Spjall:Haf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Er einhver munur á hafi og sjó? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. maí 2006 kl. 02:24 (UTC)

Haf er vanalega stærra en sjór, held ég, sem og að orðið sjór á í raun við um vatnið í hafinu, hafið er ekki vatnið í sjónum. Orðið sjór þýðir líka upprunalega stöðuvatn, á norrænu, sbr. langisjór. --Sterio 14. maí 2006 kl. 10:11 (UTC)
Þá er spurning af hverju það er listi yfir höf á grein um sjó. Þetta er frekar ruglangdi, því það er tengt sérstaklega í höf þarna neðst. :S --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. maí 2006 kl. 12:48 (UTC)
Á enskunni eru tvær greinar fyrir en:Ocean og en:Sea. Á Íslensku er talað um "höfin sjö" en stundum er það sérstaklega auðkennt með því að nota "úthaf" fyrir það sem á ensku heitir ocean. Almennt held ég að það sé enginn skýrt afmarkaður merkingarmunur á sjór og haf á íslensku, heldur fari það stundum eftir samhenginu og stundum séu heitin alveg jafngild. --Akigka 14. maí 2006 kl. 13:00 (UTC)

Ath. þarf vel skilgreiningu á Grænlands-, Noregs- og Íslandshafi. 193.4.200.182 14:43, 4 mars 2007 (UTC)

Um innhöf, strandhöf og stöðuvötn[breyta frumkóða]

Heimshöfin þrjú skiptast í ýmis smærri hafsvæði, sem nefnast innhöf, strandhöf, flóar, sund, botnar, firðir o.fl. - Svo segir í: Hafið, eftir Unnstein Stefánsson. Orðið innhaf hefur ekki mikið verið notað á íslensku, en er skilgreint þannig í orðabók Eddu: haf sem að hluta er umlukt meginlöndum. Í dönsk-íslensku orðabókinni stendur: indhav no -et, -e: innhaf, strandhaf. Þar er einsog innhaf og strandhaf sé eitt og hið sama (???). Í alfræðiorðabókinni íslensku stendur að Kaspíahaf sé stærsta stöðuvatn heims. Þar er notað orðið stöðuvatn. Í íslensk-danskri orðabók Eddu stendur þetta undir stöðuvatn: stöðuvatn hk. indsø, sø. Hér er sem sagt stöðuvatn þýtt sem indsø. Í frönsk-íslensku orðabókinni er Une mer fermée þýtt sem innhaf. Í Þjóðviljanum 1945 stendur þetta: Miðjarðarhafið hét nú mare nostrum, vort haf, á máli Rómverja. Það var orðið innhaf og fengiliður í samfelldu heimsríki. Hér er einsog innhaf sé skilgreint sem risavaxið stöðuvatn sem er umlukið einu ríki. - - Strandhaf hlýtur að vera marginal sea, samkvæmt Unnsteini. -- Það sem ég er að reyna að segja: Þetta orð innhaf er ekki nýtt af nálinni, en er mjög lítið notað í fræðilegum textum, nema kannski síðustu 40 ár. Íslenska alfræðirorðabókin forðast það og útskýrir það ekki. Held að mjög fáar landafræðibækur notist við orðið. Eða hafið þið rekist á það í fræðibókum sem er hægt að taka mark á? Og hvernig er það þá skilgreint? og er strandhaf þá samheiti eða notað einsog enska hugtakið marginal sea?--89.160.147.231 29. maí 2009 kl. 07:26 (UTC)

Mér sýnist að strandhaf eigi best við um marginal sea / randhav. Alla vega virðist það vera merkingin í þeim (aðeins) tveim tilvikum sem ég finn orðið á Google: hér og hér. Innhaf myndi ég skilja ýmist sem haf sem er alveg eða næstum alveg lokað frá öðrum hafsvæðum (eins og Kaspíahaf og jafnvel Persaflóa og Svartahaf - en ekki Bajkalvatn sem er stöðuvatn) eða sem haf sem allt tilheyrir einu ríki (sbr. Eystrasalt á stórveldistíma Svíþjóðar eða Miðjarðarhaf á tímum Rómaveldis - en þessi síðari merking er eðlilega sjaldan notuð enda fá dæmi í sögunni um slíkt. --Akigka 29. maí 2009 kl. 09:19 (UTC)
Já, en hvaða alvöru heimildir notastu við? Mínus netið. Ég á við alvöru bækur um landafræði sem skrifaðar hafa verið á íslensku? Innhaf er t.d. ekki notað í þeim bókum sem ég hef skoðað, og ég held að margir íslenskufræðingar líti þetta orð hornauga. --85.197.210.44 29. maí 2009 kl. 11:41 (UTC)
Ég skil ekki hvað þú hefur á móti þessu orði :) Innhaf kemur t.d. 120 sinnum fyrir á tímarit.is þmt. í greinum eftir "alvöru" fræðimenn í nákvæmlega þeim merkingum sem ég tiltók hér að ofan. Sé ekki að það sé neitt sérstakt að því að nota þetta orð í þessum merkingum. --Akigka 29. maí 2009 kl. 11:59 (UTC)
Orðið innhaf kemur líka fyrir í svörum á Vísindavefnum, t.d. í þessu svari eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur, landfræðing, og þessu svari eftir Sigurð Steinþórsson, prófessor í jarðfræði. --Cessator 29. maí 2009 kl. 12:11 (UTC)
Já, ég veit, og Matthías Jochumsson notar það meira segja í Sögur herlæknisins, og hann var mikill smekkmaður á íslensku. En það er eitthvað við þetta orð innhaf sem fær mig til að setja spurningamerki við það. Orðið er ekki í orðabók Blöndals (og ekki í viðaukanum), það er ekki í íslensk-ensku orðabókinni (1982), það er ekki í orðabók Árna Bö. En nú hringdi ég í Íslenska málstöð, talaði þar við mikinn snilling, og hann sagði að ég ætti bara að loka mínum feita tranti og taka þetta orð gott og gilt. Auðvitað orðaði hann það ekki svo, en sagði að hann minnti að hann hefði séð orðið notað í gamalli landafræðibók. En hann var samt sammála mér að það væri furðulegt hversu fáir málsmetandi orðabókahöfundar tæku þetta gott og gilt. Blöndal er t.d. með stöðuvatn og er þýtt sem: Indse. En ég held ég verði bara að sætta mig við þetta orð. Fjandinn hirði mig svo dálítið. --85.197.210.44 29. maí 2009 kl. 13:25 (UTC)