá inn orðinu nytjahænsni? Ég er það, og mér datt það alls ekki í hug. Rakst aðeins á síðuna fyrir tilviljun og þrautseigju. Persónuleg skoðun mín er reyndar, að útlátalaust sé að setja upp redirect-síður fyrir öll þau orð, jafnvel beygingarmyndir, sem almenningur er líklegur til að nota og eru ekki óviðeigandi, eins þótt málfræðilega hugsun megi gera að álitum, ef hún er ekki alveg út úr kú. Vonandi finnast leiðbeiningar, svo að persónulegar skoðanir þurfi ekki að ráða för. Og svo er þetta spurning um dýrafræði, sem ég vil frekar fræðast um en fullyrða um. Þess vegna pælingin. Vingjarnleg kveðja og takk fyrir gott innlegg. SigRagnarsson 23. október 2010 kl. 01:45 (UTC)
Þetta er nú bara heilbrigð skynsemi og sjálfsagt að gera þessar tilvísunarsíður. --Navaro 23. október 2010 kl. 10:47 (UTC)
Athugið nú að þessi orð eru margræð. Hanar eru til hjá mörum tegundum hænsna, rétt eins og steggir hjá öndum. Til hvers eiga hænsn að vísa? Hænsnfugla, kambhænsna eða nytjahænsna? Eða einhverra annarra tegunda? --Akigka 23. október 2010 kl. 11:18 (UTC)
Ég held að þegar Íslendingar tala um hænsn/hænsni eigi þeir í 99,99% tilvika við nytjahænsni. Sama gildir með hænur en kannski svolítið annað mál með hana, þar er t.d. til örnefnið Hani svo það þyrfti líklega aðgreiningarsíðu hvort eð er. En það er út í hött að leitarorðin hænsni og hæna gefi enga niðurstöðu á Wikipediu, það er mjög ó-notendavænt. Það má þá gera aðgreiningarsíðu ef þess þykir þörf. --Navaro 23. október 2010 kl. 12:11 (UTC)
Kornhænur og akurhænur eru líka algengir nytjafuglar. Hænsni finnst mér geta átt við um hvaða -hænu sem er. --Akigka 23. október 2010 kl. 14:19 (UTC)
Hænsni/hænur hefur alla tíð verið notað um nytjahænsni (vont nýyrði, kornhænur og akurhænur eru jú nytjafuglar líka eins og þú bendir á) og þótt aðrir hænsnfuglar komi til sögunnar er engin ástæða til að leggja það á hilluna. - Ég skoðaði hvernig þetta er á Norðurlandamálum; á dönsku er Høns aðalsíðan og Høne vísar þangað; á norsku er Tamhøns aðalsíðan en bæði Høns og Høne vísa beint þangað; og á sænsku er bæði Höns og Höna aðgreiningarsíður sem vísa annars vegar á Tamhöns og hins vegar á Hönsfåglar. Það má svosem alveg gera aðgreiningarsíður hér ef þurfa þykir en ég held að svotil allir sem slá inn hænsn(i) eða hæna séu að leita að hænum en ekki akurhænum eða kornhænum. En allavega má það ekki vera þannig að þessi leitarorð gefi alls enga niðurstöðu.--Navaro 23. október 2010 kl. 17:00 (UTC)
Það má líka setja aðgreiningartengil efst á síðuna ef þurfa þykir. --Akigka 23. október 2010 kl. 21:02 (UTC)