Spjall:Isaac Newton

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Óska eftir því að nafnið á þessari grein verði breytt í Isaac Newton. Það er betra að hafa skírnarnafn með ef ske kynni að fleiri sem hafa sama eftirnafn bætast við greinasafnið.

Sammála, þessi grein ætti að fjalla einungis um eininguna Newton --ojs 17:37, 5 Jul 2004 (UTC)

Einingin njúton/Newton[breyta frumkóða]

Íslenska heitið á einingunni "Newton" er njúton.

Ég hef aldrei heyrt það. Er einhver heimild fyrir þessu? T.d. kennslubók? --Cessator 22:01, 25 desember 2006 (UTC)
Já, fjöldinn allur af eðlisfræðikennslubókum á íslensku. Hef ekki nafn á neinni, en mér finnst það engu máli skipta, því að þetta er vissulega „sannreynanlegt“. --Mói 22:13, 25 desember 2006 (UTC) Ennfremur Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags, margir árgangar, en 131. árgangur, 2005, bls. 87 sem dæmi. --Mói 22:42, 25 desember 2006 (UTC)
Ef fordæmi eru fyrir þessu á íslensku ætti tvímælalaust að notast við þá þýðingu, og hafa hana sem aðal síðuna- þ.e.a.s. að hafa tilvísun frá "Isaac Newton" yfir á "Ísak Njúton", og það sama gildi líklega um Newton sem eining, eða er ég eitthvað úti að aka með þetta? --Baldur Blöndal 22:46, 25 desember 2006 (UTC)
Já, mér finnst það. Ef heiti einingarinnar er skrifað svona, þá það, en nafni mannsins myndum við aldrei breyta, enda breytum við alla jafna ekki nöfnum annarra Englendinga eða fólks af öðru þjóðerni; og ef dæmi fyndust um slíkt, þá væru það undantekningar en ekki reglan, enda engin almenn regla fyrir hendi sem hægt er að fylgja í þessum efnum. Ég er mjög á móti því að fara að breyta nöfnum fólks en mér er meira sama um heiti einingarinnar. --Cessator 02:01, 26 desember 2006 (UTC)
Ég hef aldrei séð nafn Newton íslenskað með þessum hætti, hinsvegar hef ég séð eininguna þýdda. Hinsvegar hef ég alla mína skólagöngu vanist Newton (sem passar við styttinguna N). Sama á við um Joule (J) reyndar, það er stundum þýtt júl en ég er vanur óþýddu útgáfunni. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 00:25, 26 desember 2006 (UTC)

Tilvísun[breyta frumkóða]

Mér þætti eðlilegast að Newton vísaði á Isaac Newton, en ekki á SI-eininguna njúton. Thvj 12. apríl 2008 kl. 07:16 (UTC)

En mælieiningin er oft skrifuð Newton á íslensku og því er líklegt að þetta fyrirbyggi misskilning. --Akigka 12. apríl 2008 kl. 12:36 (UTC)
Það er rétt, en til að gæta samræmis við aðra "fræga kalla" á wikipediu, þá nægir yfirleitt að slá inn ættarnafnið í leitargluggann, til að fá upp greinarnar um þá. Því fer best á því að hafa tilvísunina beint í Newton sjálfan. Thvj 12. apríl 2008 kl. 12:50 (UTC)
Það getur verið, en þá þarf að vera aðgreiningartengill efst í greininni um Isaac Newton sem vísar bæði á mælieininguna og á aðgreiningarsíðu myndi ég segja (því það er auðvitað fullt af öðrum hlutum sem heita Newton). --Akigka 12. apríl 2008 kl. 13:10 (UTC)