Spjall:Hundur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Tenglar á Vísindavefinn[breyta frumkóða]

Ok, ég elska líka vísindavefinn, en er þetta ekki of mikið af tenglum? Eru til eitthver viðmið um hversu marga tengla ein grein má hafa? --Steinninn 4. desember 2007 kl. 02:11 (UTC)

Nei, það eru ekki til nein sérstök viðmið. En fyrir þann sem er að leita upplýsinga um hunda, þá eru þetta raunverulega gagnlegir tenglar á vefsíðu sem er almennt vel treystandi. Þeir eru ekki fyrir neinum, svo ég legg til að við höldum þeim lesendanna vegna. Og svo, þegar það verða til sérhæfðari greinar um hunda, þá má alltaf færa viðeigandi tengla á þær síður. --Cessator 4. desember 2007 kl. 05:55 (UTC)

Hvernig er það, þegar svona mikið er af tenglum - er ekki hægt að hafa nokkra tengla á síðunni sjálfri (þá mikilvægustu) og hafa svo hina á annarri flettu - einsog þegar vísað er í aðalgrein - þ.e.a.s. aðra sér síðu fyrir tenglasafn (Hundur (tenglar) - eða eitthvað slíkt)? Eða er ekki mælt með því? --85.220.94.85 4. desember 2007 kl. 05:30 (UTC)

Það eru ekki til nein tenglasöfn. --Cessator 4. desember 2007 kl. 05:55 (UTC)
En gefum okkur fræðilega, að það safnist upp 100 tenglar, allir mjög ýtarlegir og án endurtekningar þ.e.a.s. allt góðir tenglar. Hvað er þá gert? Eru þeir settir í drop-down töflu eða hvað? --Baldur Blöndal 5. desember 2007 kl. 01:29 (UTC)
Ef greinin er stutt, þá hlítur að eiga að fækka tenglunum undir 100. --Steinninn 15. janúar 2008 kl. 00:44 (UTC)

Eru efni þessara tengla ekki í raun eitthvað sem má fella inn í greinina og nota sem heimildir? Ég hef alltaf litið svo til að (sumir) tenglar væru í raun svona hálfgert fóður fyrir verðandi höfunda, og að þeir séu til staðar (sumuir alltént) til að breyta í heimildatengla. --85.220.86.38 15. janúar 2008 kl. 00:51 (UTC)

Ég myndi segja það - þ.e. fella þá inn í greinina ef þeir eiga við (ef þeir eiga ekki við þá er eins gott að eyða þeim). Mig minnir að enska wikipedia hafi verið með e-k viðmið þannig að hlutfallið milli tengla og greinar ætti að vera eitthvað ákveðið eðlilegt hlutfall af greininni - t.d. 1:5 eða e-ð slíkt. Finn það samt ekki í svipinn. --Akigka 15. janúar 2008 kl. 01:05 (UTC)
Guidelines ensku wikipediu eru hér. --Akigka 15. janúar 2008 kl. 01:08 (UTC)

Er ekki allt í lagi þó þarna séu margir tenglar einsog er. Kannski tekur einhver duglegur sig til og skrifar upp úr þessu magnaða grein og notar þetta sem heimildir. Það ætti kannski að fara setja út á svona tenglaflóð eftir svona 5 ár, þegar íslenska wikipedia er orðin stór. --85.220.86.38 15. janúar 2008 kl. 01:16 (UTC)

Ég endurtek bara það sem ég sagði hér að ofan: Þessir tenglar eru afar gagnlegir fyrir einhvern sem er að leita upplýsinga um hunda og þeir tengja á vefsíðu sem er almennt vel treystandi. Þeir eru líka ekki fyrir neinum. Að sjálfsögðu mætti nota greinarnar sem tengt er í sem heimildir til að bæta greinina. En ef það er gert, þá verður þeim tenglum einmitt ekki eytt. --Cessator 15. janúar 2008 kl. 01:29 (UTC)
Fyrir eitthverjum, það er athyggilsvert. Jú, á sinn hátt eru þeir fyrir mér, þó það sé ekki nógu lýsandi fyrir það hvað þeir eru. Þeir eru ljótir. Ef þeir gætu verið gagnlegir fyrir komandi penna þá ættu þeir heima á spjallinu, það er ekki næg ástæða. Wikipedia er ekki safn tengla (Las þetta vitlaust).
Hvað með að hafa bara tengil á Vísindavefurinn Hundar? Sami árángur, munurinn er að fleiri verða sáttir við þann kost. --Steinninn 15. janúar 2008 kl. 05:47 (UTC)
Nei, það er ekki í lagi að hafa tengil á leitarniðurstöður einhvers staðar. Það sem átter við með að Wikipedia sé ekki tenglasafn er að greinar eiga ekki að vera bara tenglahrúga og á ekki að tengja í hvað sem er. Þessi grein er ekki heldur bara tenglasafn, greinin er að vísu ekki löng en síðan inniheldur jú samt meira en tenglasafn.. Og hér er líka verið að tengja í vel þekktan og traustan vef sem hefur þann tilgang að fræða lesendur sína; það er ekki verið að tengja í hvað sem er t.d. í bókagagnrýni í Víkurfréttum frá 1958, sem telst alls ekki jafngóð heimild um eitt eða neitt. Ef það fer svona svakalega fyrir brjóstið á þér að greinin sé stutt en með marga tengla, þá skal ég bæta hana um helgina og auka við hana efni. --Cessator 15. janúar 2008 kl. 12:18 (UTC)
Ég er sammála Steini um að hafa bara einn tengil í Vísindavefinn, það er engin ástæða að hafa svona marga tengla í sömu heimild ein og í þessari grein! --Eins og er lítur greinin óneitanlega út eins og tenglasafn fyrir Vísindavefinn. Thvj 15. janúar 2008 kl. 18:58 (UTC)
Þetta er ekki allt sama heimildin ekki frekar en ólíkar blaðagreinar í Mogganum eru allar sama blaðagreinin. Þetta eru ólíkar heimildir um ólíka hluti, eftir ólíka höfunda en á sama vefnum. --Cessator 18. janúar 2008 kl. 13:14 (UTC)
Mér persónulega finnst það ekki saka mikið að hafa þetta. Kannski mætti fella þetta niður í svona kassa? Allar vísindavefsgreinarnar? --Baldur Blöndal 18. janúar 2008 kl. 15:53 (UTC)
Eða! Eða hvað um það að "sortera" út mikilvægustu tenglana (það hlýtur að vera hægt að dæma um það) og skrifa fyrir neðan "==Tenglar==" hausinn ":Fyrir fleiri tengla tengum „hundum“ má smella hingað." og þar væru allir hinir tenglarnir? --Baldur Blöndal 18. janúar 2008 kl. 16:01 (UTC)
Nei, það gengur ekki! Við getum ekki búið til grein sem er safn af tenglum, enda er wiki ekki tenglasafn! Það er heldur engin ástæða til að vera með þetta ítarlega teglasafn Vísindavefsins í greininni, við verðum að ég held að takmarka okkur við ákveðna tengla sem eiga beint við efni greinarinnar! Mín tillaga er að skera teglasafnið verulega niður. Thvj 18. janúar 2008 kl. 20:20 (UTC)
Sammála því að vera ekki með sér síðu fyrir tengla. En ég sé ekki að það sé nauðsynlegt að fækka tenglunum í Vísindavefinn. Það er í fyrsta lagi einfaldlega rangt að þetta séu allt tenglar í sömu heimildina. Í öðru lagi eru þetta viðeigandi tenglar sem tengjast efni greinarinnar. Í þriðja lagi eru þetta tenglar sem tengja í trausta vefsíðu sem hefur þann tilgang að fræða lesendur sem hún hefur gert við góðan orðstír frá upphafi og hún hefur þann kost að gera það á íslensku. Það er því ekki eins og þetta séu tenglar í eldgamlar blaðagreinar í gegnum veituna Tímarit.is. Í fjórða lagi eru tenglar ekki fyrir neinum; þeir eru ekki truflandi fyrir lesanda meginmálsins enda eru þeir neðst á síðunni. Í fimmta lagi er greinin núna orðin yfir 20 kb og því ekki nærri því eins mikið ójafnvægi og var áður. Það má líka lengja hana enn meira með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Ég legg því til að við látum tenglana bara eiga sig, enda hvort sem er enginn regla sem segir að nákvæmlega svona margir tenglar séu of margir. Og það er líka engin regla á móti mörgum tenglum með óljósan fjölda þeirra í huga. Það eina sem gengur ekki er að síður séu einungis tenglasöfn og að tenglar séu óviðeigandi annaðhvort af því að þeir koma efni greinarinnar alls ekki við eða af því að síðan sem tengt er í verðskuldar ekki tengil t.d. bloggsíður einstaklinga o.s.frv. Ekkert slíkt á við hér. --Cessator 18. janúar 2008 kl. 20:51 (UTC)
Nei ég held við neyðumt til þess að fækka tenglunum, fjöldinn hefur því miður farið fyrir brjóstið á of mörgum! Enda er alveg nóg að vísa með einum tengli í Vísindavefinn, menn geta síðan haldið áfram leitinni á þeim ágæta vef. Thvj 18. janúar 2008 kl. 20:55 (UTC)
Í fyrsta lagi, hvað hefur hann „farið fyrir brjóstið á“ mörgum? Þér og Steininum greinilega. En ég og a.m.k. einn annar sem hefur tjáð sig hér (IP-tölu notandi) höfum sagt að okkur finnist þetta í lagi. Aðrir eins og BiT og Akigka hafa alls ekki sagt að tenglarnir hafi „farið fyrir brjóstið á þeim“. Við skulum bara leyfa þeim að tjá sig sjálfir um sínar skoðanir. Kannski komast þeir að þeirri niðurstöðu ef þeir velta því fyrir sér að tenglarnir séu of margir en þeir verða þá að segja það. Ég sé bara alls ekki að „margir“ hafi lýst yfir hneykslun sinni. Í öðru lagi er alls ekki ljóst að það dugi að margir séu hneykslaðir. Það er ekki endilega mælikvarði á neitt. Það sem blífur eru rökin ekki meirihlutinn. Ég vil fá svar við þeim rökum sem ég setti fram að ofan. Annars verð ég að líta svo á að ég hafi unnið rökræðuna. --Cessator 18. janúar 2008 kl. 21:05 (UTC)
Cessator, ég minni þig á að Wikipedia er ekki vettvangur fyrir persónulegar deilur, debatta eða plögg ýmiss konar! Ég legg því til að þú kyngir þínu stolti og fjarlægir tenglana sjálfur og við ljúkum málinu þannig. Annars neyðist einhver annar til þess að gera það. Einn tengill í Vísindavefinn er meira en nóg! Thvj 18. janúar 2008 kl. 21:13 (UTC)
Það er engin persónuleg deila í gangi. Og ég hef ekki hugmynd um hvaða plögg þú ert að tala. Ég held að þér væri nær að svara málefnalega rökunum sem fram eru komin. Það eru jú þau sem skera úr um málið eins og alltaf. --Cessator 18. janúar 2008 kl. 21:15 (UTC)
Þetta er farið að líta út eins og plögg fyrir Vísindavefinn, en hvað um það. Þú nefnir að bara thvj og Steinnin hafi viljað fækka tenglunum, en við erum a.m.k. tveir og þú ert einn! Annars erum við öll jöfn hér á Wiki. Þú, Cessator hefur unnið frábært starf hér á vefnum, á því er enginn vafi, en það geriri þig ekki að aðal-ritsjóra! Þú verður að beygja þig undir leiðbeiningar vefjarins eins og aðrir. Því legg ég enn og aftur til að þú fjarlægir tenglana sjálfur, þ.a. að engin sárindi verða af þessu furðulega máli :o) Thvj 18. janúar 2008 kl. 21:19 (UTC)
Í kýrinnar bænum, láttu ekki svona Thvj. Hvaða rétt hefur þú fram yfir Cessator að ráðskast með greinar? Ég legg til að flétta tenglana inn í greinina, nota þá sem neðanmálsgreinar, enda vantar heilmikið upp á heimildaskráningu í henni. — Jóna Þórunn 18. janúar 2008 kl. 21:29 (UTC)
Ég nefndi það að allir eru jafnir hér, líka Cessator! Við verðum að vinna saman, það er ekki hægt að einn aðili, þ.e. Cessator, taki sér ritstjórnarvald, þó hann hafi haft flest innlegg á vefnum. Það komu vel rökstuddar óskir frá tveimur um að fækka greinunum og ég stakk upp á að Cessator gerði breytingarnar sjálfur, til að forðast einhver leiðindi. -- Mér þykir það mjög miður að þú, Jóna Þórunn, sakir mig um að vera að ráðskaðst með Cessator, þegar mér finnst þessu alveg öfugt farið. Hver er annars þín skoðun Jóna, hvað eigum við að gera í þessu tengla-máli? Thvj 18. janúar 2008 kl. 21:41 (UTC)
Ég er búin að tjá mig um málið. Vinsamlegast lestu. — Jóna Þórunn 18. janúar 2008 kl. 21:44 (UTC)
Það má svo sem taka það fram að ég er hvorki starfsmaður Vísindavefsins né höfundur þessara greina né skyldur starfsmönnum vefsins eða höfundum greinanna (svo ég viti), ég á ekki hund, er ekki í hundaræktarfélagi o.s.frv. Ég þakka þér Thvj fyrir góð ummæli um mín framlög. En ég verð að leiðrétta það sem þú gefur í skyn: ég held alls ekki að ég sé aðalritstjóri (eða ritstjóri yfirleitt) á þessum vef eða að ég hafi meira vægi en aðrir. Ég skal segja þér hvað ég held að hafi vægi: Rök! Þú segir að þið Steinninn séuð tveir en ég einn. Þú hefur kannski ekki tekið eftir þessu innleggi: „Er ekki allt í lagi þó þarna séu margir tenglar einsog er. [...] --85.220.86.38 15. janúar 2008 kl. 01:16 (UTC)“. Þetta fer bara ekki jafn mikið fyrir brjósti á fólki eins og þú gafst í skyn. Hvað um það. Ef við getum ómögulega komist að niðurstöðu um þetta mál, þá er réttast að biðja hlutlausan aðila um að gera það fyrir okkur, helst reyndan notanda sem skilur vel út á hvað Wikipedia gengur en hefur ekki enn blandað sér í þessa umræðu. Ég myndi leggja til Friðrik Braga Dýrfjörð, Bjarka S. eða Jónu Þórunni (en hún var reyndar að stimpla sig inn rétt í þessu). --Cessator 18. janúar 2008 kl. 21:33 (UTC)
Kæri Cessator, í guðanna bænum ekki gera meira úr þessu máli! Ef þú er 100% viss um að þetta sé í lagi, og þú hlýur að vita það ef einhver ætti að vita það, þá látum við hér við sitja og ég dreg mig í hlé. Ég hlýt að hafa misskilið leiðbeiningarnar um að Wikipedia er eki tenglasafn. Eigum við ekki bara að segja svo? -- Ég býð þér sjálfdæmi, ef þú lofar að beita ekki þessu leiðindamáli gegn mér síðar? -- Varðandi Steinninn þá verður þú að eiga það við hann, ég lofa að tjá mig ekkki frekar um þetta tenglavesen ef þú ert 100% sáttur við greinina eins og hún er. Eigum við að semja um þetta? Thvj 18. janúar 2008 kl. 21:47 (UTC)
Afstöður ykkar beggja eru alveg skiljanlegar. Ég legg til að tenglarnir verði settir í fellilista, þá kæfa þeir alveg örugglega ekki efni greinarinnar en eru þó til staðar handa þeim sem vilja skoða. Ef þið bíðið augnablik þá skal ég kippa þessu í liðinn. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. janúar 2008 kl. 21:49 (UTC)
Ég verð því miður að verða sammála Thvj og Steinninn Cessator, þetta er of mikið af því góða :-)
En mér líst best á lausn Jónu Þórunnar, setja þá tengla sem eiga við sem heimildir og kannski 4-5 auka tengla sem gætu hugsanlega verið áhugaverðir fyrir alla hundaeigendur (en ekki þá sem vilja vita allt um Samójed-sleðahundana, þetta er svoldið langt gengið þykir mér) og þetta er ekki alveg rétt sem þú segir um wikipedia sem tenglasafn, það er ekki hlutfallslegt magn heldur er ákveðinn fjöldi tengla sem er hægt að fara yfir og þetta fer yfir mörkin þykir mér, þegar tenglarnir eru komnir niður í 10 þá er hægt að þræta fram og til baka en þetta er of mikið fyrir minn smekk og ég myndi segja wikipedia hugmyndarinnar líka. --ojs 18. janúar 2008 kl. 22:01 (UTC)
Jú, sama segi ég. Flétta tenglana inn sem heimildir og sérhæfðir tenglar komi fram í greinar um það efni (hvort sem það er um Samójed eða gelt). — Jóna Þórunn 18. janúar 2008 kl. 22:05 (UTC)
Thvj: Já ég held að þú hafir misskilið leiðbeiningarnar. Orðrétt er þetta svona „Wikipedia er ekki einungis safn tengla á aðrar síður“ (leturbr. mín). Ég ætla bara að segja afskiptum mínum af þessari grein lokið í bili. Og ég kann að meta þann sáttarvilja sem þú sýnir. En ég get ekki still mig um að bregðast við því sem þú segir og nú ætla ég að biðja þig að taka því ekki illa sem ég segi eða oftúlka það, ég fullvissa þig um að ég skrifa þetta alveg sallarólegur og ekki í illu. Mér finnst svolítið merkilegt að þú skulir segja að þér finnist frekar eins og ráðist sé á þig. Þú ert búinn að hundsa rökin sem ég hef fært fram oftar en einu sinni. En í stað þess að svara rökunum mínum — og þá á ég ekki við með því að einungis setja aftur fram þín rök, heldur gefa ástæðu fyrir því að þú fallist ekki á þau sem ég færði fram gegn þeim — í stað þess ertu búinn að gera mig að umtalsefni: þú ert búinn að ýja að því að um eitthvert sérstakt plögg sé að ræða, þ.e.a.s. að mér gangi eitthvað annað til en að hjálpa lesandanum; þú ert búinn að gefa í skyn að ég vilji taka mér eitthvert sérstakt ritstjórnarvald og talar núna eins og það sé engu líkara en að ég eigi eftir að erfa þetta við þig seinna. Hvers vegna dettur þér það í hug? Er ég ekki alltaf málefnalegur í hverri umræðu fyrir sig? Hvers vegna yfirleitt minnast á þetta? Aftur á móti er ég ekki búinn að færa fram nein rök önnur en þau að tenglarnir séu af réttu tagi, séu ekki fyrir lesandanum o.s.frv. Sem sagt engin persónuleg rök. Ég segi þetta ekki til að valda illindum, en hugleiddu þetta. --Cessator 19. janúar 2008 kl. 01:05 (UTC)

Hvernig er þetta núna? Tenglarnir ættu ekki að ónáða neinn en þeir sem vilja skoða þetta sérstaklega geta það með einum músasmell. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. janúar 2008 kl. 22:41 (UTC)

Þetta væri fínt ef þetta fylgdi stefnu wikipedia sem það gerir ekki. Stefna er sú að halda ytri hlekkjum í lágmarki, ekki tengja oft í sama vefinn (nema þess sér alger þörf eins og er með vísindavefinn reyndar) og halda ytri hlekkjum við efni greinarinnar og eftir því sem hlekkjum fjölgar því strangari verður þessi síðasta regla. Stefnuna er hægt að lesa hérna External Links.
Þessi súpa brýtur allar þessar stefnur og ég sé enga ástæðu til að víkja frá henni hérna. Þessir hlekkir eru allir góðir og eiga miklu frekar heima sem heimildir þar sem textinn vísar beint í þá með ref taginu (slíkt vantar alveg, eru bara almennar heimildir gefnar). --ojs 18. janúar 2008 kl. 23:55 (UTC)
Þá er þetta ágætis staður fyrir heimildirnar þar til það er búið að koma þeim fyrir í greininni. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. janúar 2008 kl. 11:36 (UTC)

Þegar ég byrjaði þessa umræðu hafði ég ekki hugmynd um að þetta væri svona mikið hitamál. Ég furða mig hreinlega að fólk eyði svona miklum kröftum í jafn ómerkilegt mál. Það finnst mér allavega. En þetta er vonandi komið á hreint og mér sýnist að það sé búið að loka þessari umræðu. --Steinninn 19. janúar 2008 kl. 00:33 (UTC)

41 tengill á vísindavefinn? Er það ekki dáldið mikið? Ef þetta er sett til að aðstoða þá sem vilja bæta við greinina þá vona ég að þeir sem vilja bæta við greinina hafi nógu mikið vit til að fletta þessum greinum upp sjálfir. --Dresib 3. apríl 2008 kl. 02:37 (UTC)

Þeir eru ítarefni fyrir lesendur. En það sakar ekki að það er líka hægt að nota þá sem heimildir þegar greinin lengist. --Cessator 3. apríl 2008 kl. 02:52 (UTC)