Spjall:Frans frá Assisí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search


Bæn Frans frá Assisi[breyta frumkóða]

Það eru margar þýðingar á bænum Frans. Þær hafa lítið við æfiágrip hanns að gera, en það mætti kannski vera með nokkra linka í nokkrar þýðingar í bænirnar hanns: Hér fyrir neðan er bæn sem var eytt af æfiágripssíðu hanns. hann er hvað frægastur fyrir þessabæn hjá almenningi í hinum lúterska vesturheimi.

Bæn sem var tekin út af aðalsíðunni (vantar tilvitnun um þýðingu)[breyta frumkóða]

Drottinn, lát mig vera farveg friðar þíns 
 
að ég megi flytja kærleika þangað sem hatur er 
að ég megi flytja anda fyrirgefningar þangað sem ranglæti er 
að ég megi flytja samhug þangað sem sundrung er 
að ég megi flytja sannleika þangað sem villa er 
 
að ég megi flytja trú þangað sem efi er 
að ég megi flytja VON þangað sem örvænting er 
að ég megi flytja birtu þangað sem myrkt er 
að ég megi flytja gleði þangað sem hryggð er 
 
Drottinn, veittu að ég megi fremur leitast við að hugga en að vera huggaður 
 
að skilja fremur en að ver skilinn 
að elska fremur en að vera elskaður. 
Því með því að gleyma sjálfum mér, auðnast mér að finna. 
Með því að fyrirgefa öðlast ég fyrirgefningu. 
 
Með því að deyja vakna ég til eilífs lífs. 
Amen.

Friðarbæn heilags Frans frá Assisí (hýst á kirkja.is)[breyta frumkóða]

Drottinn, ger þú mig að farvegi friðar þíns,
svo að ég færi kærleika þangað sem hatur er, 
fyrirgefningu þangað sem móðgun er, 
einingu þangað sem sundrung er,
 
trú þangað sem efi er, 
von þangað sem örvænting er, 
gleði þangað sem harmur er, 
ljós þangað sem skuggi er. 
 
Veit þú, Drottinn, 
að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast, 
skilja en njóta skilnings, 
elska en vera elskaður, 
 
því að okkur gefst ef við gefum, 
við finnum sjálf okkur ef við gleymum okkur sjálfum, 
okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum 
og fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs. 
Amen. [1]

Bæn heilags Frans frá Assisi (Í þýðingu sr. Sigurjóns Guðjónssonar)[breyta frumkóða]

Drottinn, lát mig vera verkfæri friðar þíns.
Hjálpa mér til að leiða inn kærleika,
þar sem hatur ríkir,
trú, þar sem efinn ræður,
von, þar sem örvæntingin drottnar

Hjálpa mér að fyrirgefa, þar sem
rangsleitni er höfð í frammi,
að skapa eindrægni þar sem sundrung ríkir
að dreifa ljósi þar sem myrkur grúfir
og flytja fögnuð þar sem sorgin býr.

Meistari, hjálpa mér að kappkosta ekki
svo mjög að vera huggaður sem að hugga,
ekki svo mjög að vera skilinn sem að skilja,
ekki svo mjög að vera elskaður sem að elska.

Því að það er með því að gefa að vér þiggjum
með því að fyrirgefa að oss verður fyrirgefið
með því að týna lífi voru að vér vinnum það.
Það er með því að deyja að vér
upprísum til eilífs lífs

AMEN. [2]

  1. http://www.kirkja.is/Frodleikur/BaenirOgVers/FridarbaenHeilagsFransFraAssisi/
  2. http://www.viniribata.is/?c=webpage&id=193