Spjall:IPod

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hvað segja íslensku- og málfræðiáhuga menn um nafn á vöru (sérnafn?) sem framleiðandi ætlast til að annar stafur sé hástafur en fyrstistafur lástafur? Væntanlega ætti þetta ekki að hafa áhrif á að fyrsti stafur málsgreinar sé ávallt stór? Er iPod kannski ekki sérnafn?Orri 7. maí 2006 kl. 11:14 (UTC)

Jú, iPod er að sjálfsögðu sérnafn, en orðið er notað opinberlega af Apple með stafsetningunni „iPod“ í öllum stöðum, hvort sem er á íslensku eða ensku. Ensk málfræði kveður jú einnig almennt á um að sérnöfn séu rituð með stórum staf, ásamt fyrstu orðum málsgreina. Ég lít hins vegar svo á að hástafasetning orðsins sé hluti af stafsetningu þess – orðið kemur jú þannig frá framleiðandanum og er skrásett vörumerki – og því eigi ekki að breyta henni NEMA IPOD KOMI FYRIR Í SETNINGU EINGÖNGU MEÐ HÁSTÖFUM ;) . – Krun 7. maí 2006 kl. 12:33 (UTC)
Þetta er spurning um vörumerkjun. Þó svo að þetta sé strangt til tekið málfræðilega rangt, þá er þetta nafn vörumerkisins, og því verðum við að lúta því. Annars þyrftum við að neita að rita Coca-Cola þar sem að C er ekki til í Íslensku; fáum okkur nú Kóka-Kóla og ís og skrifum iPod eins og það á að gera það. --Smári McCarthy 7. maí 2006 kl. 12:37 (UTC)
C er til í íslensku, það er bara almennt ekki notað til að skrifa íslensk orð. En það er til í „extended“ útgáfu stafrófsins ef þannig má að orði komast og er notað til að skrifa eiginnöfn af erlendum uppruna og raunar eitt og eitt íslensk eiginnafn líka. --Cessator 7. maí 2006 kl. 17:00 (UTC)
Eitthvernvegin hafa þeir nú náð að hafa titilinn iPod á ensku wikipedia. --Steinninn 12:51, 7 maí 2007 (UTC)
Jæja, mér tókst það, hvernig líst fólki á? --Steinninn 10:00, 8 maí 2007 (UTC)