Spjall:Nóta (tónlist)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Einhver sem veit afhverju H er skýrð H? Þar sem H heitir B á ensku.

H er H, en B er b fyrir H, þ.e. Hís. Eða mig minnir það allavega frá fyrri tíð. --Jóna Þórunn 7. jan. 2006 kl. 13:08 (UTC)

Bæði í tíma tónmennt í barnaskóla og tíma í Sígildri tónlistarsögu í FÍH sem ég hef setið sagði kennarinn að það væri líklegast talið að það væri út af því að einhverjir munkar hafi verið að nefna nóturnar og skráð í handrit og b hafi verið óskýrt handskrifað. Svo datt einhverjum snillingnum í hug að túlka það sem h og það hefur haldið sér víðast hvar í evrópu. Reyndar nota Frakkar solfa kerfið til að nefna nóturnar (en ekki til að nota sem viðmiðun, eins og í íslenskum tónlistarskólum þar sem do er t.a.m. alltaf grunntónn) Í tónlistar skóla FÍH er nótan hálftóni fyrir neðan C oft kölluð B en ekki H(reyndar eru flestir vanir að nota bæði nöfnin). Nemendur í öðrum tónlistarskóla hafa gagnrýnt þá fyrir það og stungið upp á að þeir breyti nafni skólans í FÍB til að vera samkæmir sjálfum sér.

"Áðurnefndar tíðnir eru kallaðar heilnótur og eru t.d. allar hvítu nóturnar á píanói, en þær duga ekki alltaf til." Ég hef aldrei séð orðið heilnótu notað yfir flokk nótna af ákveðnum tíðnum heldur einungis notað um nótu sem hedur lengdargildi nótu sem er fjögur slög (í fjórum fjórðu). Orðið heildtónn er aftur á móti yfir tónbilið stór-tvíund (tvær hálfnótur). Tónbilið milli hvítra nótna á píanói er stundum heiltónn, þ.e. milli C og D, milli D og E, milli F og G, milli G og A og milli A og H (eða B). Það er aftur á móti hálftónn milli E og F og milli H og C. Ég hef þessvegna ákveðið að taka þessa setningu út úr greininni.

Ég efast einnig um að hálfnóta sé skilgreind (eins og kemur fram í greininni) sem tónbil þar sem hærri nótan hefur tíðni sem er 2 í veldinu einntólfti sinnum tíðni lærri nótunnar, því til eru margkonar stillingar (jafnstilling, tempruðstilling o.fl) og er þetta ekki hlutfall milli hálfnótna í öllum þeim stillingum (þó það sé oftast ansi nálægt). Orri 6. maí 2006 kl. 11:23 (UTC)


Guð minn góður, ég las þetta aðeins nánar og ekki voru staðreyndavillur eða röng notkun hugtaka óalgengar þannig að ég endurskrifaði stórann hluta. Orðið hálfnóta var notað þegar átt var við hálftón. Það er reyndar nokkuð algengt villa. Orðið díónískur skali var notaður þegar líklega var átt var við krómatískan skala (hann hefur 12 nótur eins og kom fram en aftur á móti en mjög hæpið er að segja að hann sé oftast notaður þar sem honum er sjaldan beitt nema í stuttum köflum í senn). Ég hef aldrei heyrt um díónískan skala (google skilar engri niðurstöðu nema þessari grein) og sé heldur ekki hvernig nafnið á honum á að benda til þess að í honum séu 12 nótur. Hugsanlega var verið að rugla við díatónískan skala (þar sem día- þýðir að hann er byggður úr tvíundum engöngu), sem hefur ekki 12 nótur heldur 7 eins og ég tók fram í breytingunum. Gæti mögulega verið að rugla við jónískan skala (skrfað ionian á ensku og einhverjum gæti því dottið í hug að skrifa það íónískur og óvart skrifða d á undan. en það díatónískur skali passar ekki við restina sem sagt var um skalann nema að hann er títt notaður í vestrænni tónlist). Ég viðurkenni að textinn sé ekkert sérlega góður sem slíkur en hann hlýtur að teljast skárri en texti með staðreyndavillum. Ég er heldur ekki viss um hvort þessar upplýsingar þurfi endilega að koma fram í þessari grein. Orri 6. maí 2006 kl. 12:16 (UTC)

A440 er staðall[breyta frumkóða]

"Algengast er í dag að A sé skilgreint sem 440 Hz (Bandaríkin og Bretland) eða 442 Hz (Evrópa), en oft eru hljóðfæri stillt öðruvísi eftir tímabili og upprunalandi tónverks."

var breytt í "Alþjóðlegur staðall á sveiflutíðni einstrika A (fyrir ofan miðju c) er 440 Hz. Þó eru til dæmi um að hljómsveitir stilli sig örlítið hærra (442 Hz - 445 Hz) til að hljóma bjartari eða noti aðra tíðni til að nálgast hljóm annarra landa eða tímabila sem notuðu aðra viðmiðun."

"Á Íslandi hefur 440 Hz stilling náð undirtökum meðal áhugamanna hugsanlega vegna þess að ódýrir tónstillar (stillar sem ekki er hægt að velja um 440-445 Hz, heldur eru alltaf í 440 Hz) koma frá Bandaríkjunum og því tónlistarbækur sem Íslendingar geta lesið eru oftast á ensku og koma því frá Bandaríkjunum eða Bretlandi, því halda margir sjálflærðir að 440 Hz sé „rétt“ stilling. Atvinnumenn, til að mynda Sinfóníuhljómsveit Íslands, nota þó flestir 442 Hz."

Ég tók út þessa klausu út því hún er staðreyndarvilla og á ekki heima í greininni (A440 ætti að hafa sér grein). Klausan er staðreyndarvilla því 440 er alþjóðlegur staðall á A frá 1936 (A440) og er því rétt stilling og er einnig ástæðan fyrir að einfaldir tónstillar bjóða ekki upp á aðra möguleika. Það hefur ekkert með Bandaríkin eða Bretland að gera né áhugamenn eða atvinnumenn. Það er þó stundum (eins og með Sinfóníuhljómsveit Íslands) að hljómsveitir eru stilltar í örlítið hærri tíðni til hljóma bjartari en aðrar sveitir en það er einmitt ástæðan fyrir því að A440 var staðlað vegna þess hve hljómsveitir kepptust við að stilla hærra (Pitch Inflation) --Matti 6. maí 2008 kl. 21:18 (UTC)