Spjall:Háskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Doktorsgráða fæst eftir að hafa lokið umfangsmiklu rannsóknatengdu framhaldsnámi segir greinin. En hversu umfangsmiklu? Hver eða hvað ákveður að náminu sé lokið og viðkomandi fái gráðuna? --Stefán Örvarr Sigmundsson 26. febrúar 2008 kl. 06:16 (UTC)

Misumfangsmikið eftir skólum og tegundum doktorsgráðu. Í Evrópu fæst dr. phil. gráða oft eftir að nemandinn skrifar doktorsritgerð og ver hana. Nefnd prófessora í viðkomandi deild ákveður hvort ritgerðin er hæf til varnar eða ekki. Í Bandaríkjunum fæst Ph.D. gráðan (önnur skammstöfun fyrir sama latneska titil, doctor philosophiae) oftast eftir 5-8 ára nám þar sem nemandinn lýkur kúrsum og prófum af öllu mögulegu tagi áður en hann hefst handa við að skrifa sjálfa doktorsritgerðina. Í raunvísindunum fer stundum minna fyrir sjálfri ritgerðinni en í staðinn verður hún að langri ítarlegri skýrslu á kannski 3-4 ára langri rannsókn. Aftur, nefnd prófessora í viðkomandi deild ákveður hvenær ritgerðin er hæf til varnar. Hver háskóli fyrir sig ákveður nákvæmlega hvaða kröfur eru gerðar (t.d. að nemandinn þurfi að þreyta almennt próf skriflegt og/eða munnlegt áður en hann fær að byrja á ritgerð eða að nemendur skuli standast próf í erlendu máli) og hver deild innan skólans ákveður svo nákvæmlega hvaða kröfur hún vill gera (t.d. hversu marga kúrsa nemandinn þarf að taka, hvaða tungumálapróf o.s.frv.). Í sumum löndum eru til lög eða reglugerðir um hvernig doktorsnámi skuli almennt hagað, t.d. að það þurfi að skila inn ritgerð af ákveðinni lengd eða að námið megi ekki taka meiri eða minni tíma en x mörg ár o.s.frv. og þessar reglur eru auðvitað misjafnar eftir löndum. Svarar þetta spurningunni að einhverju leyti? --Cessator 26. febrúar 2008 kl. 06:49 (UTC)
Gott svar! En hvað eru kúrsar? Mér finnst 5-8 ár vera helvíti langur tími. Maður fær varla að njóta gráðunnar áður en manni er hennt í gröfina. Er ekki mikilvægt eða skilyrði að vera með doktorsgráðu til að mega kenna í háskóla? --Stefán Örvarr Sigmundsson 26. febrúar 2008 kl. 07:17 (UTC)
Cessator gleymir að nefna að í BNA er mastersstiginu yfirleitt sleppt. 5 ára doktorsnám í BNA samsvarar nokkurn veginn 2ja ára mastersnámi + 3ja ára doktorsnámi í Evrópu, sem er hið hefðbundna viðmið. --Akigka 26. febrúar 2008 kl. 15:36 (UTC)
Kúrs er námskeið. Akigka bendir réttilega á að í Ph.D. námi er meistaragráðan oftast innifalinn. Samt er ekki ósennilegt að í Bandaríkjunum til dæmis hafi um þriðjungur til helmingur doktorsnema mastersgráðu áður en þeir byrja í Ph.D. námi og þurfa þá samt að taka allt Ph.D. námið eins og aðrir. Venjulega er námið ekki lengra en 4 eða 5 ár formlega en það tekur nemendur miklu lengri tíma að klára doktorsritgerðina þannig að meðaltalið í Bandaríkjunum er rétt rúmlega 8 ár. Í Bandaríkjunum hefur fólk doktorsnám um 22+ ára en við byrjum væntanlega aðeins seinna. Og ef fólk tekur fyrst aðra mastersgráðu, þá hefur það kannski nám 24-25 ára; ef það klárar svo á 8 árum ætti það að vera búið um 32-33 ára gamalt. Ég veit nú ekki hvort það það sé rétt að segja að það sé komið í gröfina þá, það er nú bara nýkomið af gelgjunni :) Það er rétt að doktorsgráða er lykillinn að akademíunni enda óhugsandi að háskólar veittu doktorsgráður öðruvísi; þ.e.a.a. það gengur ekki að hópur kennara með meistaragáður veiti nemanda doktorsgráðu, sem þeir hafa ekki sjálfir. Samt eru til ýmis dæmi um að kennarar hafi ekki doktorsgráður en það er ekki reglan. --Cessator 26. febrúar 2008 kl. 16:44 (UTC)
Fást þessar dokorsgráður í öllum fögum? --Stefán Örvarr Sigmundsson 26. febrúar 2008 kl. 16:46 (UTC)
Já, það held ég, en að vísu ekki í öllum skólum. Háskóli Íslands veitir t.d. ekki doktorsgráðu í fornfræði en hefur doktrosnám í sagnfræði. --Cessator 26. febrúar 2008 kl. 16:51 (UTC)