Spjall:Kringlan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Evolution-tasks.png

Gátlistinn fyrir Kringlan:

breyta

Kringlan og gatan Kringlan[breyta frumkóða]

Ætti ekki að búa til aðskilnaðar síðu til að skilja á milli þessa tveggja hluta? Ég bý sjálfur í Kringlunni þannig að þetta mál snertir mig nokkuð. Ekki beint það sama, verslunarmiðstöð og gata. --Baldur Blöndal 14:41, 13 nóvember 2006 (UTC)

Nafnið kringlan er dregið af svæðinu sem var þarna áður en það var byggt, Kringlumýri var þarna, Kringlan er byggð í mýri, að byggja í mýri hafði ekki verið mikið gert, enda langt niður á klöpp og nokkuð dýrt að byggja þannig að húsið sökkvi ekki.
Er ekki eðlilegra að Kringlan (gata) sé í aðgreingartengli fyrir ofan greinina um Kringluna þar sem nafn götunnar virðist dregið af nafni verslunarmiðstöðvarinnar? Sbr. t.d. Hraðbraut og fullt af öðrum greinum. --Akigka 14:52, 13 nóvember 2006 (UTC)
Þá ætti það að vera öfugt, nafn Kringlunnar (verslunarinnar) er dregið af götunni. --Baldur Blöndal 16:37, 13 nóvember 2006 (UTC)
Segir nokkuð. Er vitað af hverju þetta nafn kom til? Er það vitleysa hjá mér eða er hverfið þarna við líka kallað Kringluhverfi eða Kringlan? --Akigka 16:49, 13 nóvember 2006 (UTC)
Ég bý nú í Kringlunni og hef aldrei heyrt þetta kallað "Kringluhverfi" en þori samt ekki að fullyrða neitt. Þetta er ekkert svo stórt svæði. --Baldur Blöndal 18:33, 13 nóvember 2006 (UTC)
Mér finnst skipta minna máli hvort nafnið varð til á undan og meira máli hvort annaðhvort gatan eða verslunarhúsnæðið sé það mikið meira notable en hitt að það verðskuldi aðalnafnrýmið og hitt verði aðgreiningartengill eða hvort það sé ekki hægt að skera úr um hvor merkingin sé meira notable og hvort tveggja verði þá á aðgreiningarsíðu. Mér þykir liggja í augum uppi að verslunarhúsnæðið sé í þessu tilviki miklum mun meira notable frá sjónarhóli alfræðirits; alla jafnan komast götur bara ekki í ritið, eða eiga ekki að gera það nema þær séu afar markverðar og það sem er fyrst og fremst markvert við Kringluna í Reykjavík er að þar er Kringlan. Ég held því að greinin um verslunarhúsnæðið ætti hiklaust að vera í aðalnafnrýminu með tengli á grein um götuna efst eins og lagt er til hér að ofan. Það er í samræmi við hefðir og venjur á Wikipediu. --Cessator 18:50, 13 nóvember 2006 (UTC)
Það hljómar rökrétt, er þá ekki samþykkt að hafa verslunina undir Kringlan og götuna sem krækju sem leiðir til Kringlan (gata)?--Baldur Blöndal 19:56, 13 nóvember 2006 (UTC)
Sé nú ekki að það sé hægt að skrifa eitthvað merkilegt um götuna. --Jóna Þórunn 19:58, 13 nóvember 2006 (UTC)
Kringlan, bæði gata og verslanamiðstöð heita svo vegna þess að á þessu svæði í kvosinni á milli Háleitis og Kringlumýrarbrautar var mýri, sem hét Kringlumýri. Af hverju hún hét svo er mér þó ekki ljóst, nema kannski að það hafi vísað til lögunar hennar. Hvort hlaut svo Kringlunafnið á undan, gatan eða mollið finnst mér litlu skipta. En ég held samt að það hafi verið verslanamiðstöðin. --Mói 20:18, 13 nóvember 2006 (UTC)
Mér finnst nokkuð líklegt að nafnið komi af götunni, enda hef ég bara heyrt af þeirri sögu- en eins og var víst bent á áður skiptir það ekkert meginmáli. --Baldur Blöndal 22:52, 13 nóvember 2006 (UTC)

Hver er stærst og hvers vegna?[breyta frumkóða]

Það er fullyrt að Kringlan sé næststærsta verslunarmiðstöðin, og í grein um Smáralind er sagt að hún sé stærst. Á hverju er þetta byggt þar sem verslanir eru miklu fleiri í Kringlunni? --Óli Ágúst 00:16, 29 janúar 2007 (UTC)

Ég held að í svona tilfellum verði að koma fram heimildir eða útskýra þetta nánar- annars erum við eiginlega knúin til að eyða þessum fullyrðingum. :\ --Baldur Blöndal 01:13, 29 janúar 2007 (UTC)
Ég held að Smáralindin sé stærst í fermetrum. Það kom fram þegar hún var í byggingu í ýmsum blaðagreinum og stærri verslunarmiðstöð hefur auðvitað ekki verið byggð síðan. --Cessator 02:55, 29 janúar 2007 (UTC)
Held að þetta sé rétt hjá Cessator, Smáralind er stærri í fermetrum en fleiri verslanir eru í Kringlunni. Það er sjálfsagt hægt að notast við hvort tveggja sem mælikvarða á "stærð" verslunarmiðstöðva. --Bjarki 03:09, 29 janúar 2007 (UTC)
Stór verslunarmiðstöð með einni búð væri t.d. ekki "stór" verslunarmiðstöð, sem og myndi lítil verlun með 1000 búðum... já þetta skilst. En án þess að vera með leiðindi held ég að það vanti heimildir fyrir þessu. --Baldur Blöndal 04:05, 29 janúar 2007 (UTC)