Spjall:Norræn goðafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eru Ásynjur sérstök fylking? Eintalan af Æsir er Ás, og kvenkyns Ás hlýtur að vera Ásynja. Eru Ásynjur því ekki hluti Ása, bara sérstök tilgreining að þær séu kvenkyns. Rétt eins og talað er um goð og gyðjur sem í raun sama hlutinn, bara sitthvors kyns. --Sterio 20:46, 3. júní 2005 (UTC)

Það er í raun ástæða til að skipta þeim upp eftir kynjum, því t.d. ef eitthvað er að marka Edduna þá áttu ásynjurnar t.d. annan samastað en æsirnir á Iðavöllum (Vingólf). Hinsvegar er engin ástæða til að nota hástafi á þessum nafnorðum, enda ekki sérnöfn. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:25, 3. júní 2005 (UTC)
Sú staðreynd að æsir og ásynjur er ekki tæk röksemd fyrir því að skipta þeim í tvær fylkingar. Þetta var nefnilega svo um æsi alla, karlkyns jafnt og kvenkyns, hver átti sinn samastað (eða allavega flestir) og yrðu flokkarnir þá nokkuð margir. Ef ásum og ásynjum er skipt í tvennt, þá býst maður við sérstakri grein um ljón og annarri um ljónynjur. Það er bara fyndið. --Moi 23:26, 3. júní 2005 (UTC)
Hvað um það, þetta er eina ástæðan sem ég sé fyrir tvískiptinguni (fyrir utan það augljósa að vera af mismunandi kyni); hafa sitthvoran blótstað og hafa hver sinn foringja. Annars er þessu ekki skipt upp á enskuni, svo það er varla ástæða til að gera það hér. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:48, 4. júní 2005 (UTC)

Í greininni um goð stendur þetta

"Goð skiptast í tvær fylkingar , æsi og vani. Ættfaðir ása er Óðinn, sonur Bors og Bestlu. Bor var sleiktur úr hrími af kúnni Auðhumlu en Bestla var jötunn".

Er ekki rétt að Búri hafi komið úr steininum sem síðann átti soninn Bor sem eignaðist ásamt Bestlu Bölþornsdóttur soninn óðinn ?