Spjall:Landvinningamaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Haaa, landvinnigahvað... :o Ég hef aldrei áður séð né heyrt þetta orð! Thvj 12. febrúar 2008 kl. 12:55 (UTC)

Sjá t.d. hér og hér. Líka grein um Pizarro í mogganum hér. --Akigka 12. febrúar 2008 kl. 12:56 (UTC)
Ég hef aldrei séð né heyrt það sjálfur en ég treysti Akigka fyrir lífi mínu. Crystal Clear app amor.png --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. febrúar 2008 kl. 12:58 (UTC)
Takk fyrir traustið :) En ég hef nú gerst sekur um bábiljur hérna líka... --Akigka 12. febrúar 2008 kl. 13:00 (UTC)
Við allir reyndar. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. febrúar 2008 kl. 13:01 (UTC)
Ok, orðið er þá þekkt (conquistador?), en skv. greininni virðist þetta vera frekar aggressívur og leiðinlegur túristi (e.t.v. þjóðverji), sem reynir að stjórna í öllu þjónustufólki á hótelinu sínu og nærliggjandi veitingstöðum ;-) Thvj 12. febrúar 2008 kl. 13:05 (UTC)
Stay out of my hotel! Ég lengi þetta um nokkur orð. Crystal Clear app amor.png --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. febrúar 2008 kl. 13:11 (UTC)
Jónas Hallgrímsson er nefndur landvinningamaður íslenskrar tungu hér. Mætti bæta því einhverstaðar inn eða skiptir það engu? --Baldur Blöndal 12. febrúar 2008 kl. 16:14 (UTC)

Akigka[breyta frumkóða]

Af hverju tókstu Conquistador út? Þótt þetta sé reyndar bloggsíða þá myndi hann flokkast undir landvinningamann er það ekki? --Baldur Blöndal 12. febrúar 2008 kl. 16:19 (UTC)

Conquistador??!??? Crystal Clear app amor.png Que café es eso? --Akigka 12. febrúar 2008 kl. 16:21 (UTC)
Reyndar tók ég hann ekki út - breytti honum bara í iw-tengil. --Akigka 12. febrúar 2008 kl. 16:22 (UTC)
Ah, bene.. que.. eh.... oh fjandinn ég kann ekki neitt í spænsku =( --Baldur Blöndal 12. febrúar 2008 kl. 16:38 (UTC)
ú ú ú... Búinn að vera í spánsku hérna í eina önn! Er lang bestastur og á leið (vonandi) til Chile næsta sumar. Crystal Clear app amor.png --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. febrúar 2008 kl. 18:04 (UTC)
Pff já en... já ég kann meira en þið í japönsku!! Bæ þetta er asnalegur vefur! Crystal Clear app amor.png --Baldur Blöndal 12. febrúar 2008 kl. 18:06 (UTC)

Bara til spænskir landvinningamenn???[breyta frumkóða]

Hugtakið er nánast eingöngu notað um spænska leiðangursforingja??? hvað þá með alla landvinningamennina í Asíu (sbr. Anabasis) osfrv eða Rómverja? osfrv osfrv --157.157.206.232 12. febrúar 2008 kl. 19:58 (UTC)

Vandinn er að hér er verið að þýða orðið conquistador sem er í ensku aðallega notað um spánska landvinningamenn í Mið- og Suður-Ameríku á 16. öld. En íslenska orðið „landvinningamaður“ hefur ekki þá skírskotun. --Cessator 12. febrúar 2008 kl. 20:03 (UTC)

Það er rétt. Hugtakið landvinningamaður hefur viðtækari merkingu á íslensku. En erum við ekki að útskýra íslensk hugtök? vissulega má nefna það í framhjáhlaupi að konkvistador [1] á erlendum málum er venjulega haft um spænska landvinningamenn...--157.157.206.232 12. febrúar 2008 kl. 20:10 (UTC)

Ekki sammála. Orðið landvinningamaður er nánast eingöngu notað um spænska landvinningamenn. Orðið gæti auðvitað verið notað í öðru samhengi (Norðmennirnir á Eiríks rauða landi eru eitt dæmi um það) en staðreyndin er bara sú að þannig er það ekki. Alexander mikli var ekki landvinningamaður heldur herstjóri sem lagði lönd undir sjálfan sig... ekki fjarlægan konung sem hann þóttist vera umboðsmaður fyrir. --Akigka 12. febrúar 2008 kl. 20:26 (UTC)
Íslenska orðið landvinningamaður er sum sé til komið sem þýðing á conquistador... og er að jafnaði ekki notað í öðru samhengi. --Akigka 12. febrúar 2008 kl. 20:28 (UTC)
Það er bara ekki alveg rétt félagi. Skoðaðu þessi fáu dæmi sem til eru á OH [2]. En af orðadæmunum að dæma úr Lesbókinni og Morgunblaðinu, þá er oft talað um landvinningamenn þegar talað er um Spánverjana, enda vinsælt efni hjá rithöfundum og blaðamönnum. Og hugtakið virðist vera ungt. En það er notað um t.d. Genghis Kahn - einsog hér [3] og aðra sögulega karla. En mér finnst að minnsta kosti þurfa að orða þetta þannig að landvinningamaður hafi víðtækari merkingu á íslensku. Sé ekki aðeins haft um spánverjana einsog þarna kemur fram í lok flettunnar. --157.157.206.232 12. febrúar 2008 kl. 20:58 (UTC)
Já, þarna er dæmi úr Will Durant þar sem Rómverjar eru kallaðir landvinningamenn. --Cessator 12. febrúar 2008 kl. 21:04 (UTC)

Og hvað er þetta Eiríks rauða land??? Þetta er lélegt dæmi og furðulegt. --157.157.206.232 12. febrúar 2008 kl. 21:01 (UTC)

Hér er eldra dæmi en það sem er í OH [4] og hér er talað um Tyrki sem landvinningamenn. Elsta dæmið sem ég hef fundið er í Lögbergi 1918 og þá talað um Vestur-Íslendinga sem landvinningamenn í Vesturheimi. --157.157.206.232 12. febrúar 2008 kl. 21:12 (UTC)

Það er ágætis umfjöllun um Eiríks rauða land á no:Eirik Raudes Land. Ég nefndi það sem dæmi út af hliðstæðunni. Þar voru ævintýramenn (veiðimenn) á ferðinni sem lýstu því yfir að þeir væru að vinna land undir Noreg þótt þetta væri í raun einkaframtak. Varðandi hin dæmin þá verð ég víst að játa það að orðið er stundum notað í öðru samhengi (væntanlega sem þýðing á enska orðinu 'conqueror') en fer samt ekki ofan af því að aðalnotkun þess í íslensku máli sé í umfjöllun um spænska ævintýramenn í Suður-Ameríku á 16. öld, og ég held það sé ekki vegna þess að þeir séu svo svakalega vinsælt umfjöllunarefni (umfram t.d. Rómverja eða Makedóníumenn, Víkinga eða aðra sem mögulega væri hægt að kalla landvinningamenn). Málið er bara að í því samhengi eru önnur orð frekar notuð. Sem þýðing (og iw-tilvísun) á en:Conquistador vil ég því helst hafa greinina landvinningamaður, en það má vel mín vegna hafa einhvern kafla um að orðið sé hægt að nota yfir fleira en þessa tilteknu tegund hernáms. --Akigka 12. febrúar 2008 kl. 21:47 (UTC)
Annars er athyglisvert að skoða spænskuna að þessu leyti. Þar var búin til greinin es:Conquistadores sem upphaflega átti aðeins að fjalla um spænsku landvinningamennina, en vegna þess að hugtakið er almennt á spænsku (eins og "landvinningamaður" á íslensku) þá þróaðist greinin út í það að innihalda kafla um Kýros mikla, Alexander, Gengis kan, Atla húnakonung o.s.frv. Það endaði með því að búin var til önnur grein es:Conquistadores españoles fyrir landvinningamennina. Eftir stendur að spænskan er eina útgáfa wikipediu sem er með grein um "landvinningamenn" þar sem er tekið saman yfirlit yfir Gengis kan, Atla húnakonung, Napóleon, Hitler og Mússólíní o.s.frv. Hvað finnst ykkur - er ástæða til að skrifa slíka grein undir landvinningamaður en nota spænskur landvinningamaður yfir það sem hér er nú fjallað um? --Akigka 12. febrúar 2008 kl. 22:06 (UTC)
Akigka, Alexander mikli er kallaður nafndvinningamaður [kennarar.fss.is/aegirkarl/Sag103/Saga103%20glosur%20Kafli%202.doc hér] og á skólavefinum stendur „... sem einkakennara sonar síns Alexanders, sem síðar varð frægasti herforingi og landvinningamaður fornaldar og þekktur undir nafninu Alexander „mikli“. ...“ --Baldur Blöndal 12. febrúar 2008 kl. 22:35 (UTC)
Það er í sjálfu sér hægt að kalla hvern sem hefur lagt eitthvað land undir sig landvinningamann ef maður vill, ég er bara að benda á að algengasta merking orðsins er sem þýðing á conquistador - sem er líka hentugt því þá getum við skrifað stutta fína grein um ákveðið tímabil í sögu Suður-Ameríku með iw-tenglum og alles í staðinn fyrir að skrifa langa samantekt á öllum helstu landvinningadúddum sögunnar (frá Atla húnakonungi til Adolfs Hitler). Nú gæti verið að svoleiðis grein eigi fullan rétt á sér, ég skal ekki dæma um það, en alla vega þarf að skrifa grein um það efni sem hér er til umfjöllunar. --Akigka 12. febrúar 2008 kl. 23:14 (UTC)