Spjall:Kontrabassi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Mér finnst ýmislegt við þessa grein að athuga og vona að ég sé ekki alvarlega ruglaður. Ef strengir bassans eru stilltir á G, D, E og A eins og segir í greininni, þá er ekki um ferundarbil að ræða. A, D, G, C að ofan talið teljast vera fimmundir að mínu viti, en ég hef þó vanist því að tilgreina tónbil alltaf neðan frá og myndi ég því kalla þetta C, G, D, A að neðan talið. Ennfremur á ég erfitt með að trúa því að stilling kontrabassa sé áttund fyrir ofan selló. Ég væri hins vegar tilbúinn að trúa því að hún sé áttund fyrir neðan selló. Mér finnst full þörf á því að einhver sem virkilega þekkir til strokhljóðfæra (og þá sér í lagi kontrabassa) yfirfari þessa grein. --Mói 16:10, 31 ágúst 2006 (UTC)

Ég þekki nú ansi vel til strokhljóðfæra, enda hef ég spilað á fiðlu frá sex ára aldri, en þetta er bara það sem kallast fljótfærni. Fyrir ofan á náttúrulega að vera fyrir neðan. Strengjanöfnin, ja, ég hef greinilega eitthvað ruglast í talningunni. Rétt er að það er þægilegra að telja neðan frá, en af maður raðar því hinsegin telur maður einfaldlega afturábak (það er, G niður á D er ferund, rétt eins og D upp á G er ferund). Ég man ekki alveg af hverju ég sneri þessu svona. Sný þessu við. Og ég svissaði óvart E og A, sem er ansi stór villa. En strengir bassans eru allavega, ef þú telur þá ofan frá, eru G, D, A og E. Þetta eru ferundir, hvernig sem maður snýr upptalningunni. Svissið ruglaði því samt. En þetta var ruglingslegt hjá mér, og villur, og dót. Bara, í einu orði sagt, fljótfærni. En nú er ég að fara yfir þetta og það ætti að verða rétt. Takk fyrir ábendinguna! --Sterio 16:53, 31 ágúst 2006 (UTC)
Glæsilegt, ég er líka byrjaður að trúa núna :-) --Mói 18:06, 31 ágúst 2006 (UTC)

Víól/Gamba[breyta frumkóða]

Ertu með einhver rök fyrir breytingunni þinni Kristján? Ég get svosem ekki rökstutt notkun mína á orðinu víólfjölskylda vel, en mér finnst það einhvernvegin hljóma réttar, sem og að það er notað á ensku wp. Þar er talað um (eins og á íslensku) hljóðfærið sjálft sem Viola da Gamba, en fjölskylduna sem víólfjölskyldu. En ef þú ert með einhverja bók á íslensku um efnið, sem notar orðið gömufjölskylda, eða eitthvað þannig, skal ég vel viðurkenna að ég hafi rangt fyrir mér. Og ef ekki, þá skulum við bara reyna að finna einhverja slíka bók, hvort sem hún svo segir. --Sterio 11:21, 3 september 2006 (UTC)