Spjall:Jón Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hér er dálítið vandamál, hvernig á eiginlega að aðgreina þá Jón og Jón? Báðir hafa þeir verið seðlabankastjórar og báðir ráðherrar, meira að segja í sama ráðuneytinu! Það er spurning um að nota núverandi starfsheiti þeirra Jón Sigurðsson (ráðherra) og Jón Sigurðsson (aðalbankastjóri) eða kalla Jón hinn fyrri (fyrrum ráðherra). Kannski kenna þá við þá flokka sem þeir voru/eru ráðherrar fyrir. --Bjarki 2. júlí 2006 kl. 14:15 (UTC)

Hvað með fæðingarár? --Sterio 2. júlí 2006 kl. 14:26 (UTC)
Það er möguleiki að aðgreina þá með fæðingarári, en þeir eru samt fæddir með fimm ára millibili, svo hinn almenni borgari getur ruglast. Sting upp á að aðgreina þá með fæðingarárum og setja svo {{Aðgreiningartengill1}} efst í hvora greinina fyrir sig og vísa fólki þannig milli greinanna tveggja. --Jóna Þórunn 2. júlí 2006 kl. 14:39 (UTC)
Óvitlaust. --Bjarki 2. júlí 2006 kl. 16:27 (UTC)
Samþykkur. En varðandi þetta vandamál almennt, þá hef ég smátt og smátt verið að komast á þá skoðun að sniðugast sé að nota alltaf fæðingar- og (ef svo ber undir) dánarár til að aðgreina alnafna. Eins og einhver benti á fyrir þó nokkru síðan, þá getur sami maður verið þekktur af fleiri en einu starfi og sumir alveg eins af tómstundadútli eða einstakri uppákomu og er í raun afstætt, hverjum finnst hvað vera merkilegast. Ártöl eru hlutlaus hvað þetta varðar, segja bara á hvaða tímabili viðkomandi var uppi. Í öllum alfræðiritum og æviskráasöfnum sem ég man eftir í svipinn koma þessi ártöl strax á eftir nafninu og eru því í raun fyrsta aðgreiningaratriðið fyrir viðkomandi grein. EinarBP 2. júlí 2006 kl. 22:45 (UTC)

Ekki sama hvort það er Jón eða Jón forseti[breyta frumkóða]

Ég tel að flestir sem leita að Jóni Sigurðssyni séu að leita að Jóni forseta. Ég hef lítið annað fyrir mér í þessu en hyggjuvitið ásamt smá dassi af þjóðrembu (hjálpi mér allir). Sumsé legg ég til að Jón Sigurðsson verði ekki aðgreiningarsíða heldur síðan um Jón forseta og upp verði "Jón Sigurðsson getur einnig átt við (aðgreiningarsíða)". --Jabbi 21. janúar 2008 kl. 15:14 (UTC)

Tja, ef einhver þeirra fengi að vera í fyrirrúmi þá væri það Jón forseti. En svo er líka mögulegt að gera eins og stundum er gert á ensku og feitletra aðalmerkingu flettunnar á aðgreiningarsíðunni. Þá fær sá tengill aðeins meiri undirstrikun þótt hann sé áfram á aðgreiningarsíðu. Veit samt ekki hvort það er neitt vit í því hér. --Cessator 21. janúar 2008 kl. 15:22 (UTC)
Nema að einhver mótmæli hér þá færi ég síðuna.... --Jabbi 22. janúar 2008 kl. 15:10 (UTC)
Ég mótmæli hér með. Það eru amk tveir Jón Sigurðsson sem eru mikið í umræðunni núna. Ég held þeir séu ekkert minna þekktir en sá gamli. Væri reyndar gaman að gera á því könnun hversu margir Íslendingar vita yfirhöfuð hver hann var. --Akigka 22. janúar 2008 kl. 15:14 (UTC)
Ekki ætla ég að þröngva mínum preferens á þig Akigka en ég rökstyð tillögu mína með eftirfarandi (1) Frá sögulegu sjónarmiði er Jón Sigurðsson klárlega einhver mikilvægasti einstaklingur í íslenskri sögu. (2) Þeir tveir Jónar sem þú ert að tala um og réttilega eru markverðir útaf fyrir sig eru væntalega Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknar og Jón Sigurðsson núverandi varaformaður Bankaráðs Seðlabankans og bankastjóri einhvers þróunarbanka. Þeir eru ekki (lengur) fyrirferðamiklir í umræðunni. Kveðja --Jabbi 22. janúar 2008 kl. 15:24 (UTC)
Nafnið er því miður og algengt Jabbi, þ.a. ég held við verðum að hafa aðgreiningu! Þeir sem eru að leita að þjóhetjunni leita að Jóni forseta ;)Thvj 22. janúar 2008 kl. 15:28 (UTC)
Ég geri mér grein fyrir því að nafnið er algengt. Það yrði áfram aðgreining, eins og er t.d. hjá nafna hans. --Jabbi 22. janúar 2008 kl. 15:35 (UTC)
Já, það verður alltaf aðgreining. Spurningin er hvort hún eigi að heita Jón Sigurðsson eða Jón Sigurðsson (aðgreining) þannig að þjóðhetjan geti fengið plássið Jón Sigurðsson fyrir sig. --Cessator 22. janúar 2008 kl. 15:39 (UTC)
Er þá sú regla í gildi að sá „mikilvægari“ teljist eiga að fá greinarheitið? Ég gæti fallist á það ef hann væri jafnframt sá „þekktari“ (því greinarheiti eiga jú oftast að vísa á það sem flestir byggjust við að finna þar) en ég er bara alls ekki viss um að Jón forseti sé þekktari en Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins... Kannski viss svartsýni hjá mér, ég veit það. --Akigka 22. janúar 2008 kl. 16:08 (UTC)
Ég held að sá mikilvægari eða þekktari megi fá greinarheitið ef munurinn er mjög mikill. Ég held að þú sért óþarflega svartsýnn um frægð Jóns forseta. En það má samt deila um hvort hann eigi að fá greinarheitið í þessu tilviki. Svo er líka hægt, eins og ég nefndi hér að ofan, að undirstrika mikilvægi einhvers á aðgreiningarsíðum með feitletrum (eins og er t.d. gert hér og hér). --Cessator 22. janúar 2008 kl. 16:13 (UTC)
Ég held að það verði að muna mjög miklu á frægð viðfangsefnanna áður en það er gert upp á milli þeirra með þessum hætti. Mér sýnist að þetta sé aðallega gert þegar eitt fyrirbrigði heitir eftir öðru, sjá t.d. Ásgarður (aðgreining) þar sem hinn uprunalegi Ásgarður úr goðafræðinni fær aðalsíðuna en þeir staðir sem nefndir hafa verið eftir honum eru listaðir á aðgreiningarsíðu. Mér finnst alveg óþarft að gera upp á milli manna með þessum hætti. --Bjarki 22. janúar 2008 kl. 17:23 (UTC)

Er ráð að kjósa um þetta? --Jabbi 22. janúar 2008 kl. 16:03 (UTC)

Þrjár leiðir:

  1. Breyta engu
  1. Samþykkt Samþykkt Thvj 22. janúar 2008 kl. 17:10 (UTC)
  2. Samþykkt Samþykkt --Bjarki 22. janúar 2008 kl. 17:23 (UTC)
  1. Gera Jón Sigurðsson að síðunni um Jón forseta og láta aðgreiningartengil efst
  1. Samþykkt Samþykkt --Jabbi 22. janúar 2008 kl. 17:07 (UTC)
  1. Feitletra "Jón Sigurðsson (1811-1879), sjálfstæðishetja" á aðgreiningarsíðunni