Spjall:Merkúr (reikistjarna)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Nú ekki ástæða til að apa vitleysuna bara af því hún kemur frá háskólanum... Merkúríus hljómar einhvern veginn hálfasnalega, eins og krúsilíus eða eitthvað sætt og lítið - sem er kannski hugmyndin. Alla vega skyldi hafa það sem almennt er notað, ekki það sem háskólinn notar...

Nú hef ég engar sterkar skoðarnir á þessu sjálfur en ég hef allavegana alltaf heyrt talað um Merkúr ekki Merkúríus, en bæði nöfnin eru víst rétt, þó Merkúr virðist vinna vinsældarkeppnina á google. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:22, 14 jan 2005 (UTC)
Þegar ég minntist á háskólann, þá var það bara sem dæmi, svo að þið hélduð ekki að ég væri að bulla. Síðan er spurningin um að nota rétt heiti, ekki það sem hljómar betur. Ef það eru redirect, þá ætti fólk ekki að eiga í vandræðum með að finna þetta. - Svavar L 22:25, 14 jan 2005 (UTC)
Rólega nú. Merkúríus er ekki vitleysa og háskólinn fer ekki með neitt fleipur hér. Nafnið er dregið af nafni rómverska guðsins, sem svo sannarlega hét Mercurius hjá þeim í Rómaveldi til forna. Hins vegar hafa ýmis tungumál tilhneigingu til að klippa -ius aftan af slíkum nöfnum og er það stundum gert og stundum ekki. Í ensku heitir þessi reikistjarna Mercury (en hefur þó ekkert með kvikasilfur að gera). Þýska heitið er Mercurius eða stytt í Merkur, eða eins og segir á þýsku Wikipediu: Mercurius (im Deutschen kurz Merkur) war ein Gott in der römischen Religion. Mér finnst allt í lagi að taka háskólann til fyrirmyndar, þeir nota upphaflegu myndina með aðlögun að íslenskri stafsetningu. Samt hét nú þessi reikistjarna Merkúr í gamla daga þegar ég lærði stjörnufræðina mína hjá Reyni heitnum Bjarnasyni í MR. Þetta er alls ekki spurning um rétt eða rangt, heldur smekk, eins og svo margt annað .... --Moi 22:40, 14 jan 2005 (UTC)
Fínt að fá smáþekkingu inn í þetta. Ég býst við að háskólinn sé ágætis "authority" ef um vafaatriði er að ræða, en ég er nú samt á þeirri skoðun að það sem er í almennri notkun sé "by definition" réttast þegar kemur að tungumálum (en það er mín skoðun). Svo getur verið mjög erfitt að meta hvað er almennara af tveimur kostum. Redirectið þýðir samt að ég get notað Merkúr í grein og það vísar þangað sem það á að gera, sem er mikill kostur.--Akigka 22:46, 15 jan 2005 (UTC)