Spjall:Jörundur hundadagakonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bra alt.svg
Greinin Jörundur hundadagakonungur er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.


Úff, hvernig væri að setja einhver kaflaskil í þetta?--Martewa 01:15, 30 des 2004 (UTC)


Er HM viss um að Jörgensen hafi verið dansk-enskur? Ég hef lesið allt sem ég hef getað komist yfir um þennan ágæta mann og aldrei fyrr hef ég séð þessu haldið fram. Ég vil þó ekki fortaka að svo geti verið, enda myndi það skýra hvers vegna hann var sendur til Englands ungur. En faðir hans var danskur, svo að ef þetta er rétt, þá var það móðirin sem var ensk. Hver er heimildin fyrir þessu?

Nokkuð viss já[breyta frumkóða]

Ég er viss, en það er mjög langt síðan ég las heimildina um þetta, og ég man ekki nákvæmlega hvar, líklega þó í bókinni Byltingin 1809 eftir Helga P. Briem. Það skýrir það einmitt, sem og hvers vegna hann tók svona miklu ástfóstri við Bretland, og allt sem breskt var, sem hann ku hafa gert. Mundi þó alls ekki hvort faðir hans eða móðir hafði verið bresk, en held þó að faðir hans hafi verið virtur maður í kaupmannahöfn, rak einhvers konar Bussiness sem hann hafi held ég tekið við af föður sínum, og viljað að sonur sinn tæki við, svo líklegast hefur móðir hans verið bresk. Þetta er staðreynd sem lítið er haldið á lofti, en ég tel þetta þó rétt, þó auðvitað hafi hann verið danskur að því leyti að hann var danskur þegn og ríkisborgari. Með bestu kveðju,

Höskuldur M

Takk fyrir þetta Höskuldur, mér eru þetta nýjar upplýsingar, en þær gætu verið réttar. Mér finnst samt að við eigum ekki að skrifa í Wikipediu eitthvað sem við erum "nokkuð vissir" um heldur eigum við að vera alveg vissir. Faðir Jörgensens var danskur úrsmiður, og meira að segja konunglegur slíkur, þ. e. með meðmæli sjálfs konungsins. Hann tók við af föður sínum og sonur hans, eldri bróðir Jörundar, tók við af honum. Sá hét Urban Jörgensen. Þeir voru af mjög virtri danskri úrsmíðaætt. Ég hef hins vegar hvergi getað fundið hvað móðir Jörundar hét, átt þú það einhvers staðar? Kveðja, Magnús Ó. Ingvarsson = --Moi 18:59, 29 des 2004 (UTC)


Strax eftir fréttirnar skrapp ég á bókasafn og náði mér í góð rit. Íslandskóngur, sjálfsævisaga Jörundar hundadagakonungs, R. 1974, Trausti Ólafsson þýddi; og Jörundarsaga eða Saga Jörundar hundadagakóngs eftir Jón Þorkelsson (líklega þjóðskjalavörð, Jón forna, sem kallaður var). Fyrra ritið var algjörlega gagnslaust í þessu sambandi, Jörundur nefnir ekki móður sína og líklega kemur orðið „móðir“ hvergi fyrir í því riti. En seinna ritið tekur af allan vafa. Þar segir á blaðsíðu 16 - 17: „Jörundur hundadagakóngur, ... var danskur að ætt og kominn af góðu fólki í Kaupmannahöfn ... . Jörundur hét faðir hans og var Jörundarson ... Hann var úrameistari Danakonungs og heiðursmaður í hvívetna. En kona Jörundar úrsmiðs og móðir Jörundar hét Anna Leth og var hún dóttir Urbans Brúns jústizráðs og amtsráðsmanns í Krosseyri í Danmörku.“ Þetta tel ég mjög trausta heimild. Þess vegna tók ég út að hann hefði verið dansk-enskur og fullyrði að það sé ekki rétt. Kveðja, Magnús Ó. Ingvarsson, --Moi 20:52, 29 des 2004 (UTC)


Massagrein[breyta frumkóða]

Þessi grein er orðinn algjör humall. Eina sem ég sakna eru myndir. Það er einhversstaðar til málverk af karlinum minnir mig. Auk þess fræg teikning sem sögð er eftir hann sjálfan af dansleik í Reykjavík. Eins myndir af Newgate fangelsinu og fleiri atriðum sem minnst er á í greininni. En mætti þetta ekki verða ný úrvalsgrein á forsíðu?--Akigka 10:29, 31 des 2004 (UTC)

Staðsetning greinar[breyta frumkóða]

Spurning hvort á að hafa hana hér eða á Jörundur hundadagakonungur, nú þekkja hann flestir undir því síðarnefnda en á hinn bogin gerði hann margt annað en að vera "konungur" íslands um stund. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 11:11, 31 des 2004 (UTC)

Myndir af Jörundi[breyta frumkóða]

Til er dálítið af myndum af karlinum Jörundi, en ég held að það séu allt saman sjálfsmyndir. Hann var sæmilegur teiknari og teiknaði myndir af sjálfum sér við hin ýmsu tækifæri og birti í ritum sínum. Líklega er engin þeirra til á netinu, en það er spurning hvort einhver væri til í að skanna slíka mynd (ef það má?) til dæmis úr bókinni Jörundur hundadagakongur eftir Rhys Davies, Bókfellsútgáfan hf, Reykjavík, 1943. Einnig birtist sjálfsmynd af honum í Tímanum þann 25. júlí 1976 á bls. 8. --Moi 16:28, 25 feb 2005 (UTC)

Ef það er sjálfsmynd af honum átti hann sjálfur höfundarétt af henni, útgefendur bókarinnar eiga ekkert frekar rétt á henni en ég ætti rétt á þínum verkum ef ég tæki ljósmynd af þeim og gæfi þau út, þannig það er í lagi að nota það. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:36, 25 feb 2005 (UTC)

Ákvað að flytja síðuna[breyta frumkóða]

Ég flutti síðuna á Jörundur hundadagakonungur, eftir langa umhugsun. Ástæðan er sú, að hann er þekktur undir því nafni hér á landi og vafalaust yrði hans leitað með því að slá það inn þannig. Einnig finnst mér eðlilegt að í íslensku Wikipediu sé hann skráður að íslenskum hætti, en að sjálfsögðu getið um rétt nafn hans, eins og hér er gert í inngangi. --Moi 16:48, 25 feb 2005 (UTC)

Jürgensen[breyta frumkóða]

Í ævisögu hans stendur að rétt nafn hans sé "Jürgensen", er það villa eða? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 09:06, 27 feb 2005 (UTC)

Já og nei. Höfum í huga að hann var að skrifa sjálfsævisögu sína á ensku. Líklega hefur þýski stafurinn ü verið kunnari enskumælandi fólki en danski stafurinn ö. Einnig er á það að líta, að stafsetning var ekki heilög á þessum tíma eins og hún er nú, hvorki í íslensku né öðrum málum. --Moi 11:56, 27 feb 2005 (UTC)

Fæddur í köben[breyta frumkóða]

Það stendur í sjálfsævisögu hans sem ég er að fara í gegnum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 09:19, 27 feb 2005 (UTC)

Villur[breyta frumkóða]

Það er stór villa í þessari grein. Jörgen varð aldrei konungur. Fyrst reyndi hann að fá Ísleif Einarsson yfirréttardómara til að taka að sér embætti stiftamtmanns í staðinn fyrir Trampe greifa. Ísleifur sagði nei og þegar Magnús Stephensen dómstjóri sagði líka nei tók Jörgen völdin en lagði áherslu á að völd hans væru tímabundin. Hann vildi ekki einræði(einvalda konung) heldur lýðræði. Hann kallaði sig aldrei konung heldur "Alls Íslands Verndari og Hæstráðandi til Sjós og Lands"

Til samanburðar, er þessi verndara- og hæstráðandatitill svotil sami titill og Oliver Cromwell tók sér í Englandi hálfri annarri öld áður, og ég held ekki að nokkur hafi kallað hann konung, svo með sömu rökum ætti ekki að kalla Jörgen konung heldur. En mig grunar reyndar að hundadagakóngs-nafnið sé uppnefni - og Jörundarnafnið reyndar líka. Sjá greinina "Reykjavík um aldamótin 1900" eftir Benedikt Gröndal, í neðanmálsgrein s. 83, í Eimreiðinni, 6. árgangi, tbl. 1.-2., þar sem segir: "Jörgensen var aldrei nefndur »Jörundur«, og aldrei »hundadagakóngur«, svo nokkuð yrði algengt; hvorki Jón Espólín né Finnur Magnússon (í Sagnablöðunum) nefna hann svo, en ætíð »Jörgensen«, en Jörundarnafnið og hitt er upp fundið af hinum yngri íslendingum, og eiga þau nöfn engan rétt á sér."--Vésteinn (spjall) 1. desember 2012 kl. 09:16 (UTC)