Spjall:Joseph Conrad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hann var pólskur - ekki breskur af pólskum ættum. Sbr. pólsku siðuna: brytyjski pisarz polskiego pochodzenia tworzący w języku angielskim. Í raun ætti að segja að hann væri pólverji sem skrifaði á ensku. Ef þetta fær að standa þá er Samuel Beckett franskur rithöfundur af írskum ættum. Osfrv. Gengur ekki upp. Gunnar Gunnarsson danskur rithöfundur af íslenskum ættum osfrv. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.220.9.225 (spjall) · framlög

Ekki alveg, því Conrad gerðist breskur ríkisborgari og var raunar breskur ríkisborgari lengur en hann var pólskur ríkisborgari. Ef við ætlum að kalla einhvern Íslending, Dana, Breta, Pólverja o.s.frv. hvað er þá betra en að miða einmitt við ríkisfang? Það er auðvitað ekki alltaf hægt t.d. þegar fjallað er um fólk sem var uppi á miðöldum eins og kannski Ingólf Arnarson, en það er vissulega hægt í tilviki sem þessu og hjá öllu nútímafólki. Conrad var breskur af því að hann gerðist breskur ríkisborgari. --Cessator 17:12, 7 maí 2007 (UTC)

Þetta stenst ekki. Joseph Brodsky skrifaði t.d. mest allt sitt á ensku og var orðinn bandrískur ríkisborgari 1980. Í ensku Wikipediu stendur: Joseph Brodsky (May 24, 1940 – January 28, 1996), born Iosif Aleksandrovich Brodsky (Russian: Ио́сиф Алекса́ндрович Бро́дский) was a Russian poet and essayist who won the Nobel Prize in Literature (1987).. Jájá, hann byrjaði sem rithöfundur á rússnesku og vann jafnframt henni líka á ensku, en hann er ekki bandríkjamaður samkvæmt þessu. Í ensku Wikipediu stendur um Conrad: Polish-born English novelist. Það er öllu ljúfara en að segja að hann hafi verið english novelist of polish ancestry... eða eitthvað slíkt. Hakarl 19:49, 7 maí 2007 (UTC)

Já, „pólskættaður“ er villandi. Hins vegar leggur enska wikipedian ekki línurnar fyrir okkur í einstökum tilvikum, það sem þar stendur getur verið villandi eða beinlínis rangt; m.ö.o. það sem stendur um Joseph Brodsky í ensku greininni ræður því ekki hvernig við eignum fólki þjóðerni. Spurningin er: við hvað ætlum við að miða þegar við eignum fólki þjóðerni? Er ekki ásættanlegt að miða við ríkisborgararétt? Mér finnst fáránlegt að hafna því; þá yrðum við líka að segja að íslenskir ríkisborgarar af erlendum uppruna séu ekki Íslendingar. Ætlum við í alvörunni að segja það? Ef ekki, þá er spurningin sú hvernig við getum breytt „pólskættaður“ án þess að segja að hann hafi verið pólskur rithöfundur eða Pólverji og þannig að það komi fram hað hann hafi verið Breti. Kannski pólskur Breti? Annars er íslenska orðalagið „af ... uppruna“ tvírætt (getur þýtt að viðkomandi sé ættaður frá öðrum stað eða hafi sjálfur verið annarrar þjóðar áður) og kannski gerir sú tvíræðni bara alls ekkert til. Enda verður það væntanlega skýrt í framhaldinu í greininni að hann hafi fæðst Pólverji og svo orðið Breti. --Cessator 20:05, 7 maí 2007 (UTC)

Já, ég þarf aðeins að hugsa þetta. Nokkuð til í þessu hjá þér. En af pólskum ættum finnst mér ekki nógu gott. Hakarl 20:13, 7 maí 2007 (UTC)

Tölum við ekki einmitt um pólska Íslendinga og þar fram eftir götunum? Hvað segja aðrir notendur um þetta? --Cessator 20:19, 7 maí 2007 (UTC)
Ég hef einmitt verið að velta þessu sama fyrir mér. En sökum þeirra röksemdarfærslna sem hér koma fram ákvað ég að leyfa „breskur rithöfundur af pólskum ættum“ að standa. Í öllu falli er mikilvægt að sá sem ekki þekkir vel til Conrads geti komið á síðuna og orðið þess fróðari að Conrad var Pólverji sem fékk breskan ríkisborgararétt og skrifaði á ensku. Eigum við ekki að bíða og sjá til... --Jabbi 22:39, 7 maí 2007 (UTC)
Ég held að „af pólskum uppruna“ sé heppilegra því það er nógu loðið til að geta einnig merkt að hann sjálfur hafi fæðst Pólverji en ekki bara að ættir hans hafi verið frá Póllandi. En helst ættum við að segja frá þjóðerni hans á nákvæmlega sama hátt og nýbúa á Íslandi sem hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Við skulum sjá hvort aðrir hafi ekki eitthvað um þetta að segja líka. --Cessator 00:11, 8 maí 2007 (UTC)