Spjall:Frambjóðendur til stjórnlagaþings á Íslandi 2010

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Af hverju þessi listi[breyta frumkóða]

Það er stutt í að framboðsfresturinn renni út, en enn mun taka nokkrar vikur áður en listinn frá landskjörstjórn verði opinber (3.nóvember). Fólk sér talað um framboð hér og þar, en á Wikipedia er gott tækifæri til að nota samtakamáttin og vinna að heilstæðara lista en það sem einstaklingar og hópar frétta af. Hef ekkert á móti því ef einhver mundi, leggja til breytingar á töfluforminu, eða skella inn viðvörun um að þetta sé "current event" etc. Ég er eki 100% viss um hversu vel púristar innan Wikipedia-aðalsins munu taka í þetta framtak, en á móti kemur að þetta er mikilvægt. Það liggur á aðkoma þessar upplýsingar út, og ef vel tekst til getur listinn virkað sem einhverkonar auglýsing fyrir Íslenska Wikipedia. Þegar hið opinbera birta sínar listar er við hæfi að skipta út fyrir gögn þaðan. --Morten7an 13. október 2010 kl. 02:08 (UTC)

Aldur[breyta frumkóða]

Sæll, til þess að ég geti fullgert sveitarfélög allra frambjóðenda vantar mér aldurinn á eftirfarandi persónum: Ólafur Sigurðsson, Lovísa Árnadóttir, Kristín Erna Árnadóttir og Hjörtur Hjartasson. Vandamálið er það, að margir einstaklingar eru með þessum nöfnum í þjóðskrá, og því er þörf á þessum aukaupplýsingum. --Snaevar 13. október 2010 kl. 14:08 (UTC)

Ég mundi giska á að Kristín Erna sé um 40 ára (http://www.samfylkingin.is/F%C3%B3lki%C3%B0/FRAMBJ%C3%93%C3%90ENDUR_%C3%8D_PR%C3%93FKJ%C3%96RUM_OG_FORVALI_2010/ID/1230/Kristin-Erna-Arnardottir). Hjörtur er sá sem birtist hér : http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/939763/. Ólafur hlýtur að vera um sextugt, eða rúmlega það ? (http://www.vb.is/frett/3/61830/) --Morten Lange 13. október 2010 kl. 16:16 (UTC)
Ég velti fyrir mér hvort heppilegt væri að setja inn aldur (og etv starfsheiti) frambjóðenda í sér dálk, en þá hefði verið snyrtilegra að hafa þann dálk næst nafni, eða eftir kyn. Svo er líka spurning hvort þær upplýsingar séu til reiðu. --Morten Lange 13. október 2010 kl. 16:16 (UTC)
Sæll og takk fyrir upplýsingarnar,
Varðandi að setja nýja dálka, þá hef ég smá áhyggjur af því að þeir verði of margir. Reyndar, á móti, þá má eyða dálkinum tilvísanir, enda nóg að hafa tenglatilvísanir eins og eru undir dálkinum Fullt nafn. Tenglatilvísanir eru jafnframt hefð á Wikipedia og meira notað en hinar. Svo ég tali aftur um nýja dálkinn aldur, þá er lítið mál að setja inn aldur frambjóðenda. Í þjóðskrá, sem ég er að nota, eru kennitölur frambjóðenda, og það er minnsta mál að breyta því yfir í aldur. Auk þess er hægt að setja fæðingar dagsetningu í ákveðið snið, og láta wikipedia reikna aldurinn sjálfkrafa. Með þeirri aðferð myndi til dæmis persóna fædd 3. janúar 1991 myndi líta svona út: 3. janúar 1991 (1991-01-03) (28 ára)
Síðan varðandi starfsheiti, ef þú telur að það sé hægt að finna starfsheiti flestra frambjóðendana, þá hef ég ekkert á móti því.
Gallinn við að nota sniðið sem reiknar aldurinn sjálfkrafa er að eftir 10 ár þarf lesandi greinarinnar sjálfur að reikna út að einhver hafi verið 19 ára þegar Stjórnlagaþing kom fram, því að útreikningurinn mun sýna 29 ára... --Stalfur 14. október 2010 kl. 12:31 (UTC)

Dálkar[breyta frumkóða]

Nú er búið að eyða dálkinum tilvísanir. Var ekki sáttur fyrst, Því þar voru áð mínu mati mikilvægir upplýsingar. En reyndar vor þær af nokkrum toga, og var ekki beint fallegt að sjá. Spurningar a) Væri í lagi, þó þetta sé ekki metið sem góðan heimild, í Wikipediu, að setja "Tilkynnt á fundi 12.okt", sem heimild (ref-tög), svipað og með vefheimild ? b) Hvernig væri að bæta við aftast(auk hugsanlega dálk fyrir aldri, strax eftir kyn),

  1. "skilað inn" (já) (Fullyrt að skilað hafi verið inn til kjörstjórnar)
  2. Tenglar (Nýjustu uppl. um/frá frambjóðanda. Sýnilegt væri t.d Facebook/Blog/vefur en á bak við því væri linkar, eða neðanmálsgrein um símanúmer, grein í blaði eða álíka) Heimild um framboð er ekki nauðsýnlega það sama og staðinn þar sem hægt er að finna frekari upplýsingar. Og þá er líka þægilegar að geta smelt beint á tengli, en ekki fara í tveimur skrefum --Morten Lange 14. október 2010 kl. 13:56 (UTC)

Fjöldi meðmælenda, og hvort að framboðinu hafi verið skilað inn eða bara tilkynnt er komið aftur inn, í dálkinn Staða umsóknar. Miðað við tillögur þínar þá þarf bara næst að tengja í bloggsíður frambjóðenda. Eða, er það eitthvað annað sem þú áttir við?--Snaevar 14. október 2010 kl. 17:54 (UTC)

Jú það var það sem ég átti við, að hafa dálk þar sem mætti setja tengill, eða vísa í neðanmáls grein v. frekari upplýsingar. En Notandi:Cessator benti á fyrir neðan að beinar tenglar út fyrir Wikipediu ekki tíðkast í meginmáli Wikipedia-greinar. Sem passar auðvitað. Annar möguleiki væri að geta heimildar við texta í áhersludálknum, en "leyfa" þá tilvísun í almennari efni um frambjóðandann, ásamt áherslur. --Morten Lange 15. október 2010 kl. 22:11 (UTC)

Viðbætur óskast (Nafn, [kyn], Hvaðan koma uppl um framboð, Sveitarfélag, Áherslur)[breyta frumkóða]

Gott framtak að setja lista eftir því sem upplýsingar verða tiltækar á Wiki. Bendi á framboð sem vantar og er búið að tilkynna og setja upp facebook síðu fyrir: Ágúst Hjörtur Ingþórsson, Reykjavík, 49 ára http://www.facebook.com/agusthjortur

Frá lista eyjunnar[breyta frumkóða]

Grein á eyjunni, byggt á innsendum yfirlýsingum

--Morten Lange 13. október 2010 kl. 20:31 (UTC)

Raðast ekki rétt í stafrofsröð[breyta frumkóða]

Leitt að sjá að röðunin taki ekki tillít til kommur og broddstafi á réttan máta (Prófa að raða eftir nafni). Er eitthvað til ráða ? --Morten Lange 13. október 2010 kl. 23:38 (UTC)

Varðandi að röðunin taki ekki tillit til komma og broddstafa, þá bendi ég þér á þessa síðu. Ef það er svar við þessu þá er það þar.--Snaevar 17. október 2010 kl. 14:29 (UTC)

Fleiri óstaðfestir[breyta frumkóða]

Marín Rós Tumadóttir ætlar í framboð og er að safna undirskriftum. Kv. Heiða María Sigurðardóttir (man hvorki notandanafn mitt né lykilorð). Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 128.148.216.250 (spjall) · framlög 14. október 2010

Flott ! Gott væri að fá : útskýring á hvernig/hvar frettist af framboði, Búsetusveitarfélag, og gjarnan áherslur (Mætti t.d. vera eitthvað svipað og aðrir eru með eða t.d. í aðra átt sem :"Fultrúi fólksins, Góð samvinna á stjórnlagaþingi, Stjórnarskrá fólksins" )--Morten Lange 14. október 2010 kl. 10:05 (UTC)

Af lista hjá Stjórnlagaþingi á Facebook http://www.facebook.com/topic.php?uid=100767659985134&topic=71[breyta frumkóða]

  1. Ólafur Árni Halldórsson Er í framboði til stjórnlagaþings. Vil að Ísland eignist íslenska stjórnarskrá. http://www.facebook.com/pages/Olafur-Arni-Halldorsson-til-stjornlagabings/141422642570055?v=info
  2. Guðlaug Kristjánsdóttir Ég býð fram krafta mína, Íslensk stjórnarskrá - samin af þjóðinni, fyrir þjóðina - á máli sem ég og þú skiljum. http://www.facebook.com/pages/Gudlaug-Kristjansdottir-frambod-til-stjornlagabings/154732581232895

--Morten Lange 14. október 2010 kl. 10:40 (UTC)

Þorvaldur Gylfason[breyta frumkóða]

Byrjum með hreint borð Frétt á eyjan.is

Eva Sigurbjörnsdóttir[breyta frumkóða]

Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra í Djúpavík er að ganga frá framboði sínu til stjórnlagaþings. Fæðingardagur 24. apríl 1950. Heimild: http://www.facebook.com/profile.php?id=582812035#! Sigatlas 18. október 2010 kl. 10:15 (UTC)

Umfjöllun (visir.is), og Wikipedia-nafnið í fyrirsögn[breyta frumkóða]

Tenglar á Wikisíður[breyta frumkóða]

Tenglar á Wikisíður frambjóðenda[breyta frumkóða]

Er óvinsælt að setja inn slíka tengla á nöfnin eða hugtök frambjóðenda?

(Tmar78 14. október 2010 kl. 17:48 (UTC))

Wikipedia er alfræðirit en ekki frumheimild og því ekki viðeigandi að frambjóðendur búi til greinar um sig til kynningar. Einnig er lágmarkskrafa að fólk sé örlítið þekkt og vísað sé í heimildir aðrar en bloggsíður þess sem greinin er um. Kv., Björgvin.

Ytri tenglar eiga líka ekki heima í meginmáli greina. --Cessator 15. október 2010 kl. 14:11 (UTC)

Takmörkun á lengd texta?[breyta frumkóða]

Legg til að texti í Helstu áherslur verði takmarkaður við eina eða í hæsta lagi tvær línur, annars fara frambjóðendur að skrifa hér inn langlokur um sjálfa sig hver af öðrum. --Navaro 15. október 2010 kl. 20:05 (UTC)

Sammála, tvær línur eru alveg nóg fyrir dálkinn Helstu áherslur.--Snaevar 15. október 2010 kl. 20:12 (UTC)
Sammála, var komið út í langlokur. En er ekki ógerlegt að miða við fjölda lína. Veltur á svo margt, s.s, stærð glugga, leturstærð ofl. Hámarkslengd í færslum núna er um 170 stafabil, set 180 max í dálkahaus. --Morten Lange 16. október 2010 kl. 16:58 (UTC)

Sniðafyllerí[breyta frumkóða]

Henti út Heimild vantar sem og hlutdrægni þar sem þetta voru gjörsamlega vonlausar forsendur á bakvið þær. Heimildir eru annaðhvort tenglarnir sem getið er eða þjóðskrá og hlutdrægni á ekki við þar sem eðlilegt er að hver frambjóðandi hafi fram að færa stefnumál. Svona sniðafyllerí sem klessist allt efst á síðu lætur síðuna missa allan trúverðugleika, eykur ljótleikann og hefur nákvæmlega ekkert upplýsingagildi. --Stalfur 17. október 2010 kl. 19:19 (UTC)

Sigurbjörn Svavarsson til framboðs.[breyta frumkóða]

Sigurbjörn Svavarsson Rekstrarfræðingur hefur skilað inn öllum gögnum til framboðs. Um frambjóðandann:

http://www.svavarsson.is 
http://duddi9.blog.is/
http://www.facebook.com/?ref=home#!/profile.php?id=1218916075

Stærð greinarinnar nú og í framtíðinni[breyta frumkóða]

Þessi grein er farin langt fram úr mínum væntingum. Fyrst byrjaði hún sem rúmlega 10 manna listi og er nú eitthvað um 150. Þetta leiðir af sér ákveðið vandamál. Stórar greinar og listar skortir yfirsýn vegna stærðar sinnar og það er farið að eiga við þessa grein. Ég ætla hér á eftir að reyna að spá fyrir um hversu stór greinin verður eftir útgáfu heildarlistans frá Landskjörstjórn. Tvö dæmi verða nefnd og stærðfræðireiknuð. Vitað er að allur listinn yfir frambjóðendur er um 500 manns.

Dæmi 1: Síðan verður eins og listinn verður birtur á vef stjórnlagaþings. Stærð textans fyrir hvern frambjóðenda verður um 100 bæt og listinn 50.000 bæt. Öll greinin, með öllu tilheyrandi (inngangi, tenglum og töfluhaus) er þá 52.206 bæt. Við þær aðstæður þyrfti að skipta greininni í tvennt.

Dæmi 2: Síðan verður eins sett upp og hún er núna. Skiljanlega, þá er taflan hér nákvæmari en sú sem verður birt á vef stjórnlagaþings og að sama skapi stærri. Stærð textans fyrir hvern frambjóðenda verður um 400 bæt og listinn 200.000 bæt. Öll greinin, með öllu tilheyrandi er þá 202.206 bæt. Við þær aðstæður þyrfti að skipta greininni í 7 hluta.--Snaevar 22. október 2010 kl. 12:53 (UTC)


Spurning: Hversu stór má greinin vera? -Skiptingin eins og hún er núna er óþolandi. Það eru margir sem ekki fatta hvernig á að skoða fleiri frambjóðendur en þá sem birtast á fyrstu síðunni. Betra væri að hafa stafaskiptinguna efst, og þá að menu'inn sé OPINN en ekki lokaður eins og núna. --thorgnyr 27. október 2010 kl. 15:44 (UTC)

Miðast er við að greinar séu um 30kb með ákveðnum vikmörkum, svo að það er svosem í lagi að greinar séu jafnvel 40kb. Í tengslum við það hvernig eigi að skoða fleiri frambjóðendur gerði ég tvær breytingar. Í fyrsta lagi, breytti ég orðalagi inngangsins, svo að það er tengill þar yfir á hinar tvær síðurnar. Þessi möguleiki var þegar til staðar á síðunum fyrir listann frá Í-R og frá S-Ö. Í öðru lagi, þá opnaði ég "menu-inn" og hann helst þannig núna á öllum þremur síðunum. Ég vona að þessar breytingar séu nógu "idiot-proof", svo að allir geti notað síðuna.--Snaevar 30. október 2010 kl. 16:16 (UTC)

Óopinberi listinn er með meiri upplýsingar en sá opinberi[breyta frumkóða]

Með því að taka opinbera listann fram yfir, sem er ekki með áherslustikkorðum, verður þessi síða mun minna virði en áður. Legg til að vera með vísun í opinbera listann, og leyfa þessum óopinbera að halda sér. 78.40.254.52 30. október 2010 kl. 16:35 (UTC) -Guðlaugur Egilsson

Ég var að hugsa eitthvað svipað, fannst áherslustikkorðin vanta. Það er hinsvegar til þriðji kosturinn í stöðunni, og það er að bæta við einum dálki við opinbera listann sem hefur áherslustikkorðin. Þannig höfum við bæði alla frambjóðendur á lista og stikkorð hjá eflaust helming frambjóðenda listans.--Snaevar 30. október 2010 kl. 16:45 (UTC)