Spjall:Ingibjörg H. Bjarnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hreingernig[breyta frumkóða]

Ég hef gert talsverðar breytingar á síðunni til þess að hún falli betur að viðmiðum Wikipediu að góðum greinum. Umvandarinn hefur skrifað mikið af greininni en ýmislegt er ekki við hæfi, eins og t.d. að vísa ávallt til Ingibjargar sem „fröken Ingibjörg”. Ég ætla því að rúlla aftur breytingum hans og bið hann vinsamlegast um að tilgreina hér hvað hann hefur á móti breytingum mínum. --Jabbi (spjall) 16. júní 2015 kl. 20:41 (UTC)


Þeir sem þekkja til fröken Ingibjargar, ekki hvað síst nánasta fjölskylda hennar, vita að hún var alltaf nefnd fröken Ingibjörg og það í virðingarskyni - ekkert óviðeigandi og sjálfsagt að halda því á lofti þar sem verið er að segja frá og sýna stórmennið og andrúmið sem fylgdi. Þú ert kannski ekki nægilega kominn á aldur til að þekkja það ? Hún var jafnan ávörpuð þannig nema ef titlatog Alþingis væri notað, sem Jón Ólafsson, tengdafaaðir bróður hennar dr. Ágústs H. Bjarnason, kom á á þeim vetttvangi.

Þetta er gott og blessað en breytir því ekki að það er ekki við hæfi að halda þessu áfram í almennri umfjöllun í Wikipediu. Þess utan grunar mig að all margir hafi verið ávarpaðir herrar, fröken, frú, maddamma, o.s.frv. en Wikipedia sleppir því. Ég vona að þú sért sáttur við breytingarnar. Í sumum tilfellum, þegar ég gat ekki almennilega unnið úr þeim, lét ég upplýsingar komnar frá þér innan athugasemda, þannig að þær eru ekki farnar en eru nú ósýnilegar. --Jabbi (spjall) 16. júní 2015 kl. 21:04 (UTC)

Wikipedia er ekkert að sleppa því þegar um fyrirmenni er að ræða, þingmenn, forseta þinga, herra (e. lord/sir), HRH og svo framvegis..... En þú ætlar þér að hlusta ekki á það og munt fara sem jarðýta á þetta greinilega í heilagri visku þinni og hlustar ekki. Auðvitað var ekki óalgengt að ávarpa á þennan veg oft eins og þú nefnir, en hér er ekki um neinn meðaljón að ræða þegar fröken Ingibjörg á í hlut. Það báru nánast allair nánast óttablandna virðinguy fyrir henni. Hún átti salinn hvar sem hún kom svo maður nefni hliðstæður nútímans.

Ég tek undir með Jabba, það skiptir engu máli hvernig Ingibjörg var titluð í lifandi lífi, wikipedia er alfræðirit og ef það er alfræðiefni að hún hafi almennt verið titluð fröken Ingibjörg þá nægir að nefna það á einum stað og eingöngu ef það hefur eitthvað alfræðilegt gildi. Wikipedia á að vera hlutlaus í frásögnum sínum af fólki. Ef eins og þú nefnir einhver var doktor sem dæmi þá er það eingöngu nefnt á einum stað en ekki í hvert skipti sem viðkomandi er nefndur á nafn. Þó eru til undantekningar á þessu en um titla byggða á menntun eða embætti gilda önnur lögmál en hvað fólk var/er kallað, jafnvel þótt það hafi verið kallað það af öllum nákomnum viðkomandi. Bragi H (spjall) 16. júní 2015 kl. 21:39 (UTC)