Spjall:Johann Peter Gustav Lejeune Dirichlet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Síðasta theorem Fermats[breyta frumkóða]

Hefur theorem almennt verið þýtt fyrir stærðfræði sem setning ? Það gilda nokkuð strangar reglur fyrir theorem í stærðfræði, og mér sýnist "setning" alls ekki ná því. --Jón Jósef Bjarnason 9. nóv. 2005 kl. 16:32 (UTC)

Já, setning er ágætis þýðing og er margoft notuð, stundum talað um kennisetningu líka. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. nóv. 2005 kl. 17:13 (UTC)
„Setning“ er ágætis þýðing á orðinu „sentance“, en fyrir theorem í stærðfræði er hún afleit. Þú segir þetta orð margoft notað í þessu samhengi, getur þú bent mér á hvar ?--Jón Jósef Bjarnason 9. nóv. 2005 kl. 20:37 (UTC)
Nei, ég hef ekki bækur og innihald þeirra á hraðbergi frekar en hver annar. Hinsvegar er orðið setning, ef þú skoðar orðabók, haft um reglur, boðorð og fyrirmæli. Þín skilgreining á orðinu setning er allt of takmörkuð, í málvísindum er talað um setningu sem strengur af orðum með ákveðna uppbyggingu. En ef orðið er takmarkað við þess skilgreiningu (sentence) hvað þýðir það þá, þegar talað er um „setningu Alþingis“ eða „setningu skipa“? Endilega skoðaði ritmálaskrá HÍ [1], þar finnur þú örugglega mörg dæmi um þessa notkun á orðinu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. nóv. 2005 kl. 21:05 (UTC)
Ég skal t.d. benda á stærðfræðiorðabókina [2], síðan myndi ég líka benda á RAUST sem er raunvísindatímarit hér á landi, hérna[3] er t.d. setning á sama hátt og theorem. Þetta er allaveganna eina orðið sem ég hef orðið var við sem þýðing á theorem.Erlendur 10. nóv. 2005 kl. 00:15 (UTC)
Skelfing er farið illa með íslenskuna í svona þýðingum, hún er gerð gagnslaus og jafnvel hjákátleg. Þýðingar á borð við þetta eru ekki gerðar af fólki sem er umhugað um málið. „Síðasta setning Fermats“, hljómar í eyrum nánast allra Íslendinga, sem andlátssetning mannsins ekki sem síðasta meiriháttar tilgáta Fermats sem átti eftir að sanna fullkomlega.
Merking orða ræðst af samhengi þeirra oft á tíðum, þetta er engin undantekning og ég sé enga leið til að misskilja þetta stórfenglega. Þótt svo að margir myndu gera þau mistök að halda að þetta eigi við lokaorð Fermats, þá er ekki hægt að skrifa þau svo hæglega á lélega þýðingu að mínu mati. Það er einfaldlega röng ályktun, alveg eins og það væri rangt að gera ráð fyrir að þetta ætti við síðustu niðursetningu í jurtagarði Fermats. Það er alveg jafn rangt að gera ráð fyrir að þetta eigi við andlátssetningu eins og niðursetningu. Að þessu undanskyldu hlýtur að vera augljóst að þessi þýðing er, eins og ég sagði, margoft notuð í heimspekiritum og stærðfræðiritum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. nóv. 2005 kl. 16:13 (UTC)
Að orðið sé notað þýðir ekki að það sé góð þýðing sem er hafin yfir gagnrýni, þeir sem þekkja efnið hljóta að sjá hve fáránlegt orðið er í þessu samhengi og hve lítið er gert úr kröfum sem gerðar eru til theorem. kjánalegar þýðingar af þessu tagi ber ávallt að gagnrýna í von um lagfæringu. Þetta frægasta theorem allra tíma á betra skilið en að vera kölluð setning, sé ekki hægt að þýða orðið, á að sleppa því og taka það inn í málið - það er nefnilega ólíklegt að Einar Ben hafði rétt fyrir sér, þegar hann sagði að til er orð á íslensku yfir allt sem hugsað er í veröldinni.