Spjall:Grænland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kalaallit Nunaat[breyta frumkóða]

Það er algengur misskilningur að nafn nútíma Grænlendinga, Kalaallit Nunaat, á máli sínu grænlensku þýði "land mannanna". Orðið kalaallit, sem í eintölu er kalaaleq, þýðir íbúi Grænlands. Inuki, í fleirtölu inuit (inúítar), þýðir manneskja. Orðið inuk - inuit er þekkt frá öllum þeim svæðum sem Inúítar hafa byggt. Það er fyrst þekkt í handriti danska sagnfræðingsins Peder Hansen Resen, Groenlandia, frá 1648 og þá sem inuit nunaat, "land manna". Hvaðan orðið kalaaleq er komið er óþekkt, það á, samkvæmt málvísindamönnum, ekki uppruna í inúíta-tungumálum. Orðið er fyrst þekkt í orðabók Poul Egede frá 1750 (Poul Egede var sonur Hans Egede, norsk- danska prestsins sem var trúboði á Grænlandi). Þar segir að hugtakið "blev indørt av de gamle kristne, der tidligere boede i deres land". Orðið kalaaleq - kalaallit var hinsvegar óþekkt meðal Inúíta fyrir utan það svæði það á suðvestur Grænlandi þar sem þeir feðgarnir Egede höfðu sest að. Kalaallit Nunaat þýðir því á íslensku "Land Grænlendinga".

Heimildir: Norðurlandamálin með rótum og fótum og Grønlands forhistorie, red. Hans Christian Gulløv, Gyldendal 2005, ISBN 87-02-01724-5

Orðið kalaaleq (elda karaaleq) er yfirleitt talið komið úr norrænu, skrælingr. Sumir Grænlendingar vilja raunar frekar að landið heiti Inuit Nunaat. Haukur 5. október 2008 kl. 16:33 (UTC)
Það er nú kanski full djúp í árina tekið að yfirleitt sé talið að orðið komið úr norrænu. Það er hins vegar á seinni árum venjuleg skýring að svo sé og þá einmitt annað hvort úr skrælingr eða klæði (og það í merkingunni "þeir sem eru klæddir í skinnklæði"), sjá t.d. Collis, D.R.F., 1988: Kalaaeq < (skinn) Klædast? Inuit Studies 12 blaðsíða 259. Masae 5. október 2008 kl. 17:53 (UTC)
Þakka þér fyrir það - þessa kenningu hafði ég ekki heyrt. Ég hef allt mit vit úr Language Contact in the Arctic eftir Jahr og Broch. Haukur 6. október 2008 kl. 08:31 (UTC)