Spjall:Helsingjabotn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eru fleiri heimildir fyrir Botníuflóa en þessar?: [1] og [2]. Er þetta ekki MJÖG nýlegt fyrirbæri að kalla Helsingjabotn Botníuflóa? Finn þetta ekki á tímarit.is, ekki í orðabók eddu, ekki í íslensku alfræðiorðabókinni, ekki á gegni - heldur bara á þessum nýskrifuðu ferðasíðum. Er þetta ekki bara hrá þýðing úr enskunni: Gulf of Bothnia því ekki er þetta þýðing á sænska heitinu: Bottniska viken eða finnskunni: Pohjanlahti. --157.157.159.91 25. september 2008 kl. 09:53 (UTC)

Það má meir en vel vera að þetta sé glænýtt hugtak þeirra sem ekki tóku nógu vel eftir í landafræðitímunum. Það mundi hins vegar vera ekki alrangt að þýða sænska orðið vik og finnska lahti sem flói. Bæði hugtökin eru mun víðari en samsvarandi íslenska vík og geta samsvarað vík, fjörður og flói. Pohjanlahti mundi snarast sem Norðurflói eða Norðurvík og Bottniska viken sem Botnsflói eða Botnsvíkin. Masae 25. september 2008 kl. 10:39 (UTC)
Þetta er vandræðaheiti, því hérna fyrir svona 40 árum voru rassbreiðar konur kallaðar Botníur. Og eru kannski enn. Botníuflói er þessvegna flói hinna rassbreiðu kvenna í hugum sumra. Og ég átti nú helst við að svona þýðingar koma venjulega upp þegar menn nenna ekki að nota uppsláttarrit, eða aðrar bækur, og bulla því upp úr sér þýðingar. Hefði viðkomandi verið að þýða úr sænsku hefði komið: Botnavíkin eða eitthvað slíkt. --157.157.159.91 25. september 2008 kl. 11:04 (UTC)