Spjall:Gervilimur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kynlífshjálpartæki[breyta frumkóða]

Ég hef aldrei heyrt talað um dildó sem gervilim, verslunin Amor.is t.d. selur Limi, sem eru þá ýmist Eðlilegir limir, Mjúkir limir, Phallix, Strap on eða Tvöfaldir limir. Ég hef aldrei heyrt talað um dildó sem gervilim. --Stalfur 18. des. 2005 kl. 11:19 (UTC)

Ég hef nú heyrt orðið gerfilimur notað yfir gervityppi, en þá sem slangur eða í gríni (hvað er íslenska orðið yfir "pun"). --Sindri 18. des. 2005 kl. 13:07 (UTC)
Dildó er gervilimur, það er afsteypa af reð og er notaður í stað alvöru lims og því augljóslega gervilimur og hugsaður sem slíkur. Miðað við orðabókaútskýringu á gervilim fæ ég ekki betur séð en að þetta geti vel átt við. Svo er furðulegt að þú skulir ekki hafa heyrt um þetta, fyrsta síðan sem þú finnur á google ef þú skrifar inn gervilimur er um „Jelly Delights gervilimur“, síða númmer þrjú talar um 6" gervilim af bestu gerð. Ég fæ ekki betur séð en þettar almennt notað enda hef ég heyrt þetta oftar en einu sinni. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. des. 2005 kl. 14:01 (UTC)
Þetta er greinilega nýleg málnotkun þá í þessum verslunum þar sem að hingað til hef ég aldrei heyrt þetta nefnt í samband við hjálpartæki ástalífsins, enda gervilimur verið sammerkt fötlun í fjölda ára. Sjálfur tala ég aldrei um liminn á mér heldur typpið, eða reður og svo er til orðið böllur. Það er nú fjandi hart ef að typpi og píka eru orðin samnefni flestra orða! --Stalfur 18. des. 2005 kl. 14:23 (UTC)
Ég tala nú aldrei um hægri hendi mína sem lim í daglegu tali :). Reður og typpi eru augljóslega ekki samheiti orðsins lims, ekki frekar en að limur og hægri hendi. Þetta er bara orð sem á við hvern líkamslim á dýri. Ég heyri oft talað um typpi sem getnaðarlim, ég held að það sé orðið sem notað er í kynlífsfræðslu mjög oft. Orðið gervilimur virðist vera notað um hjálpartæki fatlaðra alveg eins og hjálpartæki ástarlífsins, því þykir mér ekkert að því að taka það fram í greininni og gera tengil í greinina dildó, mér sýnist ekkert vera athugavert við orðanotkunina allavega.--Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. des. 2005 kl. 14:56 (UTC)