Spjall:Karíbahaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Vestur-Indíur eru ekki Karíbahafið sjálft. Vestur-Indíur er venjulega haft um það sem á ensku er nefnt: The Caribbean (sömuleiðis kallað: West Indies). Á íslensku er Vestur-Indíur stundum haft um Karíbaálfu, en aldrei um Karíbahafið. --89.160.147.231 21. maí 2009 kl. 13:26 (UTC)

Karíbaálfa??? Hvaðan hefurðu þetta orð? --Akigka 21. maí 2009 kl. 17:50 (UTC)
Heyrðu þegar þú segir það, hvaðan i andskotanum hef ég þetta orð, Karíbaálfa??? Samkvæmt minnismiðum mínum þá hef ég enga heimild um hvaðan ég tók það, en úr einhverri bók, svo mikið man ég. En ég finn það hvergi á google eða í timarit.is. Þannig er að ég skrifa venjulega hjá mér slíkt, einsog td. Þrísteinar: (k.ft) Dresden: Í ÞRÍSTEINUM: (Gunn.Gunn). - Sem sagt þetta dæmi er úr einum af skáldsögum Gunnars Gunnarssonar sem hann þýddi sjálfur. Því miður tók ég ekki niður úr hvaða skáldsögu. En hér finn ég allt í einu þetta: Vesturheimseyjar: (kv.ft) Vestur-Indíur, eyjar í Atlantshafi út af Mið-Ameríku. Hver þremillinn, segið svo að það borgi ekki að skrifa hlutina á miða. En ég skal reyna að hafa upp á þessu. Þetta er samt furðulegt, þetta hefur orðið mér svo samgróið að ég hélt að þetta væri algengt, þeas Karíbaálfa, sem það síðan er alls ekki. --89.160.147.231 21. maí 2009 kl. 20:17 (UTC)
Þó ég finni ekki upprunan þá finnst mér Karíbaálfa vera nokkuð gott orð yfir það sem enskurinn nefnir caribbean - og eru Karíbahafið, Vesturheimseyjarnar og strandlengjur ríkjana í Mið-Evrópu. Hefur einhver heyrt þetta orð, eða annað haft um Caribbean? --89.160.147.231 21. maí 2009 kl. 20:46 (UTC)
En eru þetta þá ekki bara Vestur-Indíur? (þ.e. eyjarnar, strandlengjan og Bahamaeyjar + Turks og Caicos?) --Akigka 22. maí 2009 kl. 09:44 (UTC)