Spjall:Listi yfir íslensk Android forrit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hugmyndin er að búa til lista yfir öll íslensk Android forrit (sem eru búin til af íslendingum, sem eru á íslensku eða öðrum tungumálum). Þetta gæti verið sett upp svipað eins og http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_backup_software síðan.

Lógó upload á Wikimedia Commons?[breyta frumkóða]

Veit einhver Wikipedia guru hvort það sé leyfilegt að hlaða upp lógó myndum inná Commons frá Google Play store ? Sem dæmi https://play.google.com/store/apps/details?id=com.gummiogoli.vedur --Jakobjs (spjall) 25. júlí 2012 kl. 17:19 (UTC)

Nei, svona myndir eiga ekki heima á Commons. Þar fara einungis myndir sem þú átt fulla höfundarétt á og leyfir öðrum að nota/breyta myndinni eins og þeir vilja (innan ákveðna takmarkana). En þú getur hins vegar sett myndina inn hérna á íslensku Wikipedia með rökstuðning um sanngjarna notkun. Á síðunni Wikipedia:Hlaða inn skrá (finnur hana undir „Verkfæri“ hér til vinstri) ertu leiddur í gegnum ferlið. --Sennap (spjall) 25. júlí 2012 kl. 17:40 (UTC)
Takk fyrir góðar upplýsingar Sennap. Ég er pínu n00b í þessu :) --Jakobjs (spjall) 25. júlí 2012 kl. 17:43 (UTC)

Smáforritalistar[breyta frumkóða]

Þetta er nú frekar fátæklegur listi. Þykir ólíklegt að eitthvað verði gert í honum, síðast var bætt við hann 2012.

Haldið þið að líklegra væri að við næðum að viðhalda „Lista yfir íslensk smáforrit“? Það eru nú alveg nokkrar hugbúnaðarstofur hér og við eigum nú QuizUp og svona. – Þjarkur (spjall) 19. desember 2018 kl. 01:47 (UTC)