Spjall:Jarðfræði Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Almennar aths[breyta frumkóða]

Það er ekki vísað í neinar heimildir. Því þarf að kippa í liðinn. Svo vildi ég spyrja veit einhver hver þýðing plume er í en:Iceland plume (ekki þó skrautfjöður) ?

„Talið er að gliðnunin hafi hafist þar annað hvort þegar á krítartímabilinu, fyrir um 81 milljónum ára, tengt segulræmu 33, eða snemma á paleósen, fyrir um 61 milljón ára, tengt segulræmu 27.“

Það er kannski lítið mál fyrir jarðfræðinema við HÍ að átta sig á þýðingu segulræmu 33 og 27 en ekki mig.

--Jabbi 14. maí 2008 kl. 13:11 (UTC)

Þýðing á plume er möttulstrókur og það er því verið að tala um möttulstrókinn undir Íslandi. Hvað varðar segulræmur, þá er það vissulega óskiljanlegt hugtak þar sem ekki er búið að skrifa neitt um segulmælingar á jörðinni, sem hægt er að vísa í, svo það er einfaldast að kippa því bara út. Ég mun setja inn heimildir inn í greinina þegar ég hef tíma til þess, vonandi fljótlega. –Snaebjorn 15. maí 2008 kl. 09:51 (UTC)
Mér finnst þetta fantaflott grein. Skildi þetta nokkurn veginn allt saman, enda vel skrifað. Frábær mynd af rekbeltunum líka með góðum útskýringum. Segulræmur eiga væntanlega að fá sérgrein þar sem þær eru útskýrðar. Mig langar hins vegar til að spyrja hvort jarðsagan ætti heima sem kafli í greininni Jarðfræði Íslands, sbr. en:Geology of Australia og en:Geology of England t.d.). --Akigka 15. maí 2008 kl. 10:03 (UTC)
Takk kærlega fyrir það! Það væri líklegast ekkert vitlaust að hafa séryfirlitsgrein um jarðfræði Íslands. –Snaebjorn 15. maí 2008 kl. 10:20 (UTC)