Spjall:Landspítali

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Nafnið á greininni[breyta frumkóða]

Mér finnst að það ætti að færa greinina á Landspítali Háskólasjúkrahús og láta Landspítali tengjast inn á hana frekar en að hafa þetta öfugt eins og það er. Hvað finnst ykkur? - Siggi 27. september 2008 kl. 19:59 (UTC)

Ég held að hún sé undir Landspítali því að það er einmitt heitið sem að við notum almennt. Heitir hann nokkuð Landspítali Háskólasjúkrahús? Var nafninu ekki breytt í Landspítali? Getur þú fært einhver sérstök rök fyrir þessu? --Stefán Örvarr Sigmundsson 27. september 2008 kl. 20:21 (UTC)
Já, hann heitir, held ég, Landspítali Háskólasjúkrahús. --Cessator 28. september 2008 kl. 00:51 (UTC)
Hér er reyndar talað einfaldlega um Landspítala. Það er kannski best að láta greinina vera þar sem hún er í ljósi þess. --Cessator 28. september 2008 kl. 00:54 (UTC)
Hann heitir bara „Landspítali“ en ber eftir sem áður skammstöfunina „LSH“. Það var tilkynnt í frétt á heimasíðu hans þann 5. september í fyrra:
Mælst er til þess að í rituðum texta verði farið að skrifa Landspítali (án greinis) og sleppa þar með seinni hlutanum, þ.e. bandstriki og orðinu háskólasjúkrahús. Í ræðu og riti verði orðið háskólasjúkrahús hins vegar notað markvisst til þess að minna á þá mikilvægu háskólastarfsemi sem fram fer á sjúkrahúsinu. Einkennismerki (lógó) Landspítala verði óbreytt, þ.e. að orðið háskólasjúkrahús standi þar áfram með vísan til þess ákvæðis í heilbrigðislögunum að Landspítali sé háskólasjúkrahús. Á sama hátt verði skammstöfun fyrir háskólasjúkrahúsið hér eftir sem hingað til LSH og þannig vísað bæði til heitisins Landspítali og þess að hann sé háskólasjúkrahús. --Vésteinn 28. september 2008 kl. 04:01 (UTC)

Það stendur ekki á svörunum, ég hélt bara í einfeldni minni að þeir sem einhverju ráða á spítalanum vildu hafa þetta eins og ég lagði til. Svo virðist ekki vera svo ég dreg tillögu mína til baka. Siggi 28. september 2008 kl. 14:23 (UTC)

Þakka þér tillöguna --Jabbi 28. september 2008 kl. 14:35 (UTC)