Spjall:Norður-Makedónía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Nafn.[breyta frumkóða]

Almenningur á kannski eftir að nota Norður-Makedónía í framtíðinni, sbr. Austur-Tímor og Suður-Súdan. Hvað finnst öðrum stjórnendum um þetta?--Berserkur (spjall) 25. janúar 2019 kl. 19:33 (UTC)

Það á svo sem eftir að koma í ljós hvort Makedónía noti nýja nafnið nema í opinberum erindagjörðum. Það getur alveg gerst, en hefur ekki enn gerst. – Þjarkur (spjall) 25. janúar 2019 kl. 19:59 (UTC)
Hm, ég fæ ekki einu sinni séð að nýja nafnið sé orðið opinbert, bara að þingið hafi samþykkt að því muni verða breytt, og nú að Grikkland samþykki að Makedónía geti notað nafnið Norður-Makedónía. – Þjarkur (spjall) 25. janúar 2019 kl. 20:06 (UTC)
Kannski fullfljótur á mér en ríkistjórn Makedóníu á víst eftir að fara með bréf til SÞ á næstunni.
[BBC News - Macedonia and Greece: Vote settles 27-year name dispute http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-47002865 neðst í frétt]
--Berserkur (spjall) 25. janúar 2019 kl. 20:32 (UTC)
Nafnbreytingin er formlega farin í gegn núna og aðrar tungumálaútgáfur eru búnar að færa síðuna. Ég mæli með því að færa þessa síðu á heitið Norður-Makedónía. TKSnaevarr (spjall) 13. febrúar 2019 kl. 18:18 (UTC)
Styð nú enn WP:COMMONNAME en þið ráðið. – Þjarkur (spjall) 13. febrúar 2019 kl. 18:41 (UTC)
Ég styð flutning. Það er búið að færa greinina á ensku, norsku og sænsku wikipedíu. Ég skil rökin fyrir WP:COMMONNAME en mér finnst þetta hliðstætt dæmum um Austur-Tímor og Suður-Súdan sem voru nefnd hér fyrir ofan. Maxí (spjall) 14. febrúar 2019 kl. 08:41 (UTC)