Spjall:Gunnar Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Upp á réttindi mynda að gera sendi ég eftirfarandi bréf til Gunnarsstofnunar:

Komiði sæl,

Ég er að skrifa grein í Wikipedia, frjálsu alfræðiorðabókina (sjá http://is.wikipedia.org/ ) um Gunnar Gunnarsson, ritverkum hans, og eftir að hafa kynnt mér vef ykkar gæti ég vel hugsað mér að skrifa smávegis um Skriðuklaustur.

Mig langaði til þess að biðja um leyfi til þess að nota myndir af vefsíðu ykkar á Wikipedia, en þá yrðu þær að vera gefnar út undir skilmálum GFDL leyfisins, sem er í grunnatriðum leyfi til þess að afrita, fjölfalda og jafnvel breyta umrætt efni að villd svo framarlega sem heimilda er getið.

Að sjálfsögðu getið þið breytt öllum greinum á Wikipedia eftir ykkar hentisemi, og leiðrétt hverjar þær villur sem ég eða aðrir kunna að gera með lítilli fyrirhöfn, og ég vona að þið nýtið ykkur þetta, frjálsri þekkingu til framdráttar.

Með fyrirfram þökk,
Smári P. McCarthy.

og fékk nokkrum stundum síðar þetta bréf til baka:

Sæll Smári!

Ég fagna því að þú skulir vera að skrifa um GG og Skriðuklaustur í Wikipedia. Það ætti að vera í lagi að nota flestar myndirnar sem eru á vefnum hjá Gunnarsstofnun og ég gef þér hér með leyfi til þess, þó með fyrirvara um það að ég fái að sjá hvaða myndir þú notar og þá ef þarf, biðja þig um að nota aðrar. Mig langar því til að biðja þig um að láta mig vita þegar greinin eða greinarnar eru tilbúnar og annað hvort senda mér slóð sem ég get skoðað eða senda skjal.

Með kveðju frá Skriðuklaustri Skúli Björn

Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar Skriðuklaustri, 701 Egilsstaðir s. 471-2990 / 860 2985 www.skriduklaustur.is

Ég hef þegar sent svar til baka þar sem að ég bendi honum á myndirnar tvær sem ég fékk. Allt í lagi?

--Smári McCarthy 16:51, 6 mar 2005 (UTC)
Það vantar ártöl við hinar tvær nóbelsverðlaunatilnefningarnar. --Smári McCarthy 25. janúar 2006 kl. 12:38 (UTC)