Spjall:Menntaskólinn í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bra alt.svg
Greinin Menntaskólinn í Reykjavík er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.


Hér þarf að bæta miklu við.

Saga skólans, almenn
Byggingar og saga þeirra
Breytingar á skólanum, t.d. fækkun bekkja
Breytingar á námsefni, t.d. niðurfelling fornmálanna
Rektorar skólans, listi
Þekktir kennarar og nemendur

O.s.frv. Hver vill byrja á einhverju af þessu? --Moi 14:15, 10 feb 2005 (UTC)

o\ —Ævar Arnfjörð Bjarmason 14:16, 10 feb 2005 (UTC)


Það er ansi villandi það sem segir í greinni um grísku og latínu. Latínukennsla er á öllum málabrautum og valfag fyrir sumar náttúrufræðibrautir. Gríska er kennd á fornmálabraut. Eins hún er nú býður greinin upp á misskilning um hvernig kennslu er háttað nú. -- BR

Nafn fyrir 1846[breyta frumkóða]

Hvað hét skólinn fyrir 1846? Lærði skólinn? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 29. okt. 2005 kl. 03:25 (UTC)

Bessastaðaskóli frá 1805 en þar áður Hólavallaskóli. --Akigka 29. okt. 2005 kl. 10:20 (UTC)
Ef þessa heimild er að marka það er. --Akigka 29. okt. 2005 kl. 10:21 (UTC)

Ég sé ekki fram á að það að hægt sé að hafa svona grein án þess að minnast á Braga Halldórsson.

Bragi Halldórsson, já, þú segir nokkuð. Ég þekki hann og hann er alls góðs maklegur og merkur maður. En hvers vegna hann frekar en mörg hundruð annarra? --Mói 18. maí 2006 kl. 17:16 (UTC)

Hólavalla(r)skóli[breyta frumkóða]

Heimildum sem finnast á netinu ber engan veginn saman um það hvort skólinn hét Hólavallarskóli eins og hér segir, eða Hólavallaskóli eins og ég hef vanist að kalla hann. Alla vega gengur hann undir senna nafninu á vef Bessastaða. Gatan í Reykjavík heitir líka Hólavallagata en ekki Hólavallargata. Fyrir mína parta þá hallast ég að seinni útgáfu nafnsins, það er án r. Ég er samt ekki nógu viss í minni sök til að breyta nokkru öðru en götuheitinu. Þar á ekki að vera r. --Mói 18. maí 2006 kl. 17:31 (UTC)

Skólinn var byggður á Hólavelli (skv. bókinni Fornir tímar eftir Gunnar Karlsson) þannig að eintölu errið ætti að vera í nafninu, ef að það er rétt (í bókinni eru villur..). --JB 18. maí 2006 kl. 17:44 (UTC)
Þetta er gömul umræða en ákvað að bæta við mínu mati. Mér sýnist nafnið vera með r-i og má þar á meðal vísa í umfjöllun Morgunblaðsins 25. febrúar 1951 og yfirlit Alþingis á sinni eigin sögu. Sé enn þá vafi býð ég mig fram til þess að spyrja Árnastofnun hvernig það eigi að vera stafað. -Svavar Kjarrval (spjall) 25. ágúst 2013 kl. 20:57 (UTC)
Nú er það svo að stundum er hefð fyrir tveimur útgáfum af einu og sama örnefninu eða tveimur ólíkum örnefnum á sama stað. Þetta var kannski algengari í gamladaga en það er núna. En ef það er tilfellið hér myndi það skýra hvers vegna heimildum ber ekki saman. Afleiðingin væri aftur á móti sú að hvort tveggja yrði að teljast rétt. Ábendingin um að skólinn hafi staðið á Hólavelli sker ekki endilega úr um málið því sama gildir um það örnefni; m.ö.o. má vera að hvort tveggja hafi tíðkast „Hólavöllur“ og „Hólavellir“. Á timarit.is eru 37 niðurstöður fyrir „Hólavallarskóli“ en 64 fyrir „Hólavallaskóli“. Sé leitað að aukafallsmyndum skilar leitin 78 niðurstöum fyrir „Hólavallarskóla“ en 168 fyrir „Hólavallaskóla“. Þetta sannar auðvitað ekkert nema þá það að nafnmyndin „Hólavallaskóli“ virðist nokkuð algengari í rituðum heimildum. Ef ég skoða bara eldri heimildir, frá 1785 til 1950 fæ ég 5 niðurstöður fyrir „Hólavallarskóli“, þá elstu frá 1908 og 21 fyrir „Hólavallarskóla“, þá elstu frá 1924. Ég fæ hins vegar 7 fyrir „Hólavallaskóli“, þá elstu frá 1891 og 19 fyrir „Hólavallaskóla“, þá elstu frá 1927. Í gömlum heimildum virðast nafnmyndirnar þá meira eða minna jafn algengar en eldri heimild finnst (alla vega á timarit.is) fyrir myndinni „Hólavallaskóli“. Þetta snýst aðeins við ef ég leita — aftur í gömlum heimildum, nú alveg frá 1607 til 1950 — að nafni staðarins sem skólinn er kenndur við: „Hólavellir“ gefur mér 5 niðurstöður, þá elstu frá 1919, „Hólavöllum“ skilar 26 niðurstöðum, þá elstu frá 1909 og „Hólavalla“ skilar 61 niðurstöðu en elst þeirra er frá 1934. Þegar ég leita að eintölunni kennur: „Hólavöllur“, 25 niðurstöður og elsta frá 1853, 43 niðurstöður fyrir „Hólavöll“ og elsta frá 1848, 219 niðurstöður fyrir „Hólavelli“ og elsta frá 1835 og 10 fyrir „Hólavallar“, sú elsta frá 1900. Nú virðist sem sagt nafnmyndin „Hólavöllur“ algengari í ritmáli en „Hólavellir“ og dæmin eru eldri. Meira en það er svo sem ekki hægt að álykta út frá timarit.is. Eftir sem áður getur verið að báðar útgáfur hafi þekkst þótt önnur hafi verið algengari. --Cessator (spjall) 25. ágúst 2013 kl. 22:14 (UTC)
Við þetta að ofan má kannski bæta að Svavar Sigmundsson, fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar, notar nafnið „Hólavallaskóla“ í svari á Vísindavefnum. Vísindavefurinn hefur getið skólans í þremur öðrum svörum og nefnir hann alltaf Hólavallaskóla en ekki Hólavallarskóla. Svörin eru öll eftir ólíka fræðimenn en einn höfunda er Árni Björnsson doktor í menningarsögu. --Cessator (spjall) 25. ágúst 2013 kl. 22:20 (UTC)
Er sammála því að nafn skólans er stafað á mismunandi hátt og jafnvel mismunandi meðal rita og vefsíða opinberra stofnana. Við ættum að sækjast eftir formlegu áliti aðila eins og Árnastofnunar til að skera úr um hvor stafsetningin ætti að teljast réttari og geta vísað í það sem áreiðanlega heimild. Árnastofnun gæti mögulega haft aðgang að opinberum skjölum þar sem nafn skólans kemur fram í tengslum við formlegar embættisgjörðir. -Svavar Kjarrval (spjall) 25. ágúst 2013 kl. 22:47 (UTC)
Eða álit Örnefnastofnunar? En, já, gott og vel. Gætum þá bara að því það fáist örugglega skýrt svar við spurningunni hvor rithátturinn er „réttari“, þ.e.a.s. að þeir komist ekki upp með að segja bara hvor er upprunalegri. Mig grunar nefnilega að þægilegast sé að svara bara hvor er upprunalegri (sennilega Hólavallarskóli) og láta hitt liggja milli hluta enda miklu erfiðara að leggja mat á það (og þegar spurningar eru erfiðar svara menn oft annarri í staðinn). En ég hygg að ef á þá er þrýst vilji þeir ekki ganga svo langt að segja að hin nafnmyndin sé beinlínis röng. Spurningin ætti að vera einhvern veginn svona: „(a) hvor rithátturinn er upprunalegri og (b) er annar hvor þeirra réttari?“ Ef það fæst ekki skýrt svar við lið (b) er álitið ekki nothæft. --Cessator (spjall) 26. ágúst 2013 kl. 01:36 (UTC)
Örnefnastofnun var lögð niður og verkefni hennar færð til Árnastofnunar. Er sammála því að spyrja í þessum tveim liðum en vil þó bæta þeim þriðja við þar sem spurt er um hvaða rithátt stofnunin mælir með. -Svavar Kjarrval (spjall) 26. ágúst 2013 kl. 02:01 (UTC)
Gott mál. --Cessator (spjall) 26. ágúst 2013 kl. 02:19 (UTC)

ÓU Myndir[breyta frumkóða]

Mikið af myndunum sem notaðar eru í þessari gæðagrein eru ekki með nægilegar upplýsingar. Ég ætlaði að eyða þeim, en þar sem þetta er gæðagrein gef ég nokkra daga í viðbót og sé hvort ekki er hægt að bæta úr þessu. --Steinninn 06:31, 28 júní 2007 (UTC)

Eru þetta ekki bara tvær myndir: kortið og hólavallaskóli. Myndin af hólavallaskóla er hugsanlega eftir Jón Helgason biskup (d. 1942). Hún er birt í fjölda bóka svo það ætti að vera hægur vandi að finna upplýsingar um hana, en hún ætti auðvitað að vera í lit ef heimilt er að nota hana hér. --Akigka 09:56, 28 júní 2007 (UTC)
Jú, þær eru tvær (voru þrjár). --Steinninn 05:45, 30 júní 2007 (UTC)

Fjósið[breyta frumkóða]

Fjósið

Var upprunalega fjós reist árið 1850. (..............) Upphaflega þjónaði fjósið eldvarnatilgangi,....

Var Fjósið ekki upphaflega fjós? --Mói 12. nóvember 2007 kl. 21:24 (UTC)

Það verður eiginlega að bæta {{heimild vantar}} við þetta eða að eyða þessu nema einhver nái að útskýra þetta betur, er það ekki? --Baldur Blöndal 16. september 2008 kl. 23:15 (UTC)

Byggingar[breyta frumkóða]

Væri sniðugt að setja byggingar upp sem lista svona:

  • Bygging 1
    Útskýring.. útskýring..
  • Bygging 2
    Útskýring..blablabla

eða að setja upp töflu með myndum og umfjöllun um hvert hús (alls ekki ósvipað listanum með sundlaugunum). Ég er aðalega að velta því fyrir mér sökum þess hvað þetta tekur mikið pláss í efnisyfirlitinu (4, 4.1, 4.2... o.s.fv. taka nær helming yfirlitsins) og vegna þess að ekki mikið er sagt um hverja byggingu. Hvernig hljómar þetta? --Baldur Blöndal 16. september 2008 kl. 23:13 (UTC)

Ártíð? Ég ætla nú ekki að vona ekki[breyta frumkóða]

„Hundrað ára ártíð Menntaskólans í dag“ á þetta ekki að vera „100 ára hátíð“? Enda er ártíð ekki afmæli heldur andstæðan, og ekki er Menntaskólinn í Reykjavík dauður ennþá.. eða er ég að misskilja eitthvað? --Baldur Blöndal

Konur í skólanum /gleði skólamanna[breyta frumkóða]

Í bók Kjartans Sveinssonar bekkjarbróður Laufeyjar Valdimarsdóttur kemur eineltið vel fram og hann segir hróðugur frá. Og þar sem wikkan á að vera hlutlæg þurfa bæði ljósar og dökkar hliðar að koma fram. 85.220.126.202 16. nóvember 2008 kl. 11:31 (UTC) Þorvaldur Sigurðsson

Það mætti setja tilvísun við þetta í greininni. --Akigka 16. nóvember 2008 kl. 13:22 (UTC)