Spjall:Heilakúpudýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Heilakúpudýr[sic] Hvaða rugl er þetta eiginlega? Ef þetta er til ætti það kannski frekar að kallast hauskúpudýr! Thvj 12. mars 2008 kl. 22:18 (UTC)

Úr orðasafninu Líforðasafn [enska] Craniata [íslenska] hryggdýr ????--85.220.81.151 12. mars 2008 kl. 22:19 (UTC)
Einmitt, craniata er samheiti vertbrata hryggdýra! Annað er tilbúningur eða skens. Thvj
Og svo er það auðvitað nauðsyn ef maður ætlar að vera nýyrðasmiður að vera ófyndinn. Húmorslaust fólk eru oft bestu orðasmiðirnir. --85.220.81.151 12. mars 2008 kl. 22:23 (UTC)
Er þetta ekki nokkuð bein þýðing á Craniata (sem skv. ensku wp. er augljóslega ekki samheiti við hryggdýr). Skv. læknaorðasafninu er heilakúpa þýðing á cranium sem er efri hluti hauskúpunnar, s.s. sjálfar höfuðskeljarnar en ekki augn- og nefbein og kjálki. --Akigka 12. mars 2008 kl. 22:29 (UTC)
(Breytingaárekstur). Einmitt það sem ég ætlaði að segja... — Jóna Þórunn 12. mars 2008 kl. 22:31 (UTC)
Já einmitt. Höfuðkúpa samanstendur af heilakúpu (cranium) og kjálkabeini (mandible). Með Crani er verið að vísa til cranium eða heilakúpu og -ata er ending sem er í þessu samheingi þýdd sem dýr sbr. chordata. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. mars 2008 kl. 22:33 (UTC)
Þið vitið þá öll hvað Wikipediata er? --85.220.81.151 12. mars 2008 kl. 22:34 (UTC)
Nú, við wikipeyjar og -píur (kvik-yndin), ;) — Jóna Þórunn 12. mars 2008 kl. 22:35 (UTC)

Svona til að koma því að þá er þetta greinarheiti gott dæmi um þýðingar sem mér finnst í lagi að við leggjum út í (sbr. fyrri umræðu). Hér eru engar heimildir fyrir Craniata sem slíku en við erum með orðsifjarnar og vitum venjur á þýðingu þessara fræðiheita. Það er svoldið annað að standa í svona skaðlausum frumrannsóknum og einhverju flóknara sem var tilgangurinn með viðmiðunarreglunni að stöðva. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. mars 2008 kl. 22:38 (UTC)

Einmitt, tilgangurinn er ekki að koma í veg fyrir að við getum haft grein um viðfangsefni sem þessi og má ekki verða til þess, þ.e.a.s. það má ekki verða aukaverkun af reglunni. Það er samt annar möguleiki í stöðunni sem kannski er vert að minnast á og hann er sá að láta alþjóðleg latnesk fræðiheiti standa sem flokkunarfræðilegt heiti þar til íslenskt heiti finnst í heimild. Latnesku heitin ættu hvort sem er að vera tilvísanir. --Cessator 12. mars 2008 kl. 22:49 (UTC)
Já að jafnaði er best að nota latnesku heitin þegar íslensk heiti finnast ekki. Sérstaklega því þegar íslensk heiti vantar er oftast komið svoldið neðar í fylkingartréð og erfiðara að þýða þau sértæku heiti sem þar finnast.
Hinsvegar þegar fylking situr svona ofarlega í trénu og frummálið er jafn ótvírætt og þetta sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þýða nafnið. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13. mars 2008 kl. 01:53 (UTC)
Ég var að taka eftir annari þýðingu í þessari grein en Eptatretus stouti (Pacific hagfish) þýddi ég sem kyrrahafs slímáll sbr. slímálar (Myxini) og t.d. kyrrahafs lúða. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13. mars 2008 kl. 01:59 (UTC)
Sem er prýðilegt ef orðin væru ekki slitin í sundur... Ætti að vera kyrrahafsslímáll og kyrrahafslúða (sbr. líka sjávardýraorðabókina). --Akigka 13. mars 2008 kl. 09:39 (UTC)

Ok ég vissi ekki um orðið heilakúpa, en mér sýnist Ævar hafi stofnað þessa grein til að sannfæra okkur um að greinin dauðaholdris sé réttlætanleg. Ég er þó ekki sannfærður um að sú grein eigi rétt á sér, en ef enginn annar mótmælir þá fær hún eflaust að standa, jafn vel þó að ekkert latneskt fræðiheiti sé til. Thvj 12. mars 2008 kl. 23:27 (UTC)

Nei ég stofnaði þessa grein því ég hef áhuga á að skrifa um dýr eins og sést á framlögum mínum. Hinsvegar kom þarna upp umræða um hvort við ættum yfirleitt að standa í frumrannsóknum hvað snertir þýðingar og mér fannst tilvalið að benda á að í sumum tilfellum (t.d. þessu) finnst mér svo vera. Ég er hins vegar ekkert viss um að þýðingin mín á death erection sé sú besta enda var ég hrifnari af uppástungum á spjallsíðunni sem settar voru inn.
En annars ætti það eingöngu að vera tekið til greina hvort við viljum hafa grein um ákveðna hugmynd (concept) og skiptir þá litlu hvað nafn hugmyndin ber í augnablikinu. Það er ritstjórnarsmáatriði að greiða úr slíku.
Svo það komi fram þá er mér svo-til sama hvað verður um þessa umræddu grein, svo sama að ég sé betrumbætur sem væri hægt að gera á henni en nenni þeim ekki þrátt fyrir að hún sé ekki nema tvær málsgreinar. Ég þýddi hana á sínum tíma upp úr listanum yfir óvenjulegar greinar á ensku á sínum tíma og þar við sat. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13. mars 2008 kl. 01:46 (UTC)
Þessi listi er alger snilld sbr. þetta. — Jóna Þórunn 13. mars 2008 kl. 08:54 (UTC)
Já, en Ævar er það ekki einmitt málið að reyna að bæta greinina (og wiggu) ef þú hefur tök á því - frekar en að standa í þrasi á spjallsíðunni? Thvj 13. mars 2008 kl. 16:35 (UTC)
Allt þras og tímasóun á spjallsíðum sem ég hef lent í síðasta hálfa árið hefur verið sökum þess að ég er að lenda í einhverjum hringavitleysuumræðum við þig. Ég hef ekkert á móti þér en ég met tíma minn betur en svo að framtíðinni ætla ég ekki að svara athugasemdum frá þér sem eru í takt við þessar hér að ofan. Þar sem þú ert t.d. að lýsa því yfir að eitthvað sé algert rugl án þess að líta í orðabók eða þar sem þú ert að standa í einhverjum getgátum um þær hvatir sem liggja bak við greinaskrif mín.
Þannig að í stuttu máli hef ég ákveðið að taka ráðum þínum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13. mars 2008 kl. 16:49 (UTC)