Spjall:Iðnó (aðgreining)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Spjall:Iðnó)
Jump to navigation Jump to search

Ég hef aldrei (og þó stundað þar nám) heyrt Iðnskólann í Reykjavík kallaðan Iðnó. Alla mína hunds- og kattartíð hefur Iðnó aðeins átt við um hús Iðnaðarmannafélagsins við Tjörnina sem lengst af var einfaldlega leikhús þótt fyrstu árin hafi verið þar skóli. --Akigka 18. september 2007 kl. 11:44 (UTC)

Tímar breytast. Ég heyri aldrei neitt annað, á meðal unglinga, en Iðnó. Ég leyfi mér að vitna í huga.is sem að er með umfjöllun um skólan og þá kemur orðið fyrir. "Okey ætla bara að segja að Iðnó er...". Eitthvað sem ég fann í fljótu bragði á Google. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. september 2007 kl. 11:54 (UTC)
Ég er með Akigka í þessu, amk þurfum við að bæta við aðgreiningartengli á það líka. --Stalfur 18. september 2007 kl. 11:55 (UTC)
Raunar sýnist mér að fyrsti eiginlegi Iðnskólinn í Reykjavík hafi verið í húsinu við Lækjargötu, við hliðina á hinu. Ég held að Iðnó hafi verið reist einfaldlega sem samkomuhús, líkt og Versalir síðar meir, og hafi aldrei verið beinlínis hugsað sem skólahús. Iðnó var reist 1896 og fyrsta leiksýningin fór þar fram 1897. Iðnskólinn í Reykjavík var stofnaður 1904 (kennsla hafði farið fram á ýmsum stöðum allt frá 1869) og Gamli iðnskólinn við Lækjargötu var reistur 1906. Ég held ekki að hann hafi nokkurn tíma verið kallaður Iðnó, enda átti það orð alltaf við um samkomuhúsið - ekki skólann. --Akigka 18. september 2007 kl. 11:56 (UTC)
Ég er að tala um í dag. Var ekki uppi fyrir hundrað árum svo ég veit ekkert um þann tíma. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. september 2007 kl. 11:58 (UTC)
Tímarnir geta vissulega breyst, en Iðnó er ákveðið hús í mínum huga og (býst ég við) flestum minna jafnaldra og eldri, að minnsta kosti. Rétt aðferð væri því að hafa grein um þetta hús undir Iðnó - og þá aðgreiningartengil efst, ef þú ert ákveðinn í því að nemendur Iðnskólans séu farnir að nota það um skólann sinn. Svo eru líka fleiri iðnskólar - er 'Iðnó' notað um þá líka? --Akigka 18. september 2007 kl. 12:01 (UTC)
Það er ekki enn til grein um hús félagsins. Veit bara um tvo Iðnó; RVK og Hafnafyrð. Hef ekki heyrt talað neitt um Iðnskólan á Akureyri svo ég veitt ekki um hann, reikna samt með því. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. september 2007 kl. 12:10 (UTC)
Það er til heimasíða fyrir Iðnó (www.idno.is) þar sem er smáumfjöllun um sögu hússins. Svo er stiklað á stóru í sögu Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur og Iðnskólans í Reykjavík hér. --Akigka 18. september 2007 kl. 12:20 (UTC)
Og til að halda þessu áfram (því ég hef sjálfur alltaf ruglast á þeim) þá er Búnaðarfélagshúsið (Lækjargata 14b sá hluti sem stendur nær tjörninni, en Gamli iðnskólinn (Lækjargata 14) sá hluti sem stendur fjær og er með fallegum turni á horninu. Bæði húsin voru teiknuð af sömu arkitektum og reist 1906. --Akigka 18. september 2007 kl. 12:29 (UTC)
Ég myndi hafa aðgreiningarsíðuna á Iðnó (aðgreining) og láta Iðnó vísa á grein um hús Iðnaðarmannafélagsins. Cut the pie any way you like, það er og verður í náinni framtíð aðalmerking orðsins. --Cessator 18. september 2007 kl. 14:59 (UTC)
Me like pie. Crystal Clear app amor.png --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. september 2007 kl. 15:38 (UTC)