Spjall:Hákarl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þessi grein ætti eiginlega að heita grænlandshákarl held ég. --Akigka 10:39, 14 ágúst 2006 (UTC)

Kannski væri það viðeigandi, ef hákarlinn sem umræðir héti ekki Hákarl á íslensku. Íslendingar kynntust fyrst þeim gráa og færðu svo þekkingu sína á Hákarli á aðra háffiska.Bergsson 10:02, 15 ágúst 2006 (UTC)
Hmm. Að vísu er þetta algengasta hákarlstegundin sem lifir við Íslandsstrendur, en orðið hákarl er væntanlega eldra og komið úr norrænu. Ég er bara að hugsa hvort greinin hákarl ætti ekki að fjalla um það sem á ensku heitir en:shark og er yfirættbálkur brjóskfiska, sbr. þá notkun að tala um hvíthákarl, beinhákarl o.s.frv. Eða er eitthvað annað samheiti til fyrir fiska sem teljast Selachimorpha? Sbr. greinarnar langa og þorskur, þótt þessi orð eigi í íslensku oftast einfaldlega við um skrokklöngu og Atlantshafsþorsk þá er betra held ég að nota þau sem yfirheiti í þessum tilvikum og vísa frekar strax í inngangi á viðkomandi undirgreinar til að fólk átti sig á því. --Akigka 14:22, 15 ágúst 2006 (UTC)
Sammála því. --Cessator 17:07, 15 ágúst 2006 (UTC)
Spurning hvort ég verði ekki að éta þetta ofaní mig. Það er til almennt íslenskt heiti fyrir Selachimorpha eða Selachii, sum sé háfiskar. Orðabanki íslenskrar málstöðvar gefur syfjaðan fisk með lítið höfuð upp sem einu merkingu orðsins hákarl. Held að orðið hafi þarna leitt mig í gönur. --Akigka 20:14, 15 ágúst 2006 (UTC)
En í daglegu tali merkir „hákarl“ það sama og „shark“. Sá sem horfir ákvikmyndina Jaws og talar svo um hákarlinn í henni (sem var ekki grænlandshákarl) er hvorki að misskilja orðið „hákarl“ né fara með rangt mál um söguþráð myndarinnar. --Cessator 21:46, 15 ágúst 2006 (UTC)
Það væri dauðasynd að nefna hákarlinn Grænlandsháklarl, Íslandshákarl væri betri. Það er svo ótaktískt að tala nú um Norsk-Íslenska-Síld sem hét til að byrja með Íslandssíld. Hákarl er einnig þekktur sem "sá grái" rétt eins og steinbítur sem "sá blái" og þorskur "sá guli". Málhefðin er sú að þessi tegund heitir hákarl en það er líka samheiti fyrir fleiri tegundir hákarla/háffiska. Um þorskinn þá eru kenningar eða spurningar sem vaknað hafa um hve margir þorskstofnar eru við Íslandsstrendur og við veiðum jú líka Barentshafsþorsk.Bergsson 02:43, 17 ágúst 2006 (UTC)
Wikipedia er auðvitað ekki rétti vettvangurinn til þess að vera að breiða út eitthvert orðfæri sem hentar eða gæti hentað Íslendingum taktískt frekar en önnur baráttumál. Ég sé þess vegna ekki að tillagan Íslandshákarl geti verið studd þeim rökum. --Cessator 02:53, 17 ágúst 2006 (UTC)
Vitanlega Cessator, vitanlegaBergsson 07:37, 17 ágúst 2006 (UTC)
Sjávardýraorðabók Hafrannsóknarstofnunar gefur upp eftirfarandi s.v. hákarl: „axskeri, blágot, blápískar, brettingur, deli, got, grágot, gráni, hafkerling, háskerðingur, hvolpur, raddali, rauðgot, skauli, skerill, skufsi.“ Það virðist hins vegar ekki vera talað um Grænlandshákarl né Íslandshákarl á íslensku, a.m.k. ekki skv. Hafró. --Cessator 02:58, 17 ágúst 2006 (UTC)