Spjall:Meðskilningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hvaðan kemur þetta orð meðskilningur? Er þetta ekki eitthvað danskt bull? Orðabækur tala um ífyllingu: stílbragð (líkt styttingu) þar sem glöggt einkenni heildar er látið koma í stað hennar allrar (synekdoche), t.d. þegar ‚höfuð‘ er látið tákna einstaklinginn allan en meðskilning finn ég engin dæmi um. Vil fá heimildir um orðið og hversu algengt það er. Ífylling er til og skráð...--157.157.249.87 7. ágúst 2010 kl. 14:53 (UTC)

Ég er sammála: legg til að orðskrípinu "meðskilningi" verði eytt! Thvj 7. ágúst 2010 kl. 14:56 (UTC)
Áður en einhverju er eytt er rétt að fletta þessu upp í bókunum þremur sem gefnar eru upp í heimildaskránni. --Cessator 7. ágúst 2010 kl. 15:22 (UTC)
"Meðskilningur" finnst ekki við leit í timarit.is, nema einu sinni í Þjóðviljanum 1982. Thvj 7. ágúst 2010 kl. 15:42 (UTC)
Gott og vel, en þetta er hugtak í bókmenntafræði og það er ekki endilega við því að búast að öll hugtök einhverrar fræðigreinar finnist á Tímarit.is. Ég myndi byrja á að fletta þessu upp í Hugtök og heiti í bókmenntafræði og svo í Bókmenntakenningar fyrri alda. Til þess eru jú heimildirnar, svo að það sé hægt að staðfesta það sem fram kemur í greininni. --Cessator 7. ágúst 2010 kl. 15:59 (UTC)
Ef orðið finnst í a.m.k. einu fræðiriti þá hlýtur það að fá að standa óhaggað á wikipediu - hef þó ekki aðgang að umræddum bókum. Thvj 7. ágúst 2010 kl. 16:04 (UTC)
Ef orðið er notað í einhverri af þessum bókum, þá verður þetta auðvitað standa, en ekki hljómar það vel. Dálítið einsog prentsmiðjudanska frá miðbik síðustu aldar. --157.157.249.87 7. ágúst 2010 kl. 16:56 (UTC)
Ég fletti þessu upp. Í Hugtök og heiti í bókmenntafræði (bls. 273) er fjallað um synekdokhe og í sviga stendur „gr. meðskilningur“. Orðið „ífylling“ kemur ekki fyrir. Í Bókmenntakenningar fyrri alda kemur fyrir „sýnekdoka“, sem sagt slett úr grísku en ekkert íslenskt orð er gefið. Heimildirnar styðja því „sýnekdóka“ og „meðskilningur“ en enn sem komið er vantar heimild fyrir „ífylling“. Ég efast ekki um að hana megi finna en þó er ljóst að það er ástæðulaust að eyða út hinum orðunum. Það er auðvitað ekki okkar hlutverk að leggja mat á hvort orð eru heppileg eða falleg. --Cessator 7. ágúst 2010 kl. 17:00 (UTC)
Ífylling er í orðabók Eddu. --157.157.249.87 7. ágúst 2010 kl. 17:20 (UTC)
Mér sýnist við verða að bæta við orðinu „sýnekdóka“, sem samheiti :p Thvj 7. ágúst 2010 kl. 17:26 (UTC)