Spjall:Forsíða/Safn 1

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search


Safn 1 | Safn 2


Hamingjuóskir

100 greinar! Til hamingju allir íslenskir Wikipedíar! Næst er takmarkið 1000 greinar (og bæta þær eldri auðvitað, þetta á að snúast um gæði en ekki magn.) Biekko 01:39, 18 Mar 2004 (UTC)

Er ekki svoldið asnalegt að halda við þessum lista yfir greinar þegar sami listi er sjálfvirkt búinn til fyrir okkur af Wikipedia kerfinu, forsíðan er ekki alveg staður til að vera troða ýmsu dóti sem Special: er að búa til fyrir okkur finnst ykkur ekki? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 11:57, 25 Mar 2004 (UTC)

Auðvitað er þessi greinalisti hálf tilgangslaus. Ég held að við ættum að stefna á að hafa forsíðuna með svipuðu sniði og hún er á hinum norðurlandamálunum, dönsku, norsku eða sænsku.

Aðalatriðið ætti þó að vera að drífa í að þýða viðmótið. Það verk er sirka hálfnað, en þegar því er lokið er held ég fyrst hægt að segja að íslenski hlutinn sé virkur. Ert þú að þýða þetta viðmót? því ég var einnig byrjaður á því og það verk er sirca 31.016731016731016731% klárað ( já, ég mældi þetta ) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:24, 6 Apr 2004 (UTC) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:24, 6 Apr 2004 (UTC)

Í sambandi við þýðinguna: Sjá frétt á forsíðu og LanguageIs.php

Eins og sjá má breytti ég forsíðunni. Ef þið hafið einhverjar aðrar hugmyndir um útlit hennar látið þá endilega vita. Þetta er að minnsta kosti betra en það var.

Það þarf að sjálfsögðu að viðhalda henni núna. "Í dag" hlutinn á að viðhalda sér sjálfur ef séð er til þess að alltaf sé til síða fyrir næstu daga sem heitir t.d. "MediaWiki:March_26". Semsagt MediaWiki og tvípunktur á undan mánaðarheiti á ensku, striki (underscore) og dagsetningu. Í þessu skjali ætti ekki að vera mikið meira en bara tvær eða þrjár línur. Það má t.d. finna hvað hefur gerst merkilegt á hverjum degi í enska hlutanum. Eða þeim danska, sænska, norska eða einhverjum öðrum. Vonandi verður svo bráðum búið að henda einhverju inn á íslensku fyrir flesta daga. Athugið það að þessi litla síða sem er sótt er ekki sú sama og t.d. "26. mars", það er önnur síða og þar ættu að vera mun meiri upplýsingar.

Annað sem er á forsíðunni þarf að breyta handvirkt. Ef eitthvað mjög fréttnæmt gerist er t.d. upplagt að skjóta því inn í rammann "Í fréttum" og taka eitthvað burt sem er ekki lengur í umræðunni. Það sama gildir t.d. ef einhver deyr. Í valdar greinar gæti verið snjallt að velja bestu greinarnar. A.m.k. til að byrja með. Það sem ég setti inn núna tengir ekki einu sinni í neina grein, þannig að það er auðvitað svolítið steikt. Ég þýddi bara norsku forsíðuna í flýti. En þetta er allt að koma hjá okkur.

Steinst 01:11 - 26. mars 2004

Á meðan þetta er svona lítið hjá okkur ennþá þá held ég að það sé algjör óþarfi að koma upp forsíðu sem krefst daglegra uppfærslna. Ég er sammála því að greinalistinn sem var þarna fyrir var óttalega bjánalegur og nýja útlitið er mjög gott fyrir utan það að nær allir tenglarnir sem þar birtast eru rauðir. Ég hef áhyggjur af því hvað það segir þeim sem eru að heimsækja þessa síðu í fyrsta skiptið, frekar vil ég að undir liðnum "Valdar greinar" sé linkað í vandaðar greinar sem eru til nú þegar. Það má svo hafa flokk líka fyrir "Þarfar greinar" sem getur verið fullur af rauðum tenglum.

En ef það er einhver tilbúinn að tryggja það að forsíðan sé uppfærð daglega þá hef ég ekkert við það að athuga að þessir liðir tengdir deginum í dag séu til staðar, það væri samt betra ef að sú orka sem fer í það að viðhalda forsíðunni færi í það að skapa nýjar greinar og bæta við þær eldri þannig að fáum fleiri nýliða til að ganga til liðs við þetta verkefni, fólk þarf að sjá það að þetta sé ekki til neins. Biekko 01:24, 26 Mar 2004 (UTC)

Síðan krefst ekki daglegra uppfærslna. Hún uppfærir sig sjálf daglega með því að sækja síðuna MediaWiki:maí_20 (lítið á edit á forsíðunni til að sjá hvernig hún er sótt). Það eina sem þarf að vera til er skráin sem vísað er í. Ég hef nú þegar búið til skrár fyrir næstu daga. Það tekur svona u.þ.b. þrjár mínútur að útbúa hverja fyrir sig.

Ég er hins vegar sammála því að við ættum að linka í greinar sem eru til staðar. Það ætti svo sem ekki að vera stórmál, og þarf svosem ekki að breyta þar til nema á viku eða tveggja vikna fresti. Þá er bara að velja eitthvað almennilegt.

Ég setti inn nýja tengingu í "valdar greinar" og linkaði á greinina um Bjartmar Guðlaugsson. Ég setti líka inn litla mynd af plötualbúmi einnar af plötunum hans. Myndin er auðvitað ekki fengin með leyfi útgefanda, en myndir af plötuumslögum eru algengar á ensku síðunni þar sem menn virðast fella svona notkun undir fair use.

Steinst

200 greinar ! Mjög gott :)

gdh

Ég er orðlaus!

Í tengslum við nám mitt þá datt ég inn á enska hluta Wikipedia og hafði mikið gagn og gaman að. Svo sé ég að það er verið að búa til Íslenska síðu! Þar sem mér finnst þetta frábært framtak þá vil ég endilega leggja mitt af mörkum til að íslenska síðan vaxi sem mest og hraðast. Langar mig í því sambandi til að komast í samband við þann eða þá aðila sem hefur/hafa yfirumsjón með henni. Veit einhver hvernig maður kemst í samband við þá? -Kv. HAG

Í raun hafa allir þeir yfirumsjón með síðunni sem vilja, þannig virkar Wikipedia. :-) Allavega þeirri hlið sem snýr að efni síðunnar, tæknilega hliðin er í höndum einhverra gúrúa í útlöndum sem ég kann ekki deili á en þeir eiga sitt athvarf á meta.wikipedia.org. Allavega, ef þig langar til að leggja þitt af mörkum til útþenslu Íslenskrar Wikipedia þá er bara um að gera að demba sér beint í það að breyta greinum og bæta við, þá verður þú "umsjónarmaður" með síðunni með okkur hinum. Velkomin/n! --Biekko 16:30, 7 May 2004 (UTC)
Þetta er í raun voðalega "þú gerir það sem þú vilt" kerfi, það eru nokkrir "klassar" af notendum hinsvegar, venjulegir notendur eins og þú, stjórnendur og þróunaraðilar, auk annara sem ekki er mikilvægt að nefna, stjórnendur eru hinsvegar ekkert meira við stjórn en aðrir, þeir sjá bara um að viðhalda ýmsu í sambandi við alfræðiorðabókina. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:46, 21 Jun 2004 (UTC)

Ég held að það ætti að vera svolítið takmark hjá okkur að skrifa upp allar greinarnar á forsíðunni, upp á "útlitið" að gera. Það er líka svolítið um það að fólk veit ekki alveg hvar það á að byrja... þá myndi þessi grunnur hjálpa mikið til við að taka skrekkinn úr fólki.

Annað forgangsatriði er að klára að þýða viðmótið... er einhver sem að er svona "í því"?

 --Smári McCarthy 00:05, 22 May 2004 (UTC)
Er þessi þýðing svo ekkert á leiðinni? Meira að segja Wikipedia á Kaszebci (mál talað af einhverju litlu þjóðarbroti í Póllandi) er komið sem sína þýðingu, af hverju gengur þetta ekkert hjá okkur? Ég athugaði stöðuna áðan og mestöll forsíðan virðist vera þýdd, það á bara eftir að smella þessu inn, af hverju er það ekki gert? Ég veit að við kunnum öll ensku, en það sést berum augum að þetta er nú ekkert sérstaklega smart.--Martewa 20:31, 9 Jun 2004 (UTC)
Það sem mér finnst aðallega að mætti bæta er að taka ekki of stórt upp í sig, það er enginn möguleiki að allar þessar fréttir sem bætast við á forsíðuna klárist, og á meðan það er ekki lítur þetta ögn yfirþyrmandi út. Er ekki málið að byrja aðeins smærra og vinna sig svo upp meðan við erum ekki með mannskap í þetta.
Eitt annað, sem stjórnandi á ensku wikipedia veit ég að stjórnendur geta af-verndað ýmsar síður, þar á meðal það sem er í MediaWiki: flokknum, er ekki málið að gera það svo allir geti hjálpað til með þýðinguna, efa að fólk fari að skemmileggja þetta eitthvað þar eð þetta er alllt svo smátt og vinalegt hérna;=)
Og já, þessi síða á að vera tal um forsíðuna ekki eitthvað bull um hin og þessi málefni, einhver með sniðuga þýðingu á Village Pump svo við getum sett up Community portal? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:46, 21 Jun 2004 (UTC)Ég er að endurskrifa forsíðuna í mynd en. á Forsíða/temp, endilega kíkið á og haldið áfrám þýðingu, þetta er allt komið í Template: sem er svo sett inn í efnið. Reyna að hafa þetta lítið, sérstaklega Snið:Í fréttum ( sem á eftir að skrifa ). Núverandi forsíðan er bara skrímsli með allar þessar 'valdar greinar' sem eru svo flestar ekki til., Það sem þarf að gera er að þýða þetta betur og ná svo í þessar Template:'s af en., færa hingað og þýða. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:09, 23 Jun 2004 (UTC)

Munu ekki þessar valdar greinar hvetja fólk til að skrifa eitthvað í umræðuefnin sem eru linkuð? Allavega voru einhverjar af greinunum búnar til innan nokkurra daga frá birtingu. En annars var það ég sem skrifaði þennan annál í tilefni af 17. júní, þar sem það var nú 60. ára afmæli lýðveldisins og ég vildi hafa eitthvað sérstakt. Ef þú ætlar að stroka þetta út, gæturðu sett það á síðu þar sem efnið passar inn í? Það tók mig margar klst. að taka þetta saman. --Svavar L 23:12, 23 Jun 2004 (UTC)
Ég ætla ekki að stroka þetta út, málið er að forsíðan á að vera neat, lean portal, hún er bara orðin allt of stór núna. Stroka þetta eðlilega ekki út, færa þetta kannski á 'greinar sem beðið er um' sumt. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 14:10, 24 Jun 2004 (UTC)


Forsíðugreinin

Hvað á þessi matarprjónagrein eiginlega að vera lengi á forsíðunni? Hver velur þessar greinar? Heiða María

Greinarnar sem úrdrættir birtast úr á forsíðunni eru svokallaðar Úrvalsgreinar sem að greinarhöfundar Wikipedia hafa sérstaklega valið sem dæmi um það besta sem hefur verið gert hérna. Sjá Wikipedia:Úrvalsgreinar og Wikipedia:Tillögur að úrvalsgreinum. --Bjarki Sigursveinsson 02:54, 16 feb 2005 (UTC)
Ævar var að minnast á það á ircinu að við ættum að fara skipta greininni út, ætli við stefnum ekki að því? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 02:56, 16 feb 2005 (UTC)

Wikispecies

Þetta ætti að vera "Safn tegunda lífvera" eða eitthvað, því ekki er bara um að ræða dýrategundir -- Vegfarandi 18:36, 12 nóvember 2006 (UTC)

Tenglar lengst til vinstri

Langaði bara til að benda á að tengillinn á pottinn bendir á eitthvað sem kallast Current_events og er ekki til. Gott væri að einhver stjórnandinn lagaði þetta. Einnig finnst mér að "flakk", "leit" og "verkfæri" ætti að byrja á stórum staf. Hvað finnst ykkur? --Oskars 22:52, 26 des 2004 (UTC)

Fyrra vandamálið var Kerfisskilaboð:Currentevents-url lagaði það.
Hitt vandamálið er að í sjálfgefna CSS sniðinu (MonoBook) er öllum þessum fyrirsögnum breytt í litla stafi með text-transform: lowercase;, og er óskup einfalt að breyta því til baka, en það er gert með að bæta eftirfarandi við Kerfisskilaboð:Monobook.css:
.portlet h5 { text-transform: inherit; }
#p-personal ul { text-transform: inherit; }
Hitt er annað mál hvort eigi að breyta þessu, mörgum finnst nú "artí" að hafa fyrirsagnir allar í lá eða hástöfum bæði á ensku og á íslensku og kemur það útliti við. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 02:42, 27 des 2004 (UTC)

Færing á flokkavafranum

Er ekki komið svoldið of mikið bil í þetta miðað við hvernig þetta var? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 08:14, 6 sep 2004 (UTC)

Of mikið bil ofan við já, en flott neðan við. Þetta sást ekki í forskoðuninni (af hverju?!), þannig að ég sá þetta ekki fyrr en núna. Mætti minnka þetta niður í eitt bil að ofanverðu. --Smári McCarthy 08:17, 6 sep 2004 (UTC)

Þessi forsíða er í einhverju hassi yfirleitt billega séð, veit ekki afhverju. Hef verið að reyna að laga þetta sjálfur. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 08:42, 6 sep 2004 (UTC)

Þetta er mjög sexý núna eins og þetta er. --Iceman 12:18, 6 sep 2004 (UTC)
Sparkaði þetta í gang. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 12:23, 6 sep 2004 (UTC)

Skipulag og útlit forsíðunnar.

(fært af pottinumÆvar Arnfjörð Bjarmason 19:36, 19 mar 2005 (UTC))

Nokkrar umræður sköpuðust á IRC rásinni fyrr í kvöld um það að forsíðan væri ekki nógu góð eins og hún er. Helstu gagnrýnispunktarnir voru þeir að hún innihéldi alltof mikinn texta og að mörg af þeim atriðum sem þar eru krefjast mikils viðhalds (úrvalsgreinar, fréttir, vissir þú o.s.frv.) sem íslenska wikipedia getur bara ekki staðið á bakvið sómasamlega vegna smæðar sinnar. Einnig kom sú gagnrýni fram að forsíðan hjálpar nýjum gestum sem heimsækja okkur nánast ekki neitt við að komast í það efni sem þeir eru að leita að né útskýrir hún það á fullnægjandi hátt hvað Wikipedia sé... hinsvegar er sjáanlegur langur og mikill texti um matarprjóna og gamlar fréttir. Allir sem tóku þátt í umræðunni (Smári, Ævar, Friðrik, Herbert og Bjarki) voru sammála um það að gott væri að ráðast í stórtækar breytingar á forsíðunni til að laga þessa galla. Sú hugmynd sem við vorum í meginatriðum sammála um var að minnka verulega umfangið á forsíðunni og setja upp tengingar í helstu efnisflokka þannig að aðgengi fólks að því sem þegar er til hér batni verulega.

Tillöguna um nýtt útlit forsíðu er að finna hér. Nú óska ég eftir viðbrögðum frá öllum sem nota þessa síðu. Hvernig viljið þið að forsíðan sé? Go nuts! --Bjarki Sigursveinsson 04:13, 17 feb 2005 (UTC)

Mér finnst allt í lagi að breyta forsíðunni. Reyndar hefur hún verið talvert breytileg síðasta hálfa árið, en samt íhaldssöm líka. Ég hef samt enga sérstaka skoðun á því hvernig hún nákvæmlega ætti að vera. Þessi flokkun, sem kemur fram í tillögunni er kannski málið? Persónulega nota ég hana samt ekki, ég fer alltaf inn í nýlegar breytingar, eða Kerfissíður-nýjar síður, eða handahófsvalin síða..... Það hljóta samt að vera einhverjir, sem ekki hafa áhuga á að lesa allt sem hér er skrifað, og þeirra áherslur eru þá auðvitað aðrar en mínar og annað hentar þeim en mér. Aðalatriðið hýtur að vera að gera aðgang sem flestra sem greiðastan að því sem þeir eru að leita að. Það er þá háð því hve vandlega greinar eru flokkaðar svona í heildina, hvernig leit þeirra gengur. (Þetta er nú orðið nógu mikið af meiningarleysu í einu, er það ekki?)--Moi 10:51, 17 feb 2005 (UTC)

Wikipedia er ekki hugsuð fyrst og fremst fyrir þá sem eru að skrifa hana – og síst af öllu eingöngu þá sem hafa verið að skrifa í hana í nokkurn tíma. Wikipedia er ætluð almenningi til upplýsingar og fræðslu; við þurfum að fá eins mikið af almennum notendum og hægt er, sem síðan hjálpa okkur við að byggja upp efnið. Aðgengi þarf þar af leiðandi að vera gott.
Ég er t.d. afar ósáttur við að ég gat ómögulega fundið nokkra leið frá forsíðunni að skynsamlegum stað til að tengja inn í greinina um stjórnleysisstefnu – þess vegna er hún de facto munaðarleysingi.
Þessu þarf að breyta, og forsíðan er staðurinn til að byrja á. Uppástunga Smára er góð; einfaldleikinn þarf að vera ráðandi meðan íslenska Wiki er ekki nógu stórt til að styðja öll þessi fínheit. Og það þarf að gera sem mest af efninu aðgengilegt frá forsíðunni.
--Odin 11:14, 17 feb 2005 (UTC)
Sælir, ég fór að spá mikið í þessari flokkun og sá fram á að ég myndi brenna yfir um ef ég hugsaði meira út í þetta svo að ég fór bara að skoða sambærileg flokkunarkerfi og skoðaði hvernig britannica flokkar allt efni sitt niður á skipulegan hátt:
 1. Art (List)
 2. History (Saga)
 3. Mathematics (Stærðfræði)
 4. Philosophy (Heimspeki)
 5. Religion (Trúarbrögð)
 6. Science (Vísindi & fræði)
 7. Society (Samfélagið)
 8. Technology (Tækni)
Að sjálfsögðu verður ýmislegt tvíflokkað (kemur fyrir í tveim eða fleirum grunnflokkum). Mér sýnist þetta snið annars vera gallalaust, en betur sjá augu en auga, hvað finnst ykkur? (Á forsíðuni yrðu þetta breiðletruðu flokkarnir og helstu undirflokkarnir kæmu í smáuletri að neðan). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:50, 17 feb 2005 (UTC)
Já, mér líst ágætlega á þessa flokkun þína Friðrik. Margir myndu samt eflaust vilja hafa heimspeki og stærðfræði með inni í vísindum og fræðum, en það er ekkert svakalega alvarlegt samt, held ég. Mér líst allavega vel á að hafa vísindi og fræði í sama flokkinum, svo fólk fari ekki að rífast um hvað séu vísindi og hvað fræði. --Heiða María 22:23, 17 feb 2005 (UTC)
Ég hugsa nú að það verði hægt að finna einhverja sem enn nenna að rífast yfir því. ;) --Odin 23:03, 17 feb 2005 (UTC)
Sem betur fer þekkjum við ekki neina slíka. *hint, hint*. Annars er ég hlyntur þessari skilgreiningu Friðriks - Stærðfræði og Heimspeki eru það stórar yfirgreinar út af fyrir sig að það verður bara eðlilegara að hafa þetta svona. En ég vil sjá aðra röð undir þessu, þ.e.:
 • List
... c.a. 7 undirflokkar
 • Saga
... c.a. 7 undirflokkar
 • Stærðfræði
... c.a. 7 undirflokkar
 • Heimspeki
... c.a. 7 undirflokkar
 • Trúarbrögð
... c.a. 7 undirflokkar
 • Vísindi & fræði
... c.a. 7 undirflokkar
 • Samfélagið
... c.a. 7 undirflokkar
 • Tækni
... c.a. 7 undirflokkar
... eitt enn - hvar eru dægurmálin? Hvar er Allt Það Skrýtna Sem Wikipedia býr yfir? Það þarf að skoða þetta ögn betur.
-- Tvípunktameistarinn (Smári McCarthy 23:10, 17 feb 2005 (UTC))
Ég mæli með flokknum „Geðbilun“ fyrir ívísaða grein. ;)
Hinsvegar er góð og gild spurning með dægurmálagreyin. „Almennur fróðleikur“?
--Odin 00:06, 18 feb 2005 (UTC)
Umrædd grein fellur að sjálfsögðu undir trúarbrögð og aðrar svona „spes“ greinar gætu fallið undir líffræði t.d. Ég hugsa að nokkrunveginn allt geti fallið undir þetta flokkunarkerfi sem stungið hefur verið uppá. Svo má líka safna þeim saman í einn flokk ofan á það. --Bjarki Sigursveinsson 00:24, 18 feb 2005 (UTC)
Það er kannski engin ástæða til þess að vera búa til nýjan yfirflokk yfir þetta efni, þetta ætti heima kannski undir Menning -> Usenet (frekar en trúarbrögð, þar sem þetta er náttúrulega grín ættað frá usenet sem gæti kallast út af fyrir sig sér menningarheimur). Önnur dægurmál komast líklegast undir menningu á einn eða annan hátt eða eiga sér stað jafnvel í vísindum og fræðum (sem er það nákvæmlega það sama skv. orðabók, en ég notaði bæði heiti til að koma í veg fyrir rugling og vesen) eins og dauðaholdris á heima undir líffræðinni að sjálfssögðu. Snið:Wikipediatoc/tilraun er tilrauna útgáfa af þessu, en það er spurning hvort við eigum að hafa Ísland með í því eða hafa það sem undirflokk (einnig hef ég troðið trúarbrögð undir menning eins og glöggir sjá ;). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:09, 18 feb 2005 (UTC)
Vel að merkja; við erum að sjálfsögðu ekki að ræða endurskipulagningu á flokkakerfinu sem slíku, við getum alveg búið til flokk sem héti Flokkur:Sérstakar greinar eða eitthvað í þeim dúr þótt svo að það þurfi ekki að vera yfirflokkur á forsíðu en gæti komið fyrir einhverstaðar (greinin um einhyrninginn gæti t.d. verið þar ásamt því að vera í Flokkur:Usenet til að mynda). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 13:39, 18 feb 2005 (UTC)

Án þess að hafa nennt að lesa umræðuna hérna að ofan ætla ég að koma að mínum skoðunum á forsíðunni.

 • Velkominn textinn ætti að vera efstur á síðunni þar sem flokkarnir eru núna.
 • Næst fyrir neðan, í fullri breidd ættu að koma flokkarnir. Þessi hluti forsíðunnar mætti að mínu mati vera mun stærri og ítarlegri. Nokkrir almennir yfirflokkar í römmum með undirflokkum þeirra í lista fyrir neðan. Þetta mætti vera nokkuð ítarleg listun á fyrstu tveimur hæðum í Taxonomy tré yfir alla mannlega vitneskju.
 • Allt annað á forsíðunni er að mínu mati aukaefni og mætti jafnvel sleppa því alveg. Það skiptir þó í sjálfu sér litlu máli þar sem ef farið verður eftir fyrri tveimur atriðunum í þessum lista munu fæstir notendur sjá þessa hluti fyrr en þeir fletta síðunni niður.

Mér finnst franska síðan vera til nokkuð góð fyrirmynd hvað þetta varðar.

Önnur tungumál.

Var bara að spá, afhverju koma ekki tenglar í fleiri tungumál á forsíðunni? Ætti ekki í rauninni að koma tengill í öll önnur tungumál, eða er verið að stilla þessi í hóf? Karih 17:48, 7. maí 2005 (UTC)

Þú ert væntanlega að tala um listan vinstra meginn á síðunni, hann má ekki verða mikið lengri uppá útlitið á síðunni að gera. Með öllum málunum þá myndi hann ná langt niður fyrir allt annað efni á síðunni. Ég er reyndar á þeirri skoðun að sleppa öllum tungumálatenglum á forsíðunni og láta það bara duga að tengja í Wikipedia.org eins og gert er neðst á síðunni í stað þess að lyfta einhverjum örfáum upp á sérstakan stall. --Bjarki Sigursveinsson 21:10, 7. maí 2005 (UTC)
Ég hef stundum verið að hugsa út í þetta, og að mínu mati er sniðugast að hafa ekki tengla í valstikunni, heldur svona lista neðst skiptann eftir fjölda greina eins og gert er m.a. á enskunni. Þannig listi er mjög þægilegur, a.m.k. skemmtilegur, ég nota hann oft til að skoða einhver furðuleg tungumál, eða tungumál sem ég kanns smá í til að stauta mig áfram og svona, og reyni þá oftast að fara á wikpiediurnar sem hafa flestar greinar. Semsagt, mér finnst að það eigi að vera listi neðst á forsíðunni yfir önnur tungumál, skiptur eftir greinafjölda. --Sterio 18:08, 8. maí 2005 (UTC)

Útlit forsíðunnar

Fært af Wikipedia:PotturinnÆvar Arnfjörð Bjarmason

Ég veit, það er ekki langt síðan að forsíðan komst í það horf sem hún er nú, en ég var bara að hugsa, sérstaklega eftir að þessum tveimur táknum var bætt við þarna efst við handbókina og kynninguna að það myndi lífga mjög upp á síðuna að láta tákn við yfirflokkana (þ.e.a.s. náttúruvísindi, maðurinn o.s.frv.). Mér hefur fundist hún ansi lítilfjörleg síðan að allt var tekið út en efnisyfirlitið látið á hana. Í raunni er ég sammála því að hafa efnisyfirlitið þar (þó mér finnist að það mætti reyndar vera fleira líka, t.d. úrvalsgrein, skipt á mánaðrfresti kannski) en það er ekki mjög... fallegt. Eiginlega bara alveg rosalega óspennandi. En með litlum myndum við flokkana er, held ég, hægt að lífga það mjög við. Til dæmis er hægt að nota táknin sem þeir nota á he:, eða eitthvað álíka. Þau finnast á commons:Category:Icons líka. Bara uppástunga... --Sterio 10. ágúst 2005 kl. 15:13 (UTC)

Annað dæmi er að finna á it:... Held þetta væri þjóðráð, ef hægt er að gera þetta smekklega. --Akigka 10. ágúst 2005 kl. 15:16 (UTC)
Sammála, held að þetta væri til mikilla bóta, í það minnsta til tilbreytingar. Mér finnst þó he: síðan svolítið yfirhlaðin, en eitthvað í líkingu við it: væri flott! --Mói 11. ágúst 2005 kl. 00:38 (UTC)
Nei, hebreska forsíðan er, almennt séð, ekki mjög flott. Sú ítalska er aftur á móti almennt bara fyrirmyndarforsíða að öllu leyti, en hvað varðar táknin þá hefur ítalskan aðeins fimm yfirflokka en við sjö svo við gætum ekki notað táknin þeirra án þess að breyta kerfinu hjá okkur (sem væri náttúrulega líka möguleiki). Ísraelsku (varla eru þau hebresk, því þau eru ekkert með málið sjálft að gera) táknin hafa hins vegar þann kost að vera nógu mörg fyrir okkar flokka. Svo gæti náttúrulega einhver hannað sérstök tákn handa okkur líka, kannski leynist á meðal vor lítill fótósjoppari sem er þar að auki góður...--Sterio 11. ágúst 2005 kl. 00:45 (UTC)
Varðandi það að setja úrvalsgreinar eða grein vikunnar eins og norskan og nýnorskan er með eða jafnvel grein mánaðarins eins og færeyskan þá var þetta allt tekið út á sínum tíma einfaldlega vegna þess að það var enginn að halda þessu við almennilega, þar að auki virðist sem mesta traffíkin hérna sé fólk að skrifa eitthvað en ekki að lesa Wikipedia þannig það er að mínu mati ekki alveg þess virði að vera eyða þvílíkri vinnu í að gera þetta svona notendavænt og oft uppfært. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 11. ágúst 2005 kl. 03:09 (UTC)
Já, ég vissi af því og þess vegna lagði ég það ekki til í rauninni, en mér finnst við bara hafa það mikið af úrvalsgreinum að, ef við skiptum reglulega í byrjun hvers mánaðar, myndi það endast í ár. Og varðandi það að enginn komi hingað aðrir en þeir sem eru að breyta, þá veit ég um fólk sem hefur komið hingað en ekki lesið neitt því það hefur ekki fundið neitt sem það hefur slegið inn í leitarkassann og ekki nennt að vinna sig í gegn um flokkana. Úrvalsgreinin virkar sem eins konar upphafspunktur við skoðunina. En það er svosem í lagi að hafa svoleiðis, aðalatriðið er að láta forsíðuna líta aðlaðandi út finnst mér. --Sterio 11. ágúst 2005 kl. 11:24 (UTC)

Ég held að við séum orðinn það öflugur hópur hér að það væri ekkert mál að viðhalda svona forsíðugrein ef það væri skipt einu sinni á mánuði, ef almennur vilji stendur til þess að endurvekja það þá er það hið besta mál. Aðalatriðið er að passa áfram upp á það að forsíðan sé stílhrein og einföld og fyllist ekki aftur af svona fánýtu dóti sem engin leið er að viðhalda. Mér lýst annars vel á að lífga eitthvað upp á efnisyfirlitið, iconin sem eru notuð á hebreskunni finnst mér ívið flottari en þau ítölsku. Efnisyfirlitið er annars ekkert heilagt, því hefur lítið verið breytt frá því að við tókum það í notkun og ég held að það sé alveg tímabært að endurskoða sumt í því, þá er ég aðallega að hugsa um að fækka flokkunum, það má alveg grisja verulega í trúarbrögðnum, samfélagsfræðunum og "manninum" og sameina undir einum flokki, sama gildir um menningu og afþreyingu. Bara hugmynd. --Bjarki Sigursveinsson 11. ágúst 2005 kl. 12:00 (UTC)

Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að leggja aðaláherslu á það á þessari forsíðu að hafa hluti sem fengi fólk til að hjálpa til, t.d. samvinna mánaðarins eins og á dönsku forsíðunni auk þess sem mætti alveg færa listann yfir eftirsóttustu greinarnar sem ég hef verið að halda við á nýlegum breytingum yfir á forsíðuna einnhverstaðar til hliðar. Svo mætti alveg breyta þessu efnisyfirliti þannig að það leggi meiri áherslu á greinar sem við eigum til. En þó þarf að passa að þetta fari ekki út í einhverja vitleysu sem engin leið er að halda við eins og áður var. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 25. ágúst 2005 kl. 19:56 (UTC)

Efnahagsvísindi

Mundi stjórnin vera svo goð og breit "Hagfræði" í "Efnahagsvísindi" því hagfræði er undirflokkur. Í augnablik er inngángsgrein í Wikipedia:Sandkassinn.

57.86.68.89 21. sep. 2005 kl. 16:47 (UTC)

Nýtt útlit

Eins og sumir muna e.t.v. eftir talaði ég fyrir svoldlu um það að tími væri kominn til að fá nýtt útlit á forsíðuna, hressa aðeins upp á hana, annaðhvort að gefa henni myndir við flokkana, til að fá lit í hana, eða auka það sem á henni væri, hafa úrvalsgrein o.þ.h. Nú er ég loksins búinn að taka mig á og klára tillögurnar tvær. Önnur þeirra er í raun bara tillaga að nýju flokkakerfi og smá útlitsbreytingum á efnisyfirlitinu. Hún er hér. Hin er öllu róttækari, hana má finna hér. Ef þið skoðið kóðann á þeirri síðari sjáiði að ég gafst upp á því að gera töflur eins og á að gera hér og fór bara yfir í html, ég vona að fólki sé sama. Svo vil ég náttúrulega taka fram að ekkert á þessum tillögum er heilagt, ef þið viljið breyta þeim og bæta þær þá þætti mér það mjög gott. En hvað finnst fólki? --Sterio 1. okt. 2005 kl. 12:52 (UTC)

Mér finnst tillaga 2 flottari en báðar í raun fínar og alveg ásættanlegar. Hins vegar held ég að það þurfi að endurskoða flokkana . Það eru þrír flokkar sem tengjast manninum á einhvern hátt og það er svolítið ruglingslegt: Það er (a) maðurinn, (b) mannlíf og listir og (c) menning og afþreying.
Í fyrsta lagi er fullkomlega óljóst í hverju munurinn á (b) og (c) er fólginn. Af hverju eru t.d. ljósmyndun, höggmyndalist og málaralist (= myndlist?) flokkaðar undir mannlíf og listir frekar en menningu og afþreyingu? Er ekki list mikilvægur hluti menningar? Kynlíf, íþróttir og ferðamennska á hinn bóginn gætu vel átt heima í flokkið sem heitir Mannlíf og listir. Kannski mætti sameina flokkana og kalla hann einfaldlega Afþreying, listir og menning (mannlíf væri þá bara innifalið í hugmyndinni um menningu).
Í öðru lagi er það flokkurinn Maðurinn. Í honum eru vissulega annars konar undirflokkar en það er örlítið ruglandi heitið á flokknum þegar það eru til flokkar um mannlíf og menningu; það mætti gefa betur til kynna um hvað sá flokku snýst með betra heiti, t.d. Mannvísindi eða Mann- og hugvísindi eða Mannvísindi - félagsvísindi - hugvísindi; þetta eru jú allt saman fræðigreinar sem þarna eru og flokkast allar undir hugvísindi vegna aðferða eða mann- og félagsvísinda vegna viðfangsefnis. --Cessator 1. okt. 2005 kl. 14:31 (UTC)
Ég er sáttur með núverandi útlit. Ég sé heldur enga ástæðu til að taka saman einhverja flokka í einn, það breytir engu þótt þeir séu til sem undirflokkar hvors annars eða þá að undirflokkur einhvers yfirflokks birtist á forsíðu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. okt. 2005 kl. 15:11 (UTC)
Það að flokkun undirflokka og greina sé skýr en ekki tilviljanakennd, óreiðukennd eða ruglandi eykur aðgengi fólks að upplýsingum og síðum á vefnum og auðveldar notkun. það hlýtur að vera mikilvægt. --Cessator 1. okt. 2005 kl. 15:26 (UTC)
Já, hugsanlega. Hvernig hefðiru viljað breyta núverandi forsíðu þá (fiktaðu bara í henni endilega, það er ekkert mál að laga mistök)? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. okt. 2005 kl. 16:03 (UTC)
Ég er svo nýr hérna að ég held ég fari mér hægt í að breyta sjálfri forsíðunni. En ég hefði viljað sjá eitthvað á borð við það sem ég lagði til hér að ofan. --Cessator 1. okt. 2005 kl. 16:43 (UTC)
Jæja, ég ætla þá að reyna skilja þig aðeins betur. Maðurinn er jú, frekar furðulegur flokkur, ræðum það síðar. En hvaða flokkar eru Flokkur:Mannlíf og listir og Flokkur:Menning og afþreying? Þeir eru ekki til (eins og sést, þeir litast rauðir). Hvaða flokka varstu að tala um? Breiðletruðu titlarnir á forsíðunni: Menning og list og Tómstundir og dægurmál, eru ekki flokkar taktu eftir. Annars lærirðu rosalega mikið á því að fikta. Það er í góðu lagi að smella á Breyta hnappinn á forsíðunin undir flokkunum, til þess er hann :). Þú getur líka skoðað: Flokkur:Grunnflokkar og Wikipedia:Flokkastaðall (aumingjaleg tilraun til að staðla kerfið).--Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. okt. 2005 kl. 17:10 (UTC)
Málið er, Friðrik, að núverandi forsíða hvetur fólk hvorki til að skrifa né skoða. Ég hef beint æði mörgum inn á íslensku Wikipediu sem skilja hvorki upp né niður í því hvar þeir eiga að byrja. Meiriparturinn af þeim leitarorðum sem fólk slær inn skila engum greinum, og efnisyfirlitið er of kaotískt. Þegar maður fer á ensku Wikipediu getur maður nokkurnvegin gengið að því vísu að slá inn eitthvað og finna grein um það (það er langt í að svo verði hér), eða maður velur einhverja grein sem tengill er á af forsíðunni, svo sem úrvalsgrein. Það var aðalhugsunin hjá mér með þetta nýja útlit, a.m.k. það sem var svoleiðis. Svo varðandi flokkana þá getur verið að þetta sé ekki gott flokkakerfi einmitt svona, en það sem við höfum nú hefur of mikið af grunnflokkum, ef við lítum til dæmis á frönskuna, þaðan sem núverandi kerfi er komið, þá hafa þeir breytt yfir í svipað og þetta. (Þetta var byggt á frönsku og ítölsku flokkakerfunum, sem eru svipuð en ekki eins). --Sterio 2. okt. 2005 kl. 20:41 (UTC)

Hvað með að nota eitthvað eins og á frönsku forsíðunni til að lífga upp á flokkakerfið? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. okt. 2005 kl. 21:09 (UTC)

Ég var reyndar búinn að búa til eitthvað svipað þessu, en það er svoldið síðan og ég bara finn það engan veginn aftur og nennti ekki að búa það til aftur. Fann bara þessa útgáfu sem ég skellti upp þessu sem er þarna undir fyrstu útgáfu. Reyndar fannst mér bláleytu táknin sem þeir notuðu áður, og eru enn notuð á ítölsku, betri. --Sterio 2. okt. 2005 kl. 22:18 (UTC)
Það er „Kynning fyrir byrjendur“ þarna efst á lista ásamt stór og breiðletruðum tengli inn á Wikipedia. Það sem ég er að reyna benda á er að það gæti varla verið auðveldara aðgengi að upplýsingum fyrir byrjendur, hinsvegar mætti náttúrulega betrum bæta þessa kynningu. (E.s. Cessator ég sé núna hvaða flokka þú ert að tala um, að sjálfsögðu þá sem eru í nýju tillögunni, ég var að horfa á núverandi síðu :). Hinsvegar er annað, við þessa frönsku hugmynd, að hún er skýrari hvað varðar flokkanöfn (það sem að Cessator var að benda á). Maðurinn er örugglega tilvísun í Sciences humaines sem eru þá líklegast mannvísindi. Spurning að breyta þeim yfirflokk. Svo eru þarna einhver hugtök sem að eiga kannski ekki heima þarna, eins og þjóðerni og verslun. Þau koma örugglega nógu oft fram í umfjöllun um hagfræði og félagsfræði. Spurning hvort að það sé ekki bara hægt að beinþýða þessa frönsku hugmynd með þá bláum icon-um? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. okt. 2005 kl. 20:55 (UTC)
Ég tók eftir enn öðru í franska dótinu, efnisyfirlitið eru allt tenglar í portöl (e. portal). Það er náttúrulega það sem við erum búnir að reyna vera breyta flokkunum í. Er kannski betra að búa til svona portöl bara og hafa flokkakerfið alveg sér? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. okt. 2005 kl. 21:02 (UTC)
Það er þvílík vinna að halda þeim öllum við, flokka frekar. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. okt. 2005 kl. 21:05 (UTC)
Mér sýnist að portölin hafi verið þróuð sérstaklega um langan tíma áður en þeim er skellt saman við viðkomandi flokk... Það liggur umtalsverð vinna í þeim og varla vit fyrir okkur á þessu stigi málsins IMHO. En er nokkuð því til fyrirstöðu að taka upp þessa íkona í efnisyfirlitið? --Akigka 3. okt. 2005 kl. 21:35 (UTC)
Ekkert nema kannski viljinn. :-P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. okt. 2005 kl. 21:44 (UTC)

Ég ætla að byrja á því að færa íkoninn yfir á commons allavega. Svo kannski fikta ég eitthvað. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. okt. 2005 kl. 21:48 (UTC)

Hvað með að nota bara frönsku iconin? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. okt. 2005 kl. 21:50 (UTC)
Hvað með þetta: http://is.wikipedia.org/wiki/Sni%C3%B0:Efnisyfirlit/tilraun ? Endilega fiktið í þessu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. okt. 2005 kl. 22:12 (UTC)
Hebresku táknin eru bara svo... ófríð, að mínu mati. En er enginn áhugi á úrvalsgreinum á forsíðuna? Og einhverju sem hvetur fólk til að taka meiri þátt... --Sterio
Ég er nú ekki sammála því að þau séu ófríð - finnst þetta ágætt svona í tvílit, en hins vegar er ég sammála því að vera með "grein mánaðarins" á forsíðu. Held það skapi strax meiri áhuga þegar fólk kemur inn á forsíðuna. Slíkar greinar þurfa ekki endilega að vera úrvalsgreinar, bara nokkuð ítarlegar miðað við efni sitt (þýðing mánaðarins t.d. eða eitthvað slíkt) --Akigka 4. okt. 2005 kl. 10:02 (UTC)
Já, reyndar væri það í lagi, en hugsunin hjá mér var bara sú að við höfum 12 stykki úrvalsgreinar, þær ættu að endast í ár ef við hefðum þær í mánuð og þá hlytu að vera komnar fleiri úrvalsgreinar. Annars er það ekkert kappsmál fyrir mér að þær heiti úrvalsgreinar sem komast á forsíðuna. --Sterio
Hér er þá ein tillaga í heild sinni með fallegri icon-um og mánaðalegri grein: http://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a/tilraun
Það er hinsvegar spurning hvort að þið viljið hafa greininna fyrir neðan eða ofan. Líka hvort útlitið á kassanum ætti að vera öðruvísi. Endilega búið til önnur sýnidæmi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. okt. 2005 kl. 15:02 (UTC)
Þessi tillaga finnst mér alveg virkilega góð. Ég styð hana algjörlega. Myndi kannski breyta fyrirsögninni „grein mánaðarins“ og kannski hafa annan lit á kassanum, en það er allt... Og jú, gleymdi: Ég vil endinlega að það sé auglýsing um samvinnuverkefni mánaðarins þarna.--Sterio 4. okt. 2005 kl. 15:13 (UTC)
Þetta er flott svona. --Bjarki Sigursveinsson 4. okt. 2005 kl. 17:05 (UTC)
Á ég þá að skipta um útlit eða hvað? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. okt. 2005 kl. 10:36 (UTC)
Mér finnst það. --Cessator 5. okt. 2005 kl. 10:58 (UTC)
Mér finnst dáltið asnalegt að grein mánaðarins nái yfir allan skjáinn. Finnst eiginlega að hún ætti að vera í einum dálki á móti t.d. inngangstextanum (efst). -- Akigka
Í fyrst lagi, mér þykir það flottara :P. Í öðrulagi þá eru tveir ágallar hönnunarlega séð: fyrri er sá að textamagnið í kassanum er breytilegt og þá getur myndast of lítið eða mikið bil á milli efri hlutans og neðri hlutans (flokkarnir og það). Hinn er sá að það er í raun eðlilegra þegar maður er með vefsíðu að skipta síðunni ekki upp í allt of marga dálka, ástæðan er einfaldlega sú að þetta er ekki dagblað. Á vefnum ertu náttúrulega með scrolltakka og auðveldara að mörgu leiti að hafa efnisröðunina svona. (Sjá dæmi á Independent síðunni: [1], þetta þykir mér alveg fáránleg uppsetning. Síðunni er skipt til þriðjunga og aðeins einn þriðjungurinn notaður og í honum eru þrír dálkar, tveir með texta og annar með auglýsingum (jafnvel fjórði) og tenglum.) Mér þykir eiginlega nóg að hafa flakkið og svo í mesta lagi tvískipt á forsíðunni (þar sem við erum ekki með efnisgreinar að texta heldur bara lista á borð við flokkana). Vona að þú skiljir hvað ég er að fara. Ég bjó til prufu af þinni hugmynd hér: http://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a/tilraun1 . Að sjálfsögðu mætti bæta þetta, en þetta er samt ógeðslegt IMHO. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. okt. 2005 kl. 12:43 (UTC)
Tjamm, þetta er náttúrulega ógeðslegt nema inngangstextinn sé líka í ramma til móts við hinn rammann. Ég var bara að vísa til þess hvernig þetta er gert á hinum pedíunum (færeysku, dönsku o.s.frv.). En svo er varla hægt að leggja mat á þetta nema það sé einhver mynd í grein mánaðarins rammanum... --Akigka

Ég bjóst ekki við því að það að láta úrvalsgreinina ná yfir allan skjáinn gæti litið vel út þangað til ég sá það, og mér finnst það mjög flott. Hinsvegar finnst mér hitt líka flott, þar sem þetta eru bara tveir kassar hlið við hlið, inngangstextinn og úrvalsgreinin. Það hafði mér bara einfaldlega ekki dottið í hug, að hafa innganginn ekki yfir allan skjáinn. Og þó það líti vel út finnst mér það líka hálfkjánalegt, virkar ekki eins og jafn mikill inngangur. Ef efnisyfirlitið er stytt, þá má setja það við hliðiná úrvalsgreininni, sem mér persónulega þykir eðlilegast. En ef að inngangstextinn er svona í ramma, þá finnst mér að í þeim ramma eigi líka að vera um samvinnu mánaðarins... --Sterio 6. okt. 2005 kl. 13:21 (UTC)(tvípunktunum sleppt, þetta var orðið kjánalega mikið)

Hvaða rugl er þetta um að vefsíður séu ekki dagblöð og að þar af leiðandi eigi þær ekki að vera dálkaskiptar. Ekki er talið að auganu sé vel við að lesa línur sem séu lengri en 66 stafir og á það við á öllum miðlum. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að dagblöð séu dálkaskipt og að bækur eru sjaldan í A4 broti. Á mínum skjá eru nú 270 stafir í línunni og úrtakið úr greininni nær heilum þrem línum. Það er ekki mjög hvetjandi til lestrar og auk þess bara ljótt...

Hvaða rugl er þetta að halda því fram að það sem ég tel sé meira rugl en það sem þú eða aðrir telji? :-) Það er ekkert sjálfsagðara en að gera athugasemd, en óþarfi að gerast höstugur. Allavega, þú þarft að reikna með því að allir noti sömu leturstærð og þú, auk þess að allir noti sömu skjáupplausn til að geta notað þessa 270 tölu. Hver er eðlilegasta (þægilegasta) stærð á letri á vefsíðu og hver er mest notaðasta upplausninn? Í öðru lagi þarf að skoða hver munurinn er á því að lesa af tölvuskjá og blaði. Annars er eina leiðin til að leysa smekkmál um fegurð og ljótleika kosning, ef þess þarf er lítið mál að fara út í það eins og við gerðum í pottinum fyrir stuttu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11. okt. 2005 kl. 17:13 (UTC)
Fyrst vil ég nú afsaka þessar heldur harðorðu ásakanir um rugl, þetta var líklega of harðort en ég skal gjarnan halda áfram með þessa umræðu á fræðilegum nótum. Það er rétt að ég sit ekki með algengustu upplausn (þó algengustu leturstærð sé ég með). Aftur á móti er það svo að upplausn mín er alls ekki óalgeng. En óháð öllum pælingum um venjugleika ætti sú staða að menn sitji uppi með 270 stafi í línu aldrei að geta komið upp. Það er í lagi að einhver skekkja sé á þessu en fjórföldun á eðlilegri tölu er allt of mikið. Þar að auki á viðmótshönnun og sérstaklega vefsíðuhönnun að miða að því að vefsíðan sé aðgengileg fyrir alla hvernig sem tölvan er stillt. Varðandi mun á aflestri af skjá og blaði er hann ekki mikill í þessu tilviki. Þessar línulengdar viðmiðanir miðast aðalega að því að gera auganu auðvelt að skipta milli lína án þess að fara línuvilt en einnig næst mesti lestrarhraði kringum þessa tölu því augað þarf að hoppa optimal vegalengd til baka. Að þessu leiti sé ég ekki mikin mun á aflestri af skjá eða blaði.
Fegurð er í rauninni aukatriði í þessu tiltekna máli.
Afhverju er það erfiðara að lesa þennan útdrátt á forsíðunni heldur en greinarnar sjálfar, eða þessa síðu sem við erum á núna ef því er að skipta? Hér eru alveg jafnmargir stafir í hverri línu. --Bjarki Sigursveinsson 12. okt. 2005 kl. 15:48 (UTC)
Ég veit, greinarnar þjást af nákvæmlega sama vandamáli... og það ógildir engan veginn það sem ég hef sagt hér ofar.

Flokkun á forsíðu

Mér finnst sumir flokkarnir á forsíðunni alls ekki eiga rétt á sér. Af hverju er t.d. skordýrafræði hafður sem flokkur á sama "leveli" og dýrafræði? Af hverju er ekki bara höfð líffræði? Og þar undir dýrafræði, þar undir skordýrafræði o.s.frv.? Þetta á sömuleiðis við list, af hverju ekki list og þar undir hagnýt list o.s.frv. Þetta er ekki rökrétt flokkun... --Heiða María 10. okt. 2005 kl. 12:22 (UTC)

Af því að þetta er ekki grunnflokkakerfið. Þú verður náttúrulega að draga mörkinn einhverstaðar, það er augljóst að við viljum ekki hnapp þar sem stendur Flokkur:Allt. Internetið getur líka verið undir fjarskipti og fjarskipti undir rafeindafræði. Hinsvegar er Internetið dálítið vinsælt hugtak og víðnotað. Það er sama ástæðan fyrir því að skordýrafræði er þarna, sem ég held að sé ásamt stjörnufræði vinsælasta áhugamálafræðigreininn. Líklegast má betrum bæta þetta einhverstaðar, kannski að dýrafræði þurfi ekki að vera þarna, það mætti koma eitthvað sniðugara í staðinn. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. okt. 2005 kl. 13:33 (UTC)
Ég ætla bráðum að leyfa mér að fikta í þessu flokkunarkerfi ef enginn mótmælir því --Heiða María 12. okt. 2005 kl. 19:11 (UTC)

Flott

Fallega hönnuð forsíða! Og ekki spillir fyrir að grein mánaðarins skuli vera þessi, ma... ma... maður verður bara svolítið grobbinn! --Mói 10. okt. 2005 kl. 23:29 (UTC)

Enda máttu það, mjög góð grein hjá þér. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11. okt. 2005 kl. 01:21 (UTC)
Já, þetta er orðið ansi flott. Sérstaklega núna, með þessum punktalínum sem eru komnar. --Sterio

Internet Explorer á Windows

S.k. fólki sem hefur talað við mig kemur forsíðan ekki rétt út í Internet Explorer á Windows. Þar sem ég er makkamaður, þá get ég ekki tékkað á því nema með skjáskotum frá félögum sem nota Windows og þar með get ég ekki lagað þetta heldur. Getur einhver sem kemst í IE á Windows og kann CSS athugað með að laga þetta? --Stefán Vignir Skarphéðinsson 12. okt. 2005 kl. 00:56 (UTC)

Ég er með Internet Explorer og Windows stýrikerfi og allt er í lagi hjá mér. Ég er líka með Mozilla Firefox vafra, sem ég nota miklu meira, en ég get engan mun séð á forsíðunni hvorn vafrann sem ég nota. --Mói 14. okt. 2005 kl. 19:31 (UTC)
Það gæti verið málið að systurverkefnin geta bara farið takmarkað þétt saman, svo að þeir sem eru með littla upplausn sjá ekki síðuna í allri breydd sinni. Þetta er eina vandamálið sem ég sé fyrir utan að leturstærðin er alveg fáránlega lítil, en það er líklegast út af því að við erum að nota hlutföll og punkta til skiptis. Það þarf að skoða þetta betur bara. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. okt. 2005 kl. 20:06 (UTC)
Misjafn er smekkur manna. Iceman, alias Friðrik Bragi Dýrfjörð segir „leturstærðin er alveg fáránlega lítil“. Því mótmæli ég alfarið. Forsíðan myndi ekki batna við það að stækka letrið. --Mói 14. okt. 2005 kl. 20:27 (UTC)
Hvernig lýst þér á núverandi breytingu? Of stórt? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. okt. 2005 kl. 21:00 (UTC)

Ný forsíðugrein

Nú þarf að velja nýja grein fyrir nóvembermánuð. Ég hef tillögu um að einhver þeirra greina, sem nýlega voru tilnefndar sem úrvalsgreinar, verði valin. Þá hef ég sérstaklega í huga greinina Sannleikur. Hvernig lýst öðrum á það? Hver er það annars sem sér um grein mánaðarins? --Mói 31. okt. 2005 kl. 22:40 (UTC)

Sér svosum engin um þetta, ég bara bjó til sniðið fyrst og valdi grein sem mér líkaði. Þar sem þetta er eina tillagan, þá getum við bara notað hana (Sterio var búin að spyrja að þessu, en stakk ekki upp á neinu). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 31. okt. 2005 kl. 23:18 (UTC)
Mér líst alveg ágætlega á sannleik, nema þá bara það að það væri gaman að hafa grein með mynd... --Sterio 31. okt. 2005 kl. 23:51 (UTC)

Mætti ég leggja til að næstu forsíðugreinar verði skiljanlegar án þess að hafa stundað háskólanám. Norski stærðfræðingurinn er ekki alveg að heilla almenning sem er kannski að kíkja á þessa síðu í fyrsta skipti. Góðar líkur á að ég hefði sleppt því að bookmarka síðuna ef ég hefði séð hana í fyrsta skipti núna og haldið mig við ensku útgáfuna. -Eiríkurr

Atburðir dagsins

Ég bætti við hluta á forsíðuna sem listar atburði dagsins, til að þetta virki þarf að bæta við <onlyinclude> merkingum á dagasíðurnar í kringum inngang þeirra og þrjá aðalatburðina sem gerðust þann dag eins og ég hef gert á 3. og 4. desember. Þetta verður vonandi til þess að bætt verður úr dagagreinunum okkar sem eru í hálfgerðu rusli auk þess sem eitthvað breytist núna á forsíðunni daglega sem ætti vonandi að auka notkun hennar. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. des. 2005 kl. 07:19 (UTC)

Líst vel á þetta, en mætti þetta ekki heita "Þetta gerðist <dagur>" fremur en "<dagur> í sögunni"? --Akigka 3. des. 2005 kl. 11:45 (UTC)
Jújú. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. des. 2005 kl. 11:49 (UTC)
Ég myndi ekki hafa tengla í fyrirsögninni, „3. desember í sögunni“, bara af útlitsástæðum, og hafa svo bara tengil neðst sem væri til dæmis ...sjá meira. Einnig, af hverju er línan á milli greinar mánaðarins og dagadótsins breiðari en hinar línurnar? Ooog, enn eitt, mér þykir forsíðan vera farin að teygja sig heldur mikið niður með þessari viðbót, út af því að hún er algjörlega lárétt. Væri ekki mál að breyta því einhvernvegin, eins og t. d. að hafa daginn við hliðina á úrvalsgreininni? (eins og þetta er hjá mér (1024*768) þá sést rétt svo í daginn neðst á skjánum, mér finnst það svona hálfkjánalegt... --Sterio 3. des. 2005 kl. 13:04 (UTC)

"Á Suðvesturlandi varð mikið tjón vegna sjávarflóða og mundu elstu menn ekki annað eins." ég elska þessa setningu --Gakera 16:20, 30 október 2006 (UTC)

Nýjasta útlitsbreytingin

Mér fannst hitt útlitið mun betra. Legg til að þessu verði breytt tilbaka (mun skemmtilegra að hafa mynd og svona...). --Heiða María 5. des. 2005 kl. 17:28 (UTC)

Umm... það hvarf engin mynd held ég... Það var bara bætt inn svona litlum dálk fyrir daginn... Mér finnst sá dálkur sniðugur, vil endinlega halda honum. --Sterio 5. des. 2005 kl. 17:43 (UTC)
Myndin af MA er horfin, og dálkurinn um daginn og úrvalsgreinina eru ekki lengur hlið við hlið, heldur er annað neðan við hitt. Ég vil hafa dagadálkinn, en bara ekki svona uppsettan. --Heiða María 5. des. 2005 kl. 18:02 (UTC)
Sammála, það var snotrara. Kannski hægt að víxla þessu þannig að grein mánaðarins sé hægra megin og dagurinn vinstrameginn ef það pirrar einhvern að hafa myndina þarna á miðri síðunni. --Bjarki 5. des. 2005 kl. 18:09 (UTC)
Ó... ég einfaldlega sá það ekki. Það birtist ekki hjá mér, fyrren núna. En ég er sammála þá. --Sterio 5. des. 2005 kl. 18:20 (UTC)

Verndun?

Er kannski kominn tími á það að vernda forsíðuna varanlega eins og tíðkast á flestum stærri Wikipedium? Þetta er eitthvað sem mér er yfirleitt ekki vel við að gera án góðrar ástæðu. Það hafa verið væg skemmdarverk á forsíðunni undanfarið, ekkert til að fara hamförum útaf. Hinsvegar er forsíðan langsýnilegasta síðan okkar og skemmdarverk á henni líta mjög illa út gagnvart þeim sem sjá hana í slíku ástandi, og allir reglulegir notendur hér eru stjórnendur þannig að þetta heftir ekki svo mikið möguleikana á því að gera réttmætar breytingar á henni. Hvað finnst ykkur? --Bjarki 20. des. 2005 kl. 00:29 (UTC)

Mér finnst að hún megi alveg vera vernduð eins og á hinum tungumálaútgáfunum. Það er mjög mikilvægt að forsíðan sjálf sé í lagi og haldist þannig. Einnig finnst mér óæskilegt að miklar breytingar séu gerðar á andliti þessarar Wikipediadeildar án umræðu. Hægt er að ræða um breytingar á henni hér á spjallsíðunni, og jafnvel að búa til undirsíðu á notandasíðu sinni þar sem tillaga er sett fram í heild ef umtalsverðra breytinga er óskað. Einnig ber að athuga að það efni sem getur helst þurft að leiðrétta á forsíðunni er ekki geymt á henni sjálfri, heldur í grein mánaðarins og greininni um daginn í dag (nú Menntaskólinn á Akureyri og 20. desember), og því er hægt að leiðrétta það þótt forsíðan sé vernduð. – Krun 20. des. 2005 kl. 01:11 (UTC)
Vernda segi ég. Það er alltaf hægt að tala um breytingatillögur hér á spjallsíðunni. Ég mun setja verndun á þangað til annað kemur í ljós (ef það hefur ekki þegar verið gert). --Heiða María 20. des. 2005 kl. 02:04 (UTC)
Ég er hlynntur því að vernda hana. Ég tók aftur breytingar í gær en þá hafði einhver sett inn grófar klámmyndir og þannig hafði síðan verið í rúma klukkustund. Svoleiðis má auðvitað ekki gerast. --Cessator 20. des. 2005 kl. 02:39 (UTC)

Hvað varð um úrvalsstjörnuna?

Núna stendur bara nafnið á myndinni, hjá mér allavega. --Heiða María 24. janúar 2006 kl. 20:04 (UTC)

Dagsetningar

Hjá mér stendur enn 15. mars og atburðir þess dags, jafnvel þótt kominn sé 16. mars. --Heiða María 16. mars 2006 kl. 15:28 (UTC)

16 mars hjá mér. Ef þú sérð svona þá geturðu bætt ?action=purge aftast í URLið, þá er síðan endurgerð. --Stalfur 16. mars 2006 kl. 15:38 (UTC)
Jamm 16. mars hjá mér líka. Þarft sjálfsagt bara að hreinsa biðminnið í vafranum, ctrl+f5. --Bjarki 16. mars 2006 kl. 15:40 (UTC)

Varðandi atburði á forsíðu

Ég veit að ég hef lítið verið hér undanfarið, og það er í raun mjög langt síðan mér datt í hug að benda á þetta. Mér finnst svoldið skrýtið að atburðirnir á forsíðunni eru nær alltaf alveg sér íslenskir. Væri ekki réttara að hafa hlutina... alþjóðlegri. Svona út af því að við erum alltaf að reyna að hafa Wikipediuna á íslensku en ekki íslenska. Bara pæling. --Sterio 6. maí 2006 kl. 13:26 (UTC)

Þetta ræðst bara af því hvort einhver nenni að skrifa inn erlenda atburði í dagatalið, ef þú vilt bæta úr því þarftu bara að demba þér í það. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 6. maí 2006 kl. 13:39 (UTC)
Hehe, góður punktur... Ég reyndi reyndar að gera það í einhvern smá tíma, en svo nennti ég því ekki, svo ég ætti kannski ekki að segja mikið :p --Sterio 7. maí 2006 kl. 21:20 (UTC)
Neinei, þetta er svo sem alveg réttilega athugað en ég held að það sé frekar ýkt að setja hlutdrægni sniðið á allt almannakið ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 8. maí 2006 kl. 09:49 (UTC)
Ég bæti af og til við erlendum atburðum af BBC:On this day þann daginn. --Stalfur 12:12, 23 október 2006 (UTC)

Other languages

Hi!

I think I have all the other Wikipedia languages, that should be added to your Main Page (from french Wikipedia). Enjoy it ! ;-)

[[ar:]] [[bg:]] [[ca:]] [[cs:]] [[da:]] [[de:]] [[el:]] [[en:]] [[eo:]] [[es:]] [[et:]] [[eu:]] [[fa:]] [[fr:]] [[gl:]] [[he:]] [[hr:]] [[hu:]] [[id:]] [[io:]] [[it:]] [[ja:]] [[ko:]] [[lt:]] [[ms:]] [[nap:]] [[nl:]] [[nn:]] [[no:]] [[pl:]] [[pt:]] [[ro:]] [[ru:]] [[sk:]] [[sl:]] [[sr:]] [[fi:]] [[sv:]] [[th:]] [[tr:]] [[uk:]] [[zh:]]

84.169.72.204 (Known as 'Barbichette' on the french Wikipedia) 15. júlí 2006 kl. 15:43 (UTC)

Breytingar á forsíðunni

Jæja, þá er þessi útgáfa forsíðunnar að verða ársgömul (ekki satt?) og kannski tími til að skoða hvort hægt sé að endurbæta hana eitthvað. Ekki að ég sé að kvarta, enda finnst mér hún elegant. Það eina sem mér dettur í hug að mætti betur fara: tenglarnir efst á síðunni t.d. (hjálp, samvinna mánaðarins, úrvalsgreinar, gæðagreinar...) mættu amm vera nettari og settir upp í ramma. Af hverju eru systurverkefnin mjórri en kassarnir uppi? og svo er spurning hvort ekki mætti setja inn lítinn kassa: Wikipedia á öðrum tungumálum, bara svona nettan með þeim allra stærstu eins og á ensku wikipediu, og taka þá um leið út iw-tenglana vinstra megin. Ég hef svo verið að skoða hvort ekki sé hægt að birta mynd dagsins af commons þannig að hún breytist sjálfkrafa, en hefur ekki tekist að finna lausn á því. Stór falleg mynd sem breytist á hverjum degi myndi vissulega lífga töluvert upp. Ég hendi fram þessum hugmyndum hér, en kannski er engin ástæða til að vera að hrófla við síðunni. --Akigka 15:04, 1 nóvember 2006 (UTC)

Er að eiga við forsíðu sjálf, sjá Notandi:Jóna Þórunn/Forsíða. Segið endilega álit ykkar og hvort þetta komi til greina. Nenni vart að eiga við þetta ef ekki er áhugi á einhverju nýju. --Jóna Þórunn 21:01, 24 desember 2006 (UTC)
Too bloated for my taste. Ég er alveg sáttur við núverandi útlit, það er stílhreint og þægilegt. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:07, 24 desember 2006 (UTC)
Sammála. --Gdh 01:08, 31 desember 2006 (UTC)
Hvað ertu þá helst að hugsa um? --Jóna Þórunn 00:45, 31 desember 2006 (UTC)
Mér finnst þessi tillaga Jónu Þórunnar allrar athygli verð. Ég hef einmitt verið að hugsa um hvort ekki mættu vera fleiri atriði á forsíðunni án þess að miklu þurfi að kosta til í viðhaldi. Stakk hérna að ofan upp á mynd dagsins af commons. Ítalska útgáfan er með eitthvað slíkt sem uppfærist nánast sjálfkrafa, sýnist mér, en ég hef ekki áttað mig á því hvernig þeir fara að því ennþá (einhver flókin switch-snið). Svo væri ekki úr vegi, úr því frændur okkar Færeyingar eru með grein mánaðarins á færeysku, að birta hana líka, svipað og skandinavísku útgáfurnar birta "skandinavíska grein vikunnar" - finnst sum sé ekkert að því að birta grein á sænsku á norsku útgáfunni t.d. Það gildir ekkert annað um íslensku og færeysku. Eina áhyggjuefnið er hversu illa þeim hefur gengið að halda þessu við hjá sér. Vissir þú að... kafli er hlutur sem er uppfærður eftir hendinni og gæti t.d. verið ágætis showcase fyrir nýjar greinar/gæðagreinar... Allt eru þetta hlutir sem myndu lífga upp á forsíðuna sem er vissulega mjög elegant eins og hún er, en líka dálítið spartversk. Forsíðan á að vera gluggi á wikipediuna og engin ástæða til annars en monta sig af því sem vel er gert. --Akigka 01:17, 31 desember 2006 (UTC)

Ekkert jólaskraut

Við höldum ekki upp á aðra stórhátíðardaga, margar ástæður fyrir því og ég held það þurfi ekki að telja þær upp. Ég veit við höfum gert þetta áður en ég held að það sé betra að sleppa því. Skreytum bara þeim mun meira heima hjá okkur. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:48, 24 desember 2006 (UTC)

Útlit

Þessar krækjur (sem eru núna um 101 talsins) finnst mér vera allt of margar og allt að því óþarfar. Það hljómar rökrétt að setja krækju á öll „mikilvægustu“ umfangsefnin, en ég hef lúmskan grun um að það fyrsta sem einhver nýr gerir þegar hann heimsækir Wikipedia er einfaldlega að fara í Leitar kassann. Svo eru margar krækur þar eru að finna undir öðrum krækjum þar (t.d. er hægt að finna Listi yfir lönd og Listi yfir fólk undir Listi yfir alla lista). Ég hugsaði að hafa þetta eins og á Finnska Wikipedia en það lítur undarlega út, þannig ég skellti þessu upp hérna. Hvernig leggst þetta í ykkur? --Baldur Blöndal 18:45, 2 janúar 2007 (UTC)

Þeir sem einfaldlega fara í leitina hafa ekkert með forsíðu að gera svo hún mætti vera auð þess vegna, þeir geta bara slegið inn is.wikipedia.org/leitarorð og sleppt því algjörlega að skoða forsíðuna. Hinsvegar eru sumir sem hafa gaman af því að grúska og lesa einfaldlega eitthvað sem vekur áhuga þeirra. Til þess birtum við greinar, efnisyfirlit og merkisatburði þessa dags á forsíðunni svo og kynningu fyrir þá sem eru að koma í fyrsta skipti. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19:09, 2 janúar 2007 (UTC)
Ég var reyndar ekki að tala um þá sem eru að skoða wikipedia (og hefði ég kannski mátt orða þetta betur), heldur fólk sem er að leita að einhverju. Mér finnst persónulega gaman að skoða forsíðuna en þegar efnisyfirlitið tekur 46% af forsíðunni þá er það dálítið mikið. Mér er sama þótt þið ákeðið að hafna þessari hugmynd, en reynið allavegana að fækka krækjunum. Ég hef ekki séð neina Wikipedia síðu sem hefur svona margar krækjur. (það mætti jafnvel fá hugmyndir hjá la: wikipedia) --Baldur Blöndal 19:14, 2 janúar 2007 (UTC)
Forsíða frönsku Wikipedia er áþekk með álíka marga tengla, nokkur tungumál auk okkar nota þá frönsku sem fyrirmynd. Ég veit ekki af hverju þetta ætti að teljast mikið, efnisyfirlit á að vera yfirgripsmikið til þess að geta þjónað tilgangi sínum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 20:42, 2 janúar 2007 (UTC)
Mér finnst reyndar útlitið fínt eins og það er. En ef við ætlum að fara þessa leið, þá legg ég til að við sleppum líka tenglunum til hægri við kynninguna efst. Mér finnst ekki eðlilegt að hafa tengla á t.d. eðlisfræði, líffræði og stærðfræði en sleppa öllum öðrum fræðigreinum; fræðigrein er bara fræðigrein og þótt þessar séu mikilvægar í nútímavísindum, þá er umfjöllun um þær ekkert mikilvægari á Wikipedia en einhver önnur umfjöllun. Og tenglar á mat og drykk, stjórnmál og upplýsingatækni mættu líka missa sín; hvers vegna að hafa þá frekar en eitthvað allt annað, t.d. íþróttir, hernað og kjötverkun? En eins og ég segi, mér finnst forsíðan fín eins og hún er og tel að hún þyldri raunar miklu meira efni. --Cessator 19:44, 2 janúar 2007 (UTC)
Mér finnst hún alveg mega hafa meira efni eins og hefur verið gert tilraunir með (Vissirðu að.., mynd dagsins og fréttir) en að hafa tenglana fleiri en hundrað er einfaldlega yfirdrifið nóg. --Baldur Blöndal 20:01, 2 janúar 2007 (UTC)
Mér finnst engu breyta hver fjöldinn er per se, bara spurning um hvort síðan lítur vel út eða ekki. Mér finnst hún reyndar líta vel út núna. og það sem meira er, hún er að mörgu leyti þægileg fyrir þá sem vilja „browsa“. --Cessator 20:21, 2 janúar 2007 (UTC)
Ég hef ekkert við útlit síðunnar að athuga eins og hún er núna. Vissulega er efnisyfirlitið stórt en plássið er líka alveg til staðar þar sem lítið annað efni er á henni. Ef við förum hinsvegar út í það að bæta við nýjum gluggum eins og „vissir þú...“ og „mynd dagsins“ (sem ég styð btw) þá horfir málið kannski dálítið öðruvísi við. Þá held ég að það væri best að flytja efnisyfirlitið yfir á sérstaka síðu sem væri tengt í með áberandi hætti af forsíðu. Á þeirri síðu mætti svo gera efnisyfirlitið ennþá ítarlegra fremur en að minnka það. --Bjarki
Mér finnst þessi haus hjá Baldri að mörgu leyti fínn. Nema hvað flokkarnir ættu að vera almennari: t.d. vísindi (og þar undir fræðigreinarnar), samfélag, menning, tækni... sem dæmi. Hins vegar finnst mér heldur ekkert að því að hafa þetta stóra Efnisyfirlit neðst eða neðarlega á síðunni. Línan með úrvalsgreinum, hjálpinni o.s.frv. finnst mér mætti vera ein lína í stað tveggja, til að hækka grein mánaðarins upp fyrir miðju. Svo finnst mér þess virði að bæta við t.d. Mynd dagsins eða Vissir þú að... fyrir neðan grein mánaðarins og atburðir dagsins (og þá fyrir ofan Efnisyfirlitið) til að vera með meira af dýnamísku efni á forsíðunni... en það er auðvitað algerlega háð því að hægt sé að viðhalda því. Það er bjánalegt að vera með óuppfærð svæði á forsíðunni. Mér finnst núverandi útlit vera gott, þótt það mætti slípa það aðeins til (heila brotalínan ætti t.d. að vera efst í efnisyfirlitinu en ekki fyrir neðan grein mánaðarins og atburði dagsins), en mín vegna mætti líka gera tilraunir með það, eins og Jóna Þórunn hefur verið að gera. Íslenska forsíðan er góð eins og hún er, en mér finnst, komin með yfir 10.000 greinar, að við gætum reynt að teygja okkur aðeins lengra í að stilla út efninu. --Akigka 02:18, 3 janúar 2007 (UTC)
Takk fyrir. Mynd dagsins (eða vikunnar?) og Vissir þú að.. eru góðar hugmyndir, og ég væri tilbúinn að vinna eitthvað í því að uppfæra þetta. Svo var þetta mjög flott framlag hjá Jónu, það þyrfti bara að breyta því örlítið (kannski að breyta litinum og gera þetta minna út-þanið) og þá er þetta mjög flott. --Baldur Blöndal 09:56, 3 janúar 2007 (UTC)

Önnur tillaga

Sæl, ég hef verið að vinna að smá verkefni hérna. Hvernig finnst ykkur? --Baldur Blöndal 15:19, 3 janúar 2007 (UTC)

Ef boxið merkt Fréttir væri sameinað Portal og efnisyfirlitið væri sett í það (tvöfalt box) og efsta boxið stækkað og í staðinn fyrir efnisyfirlitið þar kæmu tenglar í kynningarefnið, hjálpina og allt það þá væri þetta orðið nokkuð flott. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15:29, 3 janúar 2007 (UTC)
Skil ekki alveg hvað þú átt við, viltu þá að efnisyfirlitið verði efst (þar sem fréttirnar og Vissir þú að.. eru núna) í tvöföldu boxi? --Baldur Blöndal 15:37, 3 janúar 2007 (UTC)
Jæja, búinn að breyta þessu tiltörulega mikið (og ég fattaði í leiðinni að ég kann varla neitt í þessu þannig ég gerði þetta eiginlega allt með því að giska). Hvernig finnst ykkur þetta koma út núna? --Baldur Blöndal 19:53, 3 janúar 2007 (UTC)
Mér finnst þetta nokkuð góður grunnur, allt á réttri leið. Ég myndi þó sleppa upptalningunni á tungumálum þarna neðst, held að það sé nóg að tengja í wikipedia.org. Svo myndi ég leggja til að kassanum „Fréttir“ verði sleppt og mynd dagsins höfð þar, bæði vegna þess að mynd dagsins þarf ekki að ná yfir alla síðuna og svo hef ég efasemdir um tilvistarrétt fréttakassans. --Bjarki 20:51, 3 janúar 2007 (UTC)
Búinn að breyta því. --Baldur Blöndal 20:58, 3 janúar 2007 (UTC)
Mér finnst þetta að mörgu leyti líta vel út en ég skil ekki valið á tenglunum efst til hægri við hliðina á Wikipedia kynningunni. Ég myndi sleppa þeim. --Cessator 03:43, 4 janúar 2007 (UTC)
Ég myndi hafa kynninguna 100% að breidd, setja úrvalsgreinar, gæðagreinar, handbók og það í eina línu, taka burt þessa tvöföldu línu efst í hverjum kassa og hafa bara einn dökkgráan lit í rammanum, setja atburði dagsins við hliðina á grein mánaðarins, mynd dagsins fyrir neðan grein mánaðarins og Vissir þú að... fyrir neðan atburði dagsins. Af hverju kemur þetta undarlega '[' tákn yfir táknmyndina í kössunum efst hægra megi n? Mætti ekki sleppa því? Breyta flokkunum í kynningarrammanum í "Menning, Samfélag, Tækni, Vísindi". :) --Akigka 08:52, 4 janúar 2007 (UTC)
Trúðu mér, ég væri til í að fjarlægja þetta ‚]‘ merki, en bara get það ekki, gæti einhver hjálpað? --Baldur Blöndal 11:06, 4 janúar 2007 (UTC)
Nú hefur tenglunum sem ég var að tala um fækkað en það eru samt nokkrir eftir, t.d. stærðfræði, líffræði, list og menntun. Ég skil ekki af hverju er tengt á þessa hlut:i þarna efst þegar þetta er allt í efnisyfirlitinu fyrir neðan (og auk þess skil ég ekki af hverju þessir tenglar eru valdir öðrum fremur). --Cessator 16:18, 4 janúar 2007 (UTC)
Allt á þessari síðu er bara prófun sem þið megið endilega breyta grimmt, ég valdi bara einhverja tengla sem þurfa auðvitað ekki að vera þarna. Ég prufa að eyða þeim. --Baldur Blöndal 16:59, 4 janúar 2007 (UTC)
Gerði eina grimma :) Hvernig finnst þér þetta koma út? --Cessator 17:07, 4 janúar 2007 (UTC)
Ég breytti líka röðuninni á Handbókinni og Samvinnunni (finnst af einhverjum ástæðum eðlilegt að handbókin komi á eftir kynningunni, breytið því aftur ef þið eruð ósammála). Núna finnst mér þetta flott forsíða og myndi veita henni minn stuðning. --Cessator 17:12, 4 janúar 2007 (UTC)
Þetta er flott hjá þér, ég var eitthvað að rembast við það að miðju-gera hausinn, en þá varst þú þegar búinn að að laga þetta. :P Þetta er orðið mjög flott. Sniðugt líka að láta höfuðkassann ná yfir allt. Ég myndi segja að hún sé nærrum tilbúin. (ég einfaldaði líka kassana, og bjó til snið. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef búið svona snið til en það lukkaðist samt nokkuð vel) --Baldur Blöndal 17:17, 4 janúar 2007 (UTC)
Þetta lítur ágætlega út, en mér fundust flokkarnir koma vel út þarna hægra megin í hausnum af því þeir nýttu plássið vel. Ég er enn á því að það mætti setja þarna flokkana Menning, Samfélag, Tækni, Vísindi. Svo finnst mér að enn mætti setja línuna þar fyrir neðan í eina línu, t.d. með því að minnka myndirnar og textann, eða bara myndirnar. Einnig finnst mér að röðin á kössunum ætti að vera Grein mánaðarins, Atburðir dagsins, Mynd dagsins og Vissir þú að... Svo fara litirnir og þessi tvöfalda lína efst í kössunum svolítið í taugarnar á mér. Mér finnst fara betur á því að vera með einfaldan gráan ramma utanum boxin. Annars er þetta allt á réttri leið, þykir mér. --Akigka 21:06, 4 janúar 2007 (UTC)
Ég prófaði að setja aftur tenglana hægra megin, en hafði eiginlega bara grunnflokkana í stað tiltekinna fræðigreina eins og stærðfræði og líffræði. Kemur þetta vel út? Fannst kannski einhverjum betra að láta efsta kassann ná utanum alla hina kassana? Ég átta mig ekki á hvaða lína fyrir neðan er ekki í einni línu. Um litina er ég svo ósammála þér, mér finnst þeir einmitt flottir. --Cessator 21:30, 4 janúar 2007 (UTC)
Allt í lagi, það er smá ágreiningur hérna.. Hverju ætti að breyta til þess að sem flestir yrðu ánægðir? Akigka hvartaði yfir litunum, það væri kannski hægt að fækka þeim? Hafa hvert column með sérstökum lit í staðin fyrir hvert box? --Baldur Blöndal 21:08, 5 janúar 2007 (UTC)
Ég er ágætlega sáttur við forsíðutillöguna eins og hún er núna. Mín vegna mætti skipta henni inn svona. Ég er ekki sáttur við litina, en þeir trufla mig heldur ekkert svakalega. Flokkarnir hægra megin efst eru dálítið undarlegir, þar sem mér finnst svo augljóst að 'List' fellur undir 'Menning' og 'Fræðigreinar' undir 'Vísindi' og ég skil ekki af hverju 'Stubbar' er þarna flokkur. En þetta eru smáatriði sem eflaust eiga eftir að lagast. --Akigka 22:50, 5 janúar 2007 (UTC)
Fræðigreinar og vísindi eru ólíkir grunnflokkar. Hugmyndin hjá mér var fyrst að þessir tenglar væru með öllu óþarfir en ef þeir ættu að vera, þá ættu þeir að vera grunnflokkar en ekki tenglar á bara eitthvað. List er að vísu ekki grunnflokkur, en það lítur betur út að hafa 9 tengla en 8. --Cessator 23:52, 5 janúar 2007 (UTC)
Hvernig eru fræðigreinar og vísindi ólíkir grunnflokkar? Fræðigrein og vísindagrein eru samheiti. --Akigka 00:00, 6 janúar 2007 (UTC)
Í þessum skilningi eru þetta ólíkir grunnflokkar: Flokkur:Grunnflokkar. Það eru reyndar fleiri grunnflokkar en þeir eru bara ekki jafnáhugaverðir þegar kemur að því að „browsa“. --Cessator 00:07, 6 janúar 2007 (UTC)
Skil þig :) --Akigka 00:10, 6 janúar 2007 (UTC)
Er ekki hægt að sameina þá grunnflokka? Ég sé enga ástæðu til að hafa fræðigreinar og vísindi aðskilin. Raunvísindi eru meira að segja í fræðigreinaflokknum (og ekkert óeðlilegt við það). Þá mætti fjarlægja Stubbaflokkinn og List, þá getum við haft 3x3 tengla þarna. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 00:01, 6 janúar 2007 (UTC)
Eflaust má sameina. Ég hélt að þessi skipting væri eitt af fáu sem ætti að vera á öllum Wikipedium en satt að segja hefur mér alltaf fundist hún býsna klaufaleg. --Cessator 00:07, 6 janúar 2007 (UTC)
Eitt annað smáatriði sem er ekki sérlega áberandi en verður meira óþolandi með tímanum, er að líklega út af íkoninu efst til hægri, nær efnisyfirlitið ekki út í allan kassann sem það er í og kemur bil hægra megin við það. Spurning hvort hægt væri að laga það með einhverjum ráðum? --Akigka 00:05, 6 janúar 2007 (UTC)
Uss, svona fer þegar farið er í hönnun áður en ákveðið er hvað á að vera með og ekki. Í fyrsta lagi á forsíðan að vera inngangur að Wikipedia fyrir nýliða og ekki vera vinnusvæði fyrir þá sem „kunna“ á hana. Þess vegna er of lítill inngangur um hvað Wikipedia er og efniyfirlitið á að fara út - stærstu flokkar eru nóg til að flakka í (til að byrja með). Þannig fáum við nærri helmingi minni forsíðu og náum meiri athygli. Varðandi smáatriðin þá þarf að laga margt í þeim efnum. Í fyrsta lagi eru það litlu myndinar sem allar koma úr sitthvorri áttinni. Það þarf að samræma. Wikimedia Foundation-merkið er gegnsætt og kemur illa út vegna þess að línan sést í gegn. Það er ljótt að blanda saman punktalínum og heilum línum. Tenglarnir í hausnum (Menning, Tækni, Náttúran...) virðast vera að falla út úr kassanum - óþarfi að troða þeim svona langt til hliðar. Eitthvað þarf að laga Commons-tenglana við mynd dagsins, þeir gera það sem þeim sýnist og fara jafnvel fyrir myndina. --Jóna Þórunn 21:45, 7 janúar 2007 (UTC)
Tja, við erum búin að vera að ræða það eitthvað síðustu daga hvað ætti að vera með. Ég er ekki sammála því að forsíðan eigi að vera fyrir nýliða, og ekki heldur þá sem skrifa hér reglulega, heldur notendur - þ.e. þá sem lesa og fletta upp. Ég held að flestir lesi wikipediu, og lítill hópur þeirra lesenda ákveði síðan að fikta og bæta við (gerast höfundar þ.e.). Er þessi inngangur minni en á öðrum wikipedia-verkefnum? Að öðru leyti er ég sammála þessari gagnrýni.--Akigka 23:34, 7 janúar 2007 (UTC)
Varðandi forsíðuna erum við að tala um sama hlutinn; að hún eigi að vera forsíða fyrir þá sem lesa en mér finnst samt að efnisyfirlitið taki of mikið pláss. Af hverju er verið að tvítaka einhverja örfáa flokka (koma bæði fyrir í haus og efnisyfirliti), hví ekki bara lista upp stærstu/helstu flokkana og sleppa efnisyfirlitinu. Innihald þess er hvort eð er umdeilanlegt og hefur alltaf verið. Hugmynd væri t.d. raunvísindi, menning, trúabröð, maðurinn, félagsvísindi, tækni og stjórnmál - eins og þetta er í grófum dráttum í efnisyfirlitinu í dag. Til hvers að lista undirflokka? Ég held að fólk sem vafri um flokkakerfið átti sig á því að leyta í menningu eftir tónlist en ekki í t.d. raunvísindum eða trúabrögðum. Varðandi þá sem eru að skrifa og breyta þá ætti að taka til í samfélagsgáttinni fyrir þá. :) Og já, mér finnst að inngangurinn mætti vera lengri en 1 málsgrein. Eitt enn; er ekki gáfulegt að vanda sig við að setja ekki inn rauða tengla á forsíðuna, eða alla vega hreinsa upp þá verstu? --Jóna Þórunn 16:46, 8 janúar 2007 (UTC)
Ég var aðeins að skoða innganginn á norskunni, sem er nokkuð lengri en þetta hjá okkur og settur upp í sérramma. Mér finnst þetta samt nettara hjá okkur og segja í raun allt sem segja þarf. Ég er sammála þér að efnisyfirlitið mætti missa sín, en tek ekki fyrir það að einhverjum kunni að þykja það hentugt til að byrja. Ef svo er þá er mér ósárt um að hafa það þarna neðst (fer reyndar allt niður fyrir mína litlu skjástærð). Kannski er einmitt ágætt að fara báðar leiðirnar, sem við getum kallað þá ensku og frönsku :) Að skjóta niður rauða linka á forsíðu er skemmtilegt sport sem ég stunda þegar ég er í stubbastuði. Þætti miður ef þeir yrðu bannaðir með lögum... :) Svo finnst mér þessi tillaga orðin nokkuð fín bara, þótt enn megi eflaust slípa nokkra agnúa af henni. Legg til að við skellum henni fljótlega inn. Hún verður ekki klöppuð í stein við það. --Akigka 20:10, 8 janúar 2007 (UTC)
Já er það ekki? Hafði sjálfur einmitt verið að pæla hvort þetta sé ekki bara orðið nokkuð frambærilegt. --Baldur Blöndal 20:31, 8 janúar 2007 (UTC)
Mér finnst efnisyfirlitið mega vera áfram; það er ekki fyrir neinum þarna niðri en gagnast kannski mörgum lesandanum. Margar wikipedianna hafa efnisyfirlit í einhverri mynd (t.d. franska, spænska, portúgalska, rússneska, latneska, arabíska, færeyska, ítalska, pólska, úkraínska, tyrkneska, gríska, slóvenska). --Cessator 00:28, 8 janúar 2007 (UTC)
Finnska Wikipedían hefur efnisyfirlitið (ef ég man rétt) í samfallanlegum kassa, þannig að það er hægt að fella hann ef hann er að angra einhvern. Alveg þess virði að benda á það. --Baldur Blöndal 00:55, 8 janúar 2007 (UTC)
Hvað með þá sem verða pirraðir við það að horfa á þetta renderast og hverfa svo? Þetta er alveg svakalega tilgangslaus fídus að mínu mati. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:56, 8 janúar 2007 (UTC)
Satt, hafði ekki hugsað það til enda. --Baldur Blöndal 18:10, 8 janúar 2007 (UTC)
Ég sé ekki hvernig efnisyfirlit sem menn ekki sjá trufli þá eitthvað við lestur inngangsins. Svo sýnist mér sem allir átti sig á því að þetta er upphafspunktur fyrir margt fólk sem notar Wikipedia en ekki vinnusvæði stjórnenda, enda ekkert á forsíðunni sem bendir til þess. Þarna er efni sem vekur áhuga venjulegs lesanda og áhugaverðir byrjunarstaðir fyrir þá sem eru að lesa sér til skemmtunar. Ég er ekki sammála því að það þurfi einhvern gríðarlegan kynningar inngang á forsíðuna, flestir átta sig á nægilega miklu og lifa án þess. En til öryggis er þarna stór tengill sem heitir Kynning. Hef svo sem ekkert meira að segja um þetta, annað en það að ég er ósammála þér með heil- og punktalínur, enda er það smekksatriði. ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:53, 8 janúar 2007 (UTC)
Það verður auðvitað að gera, það sem kallast á ensku "to give the users some credit". Það þarf ekki að leggja allt fram og mata fólk á upplýsingum og segja því hvernig það bætir við wikipedia. Flestum dugar það einfaldlega að fikta og gengur bara vel þannig. En það sakar auðvitað ekki að hafa 'tiltörulega' langa kynningu, þar sem hún sakar ekki þá sem læra á Wikipedia af sjálfsdáðum mikið. Svo er það mín reynsla að þótt allir Kynningar- og Byrjendatenglarnir séu á forsíðunni þá er það alls ekki eitthvað sem virgin-notendur smella á. Þeir fara oftast bara í leitarkassann. --Baldur Blöndal 18:10, 8 janúar 2007 (UTC)
Sem þýðir líklegast að þeir eru ekki að lesa inngangin yfir höfuð svo það breytir engu. Eins og ég sagði, þessi tengill er þarna til öryggis fyrir þá sem eru vanir að lesa leiðbeiningar og kynningarefni (ég geri það sjaldnast sjálfur). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:21, 11 janúar 2007 (UTC)

Tillaga

Mér finnst tillaga nokkuð góð og legg til að hún verði sett upp eins og hún er og þessi umræða hér arkíveruð. Svo má að mínu mati vinna með hana og ræða hana áfram eftir það. Hvernig líst ykkur á það? --Akigka 11:05, 11 janúar 2007 (UTC)

Já, fínt að breyta aðeins til. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 11:25, 11 janúar 2007 (UTC)
Á þá að skella henni upp? --Baldur Blöndal 16:31, 11 janúar 2007 (UTC)
Ég er samþykkur. --Cessator 17:44, 11 janúar 2007 (UTC)
Ég læt vaða fyrir miðnætti, ef enginn mótmælir. --Akigka 22:31, 11 janúar 2007 (UTC)
Sammála, skemmtilegt og frískandi útlit. --Mói 22:34, 11 janúar 2007 (UTC)
Jamm, þetta er ágætt. --Bjarki 22:45, 11 janúar 2007 (UTC)
Ánægður að þetta var samþykkt. :) Laggði líka svo mikla vinnu í þetta (sem og aðrir) að það hefði verið synd ef það hefði ekki verið samþykkt. Sæmir sér líka vel á forsíðunni. --Baldur Blöndal 00:06, 12 janúar 2007 (UTC)

Snið:Smella myndirnar

Ég hef reynt að bæta ‚click‘ sniðinu við myndirnar en eins og sumir tóku eftir byrtist hornklofi þar, og ég hef ekki hugmynd afhverju. Ég hafði hugsað mér að ef einhver ýtti e.g. á bókina og stækkunarglerið hjá Vissir þú að...? dálkinum myndi viðkomandi fara á Vissir þú... síðuna. Eins fyrir Grein mánaðarins, atburðina og myndina. Svo hafði ég líka hugsað mér að bæta við mynd af Wikipedia-tvöföldu vaffi yfir systurverkefnunum en ég finn ekkert sem myndi passa. Hjálp? --Baldur Blöndal 16:59, 19 janúar 2007 (UTC)

Mér líst vel á þetta. Sjálfur kann ég það ekki. --Steinninn 23:18, 3 maí 2007 (UTC)

Íslensk áhersla

Fært á Pottinn --Bjarki 15:03, 3 febrúar 2007 (UTC)

Systursverkefni

Ætti ekki að hafa Wikibooks sem Wikibækur ef það er Wikiorðabók og Wikiheimild útaf það er íslenskt Wikiverkefni? --Nori 20:53, 4 febrúar 2007 (UTC)

breidd 50%

Mér finnst soldið óþægilegt að Grein mánaðarins og Mynd dagsins minka bara niðrí eitthvað visst á meðan Atburður dagsins og Vissir þú minka og minka niðrí öreind. Er ekki hægt að stilla það þannig að þau minki saman. Ég fann ekkert í kóðanum sem ég kunni að breita sjálfur. Allavega er þetta soldið óþægilegt þegar glugginn er lítill. --Steinninn 23:14, 3 maí 2007 (UTC)

Þetta virðist vera enn eitt vandamálið við Safari. Ef Firefox mundi nú bara sýna mér íslenska stafi þá væri ég löngu búinn að skipta yfir. Í Snið:Mynd dagsins þá hleipur "af Commons" hlekkurinn ekki undir myndina. Mjög skrítið. --Steinninn spjall 18:46, 25 maí 2007 (UTC)
Er þetta mögulega vesenið sem Firefox er með hjá þér? --Bjarki 11:58, 26 maí 2007 (UTC)
Hehe, sniðugt. Ég þarf að endurræsa á eftir og athuga hvort þetta virki. En forsíðan er samt enþá með Safari vandamál. --Steinninn spjall 12:17, 26 maí 2007 (UTC)
Nei ég átta mig ekki heldur á því hvert vandamálið getur verið með Safari en glugginn þarf að vera mjög breiður til þess að báðar hliðarnar séu jafn breiðar. --Bjarki 12:23, 26 maí 2007 (UTC)
Nú, þú ert semsagt líka með Safari. En fyrir þá sem eru ekki með Safari þá hljóð ég þessu tímabundið inn Mynd:Picture 2.png --Steinninn spjall 13:06, 26 maí 2007 (UTC)
Vandamálið var víst ekki á mynd dagsins, heldur grein mánaðarins. Ég prufaði að taka hana alveg út og þá var allt í lagi. Fyrir eitthverja tilviljun færði ég hana til hægri og þá var allt í lagi. Legg til að þetta verði svona þar til eitthver getur lagað þetta. En eins og málin standa núna þá getur grein mánaðarins engan vegin verið vinstra megin. --Steinninn spjall 19:33, 29 maí 2007 (UTC)
En mætti ekki flytja þá Mynd dagsins upp fyrir atburði dagsins? Annars þætti mér best að hafa grein mánaðarins á þessum stað. Vinstra hornið efst er sá staður þar sem maður lítur alltaf fyrst þegar maður kemur inn á síðu og atburðir dagsins sem eru mislangir og með fullt af rauðum linkum (eðli málsins samkvæmt) ættu kannski ekki að vera svona í prime time... --Akigka 10:34, 4 júní 2007 (UTC)
Það er langbest að hafa grein mánaðarins til hægri eins og Akigka sagði. Það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað annað fyrir Safari. --Nori 13:01, 4 júní 2007 (UTC)
Væri ekki hægt að fá grein mánaðarins aftur vinstra megin... Þetta er algjört stílbrot að hafa atburði dagsins þarna. Ég held að nánast allar hinar útgáfur wikipediu (sem eru á annað borð með svipaða uppsetningu á forsíðu) séu með úrvalsgreinar á þessum stað. --Akigka 15:06, 13 júní 2007 (UTC)
Sammála og helst strax. Mér finnst þetta rosalega pirrandi að sjá svona marga rauða linka þar sem maður lítur fyrst. Búinn að venjast líka grein mánaðarins til hægri. --Nori 21:01, 13 júní 2007 (UTC)
Það verður að komast fyrir villuna fremur en færa grein mánaðarins til á síðunni. En hversu litla skjái erum við að tala um hérna??? --Akigka 13:32, 14 júní 2007 (UTC)

"Þessi síða hefur verið vöktuð til að forðast frekari breytingar"

á það ekki að vera ... "læst" ... ? --Gunnaraztek 01:15, 12 maí 2007 (UTC)

Jú, takk fyrir þetta. Búinn að laga þetta. --Steinninn 17:06, 14 maí 2007 (UTC)

Tungumál

Það eru bara örfá tungumál í tungumálakassanum til vinstri á þessari síðu.

Hér eru öll tungumálin að ég held. Það mætti bæta við listann:

af: als: am: an: ang: ar: arc: ast: az: bar: bat-smg: be: be-x-old: bg: bm: bn: br: bs: ca: ceb: cs: csb: cu: cv: cy: da: de: diq: dv: el: en: eo: es: et: eu: fa: fi: fiu-vro: fo: fr: frp: fur: fy: ga: gd: gl: gn: gu: gv: he: hi: hr: hsb: ht: hu: hy: ia: id: ig: ilo: io: is: it: ja: jbo: jv: kg: kk: kl: kn: ko: ksh: ku: kw: ky: la: lad: lb: lg: li: lmo: ln: lt: lv: mi: mk: mg: ml: mo: mr: ms: mt: mzn: na: nah: nds: nds-nl: ne: nl: nn: no: nov: nrm: oc: os: pam: pdc: pl: pms: ps: pt: qu: rm: rmy: ro: roa-rup: ru: ru-sib: sc: scn: sco: se: sh: simple: sk: sl: so: sq: sr: st: su: sv: sw: ta: tet: tg: th: tk: tl: tpi: tr: ty: udm: uk: ur: uz: vec: vi: vls: vo: wa: war: xh: yi: yo: zea: zh: zh-classical: zh-min-nan: zh-yue: zu:

--S.Örvarr.S 15:48, 27 maí 2007 (UTC)

Ég er svosem ekkert á móti því að hafa aðeins fleyri tungumál á þessum lista, en mættu þau ekki vera aðeins færri? --Steinninn spjall 16:26, 27 maí 2007 (UTC)

Já, þetta myndi ná svolítið langt niður í síðunni. Hverning væri að sleppa bara öllu asísku og afrísku tungumálunum (eitthvað sem að skiptir okkur engu máli). Listinn má svosem ná niður á enda síðunnar. Hvað segir þú um:

ar: bg: ca: ceb: cs: da: de: en: eo: es: et: fi: fo: fr: ga: he: hr: hu: id: it: ja: kl: ko: la: lmo: nl: nn: no: pl: pt: ro: ru: sco: simple: sk: sl: sr: sv: te: tr: uk: zh:

Þarna valdi ég auðvitað öll norðurlandamálin (ég gæti ekki látið þekkja mig fyrir annað) og svo þau tungumál sem að mest er til af greinum á. --S.Örvarr.S 17:19, 27 maí 2007 (UTC)

Gerði smávægilegar breytingar. Hins vegar held ég að þetta þurfi að vera í öðruvísi röð. Ekki í stafrófsröð eftir ISO kóðanum heldur nafninu á tungumálinu. Og svo væri gaman að setja hlekk neðst á allar síðurnar. Bæði í samræmi við ensku Wikipedia. --Steinninn spjall 19:44, 27 maí 2007 (UTC)

Eftir stutta leit þá fann ég upplýsingar um "Complete list" neðst á Ensku Main Page. How do you put the "Complete list" link at the end of the interwikis?--Steinninn spjall 19:48, 27 maí 2007 (UTC)

Good point! En hvað meinar þú með því að það að þú viljir sjá hlekk neðst á öllum síðum eins og á ensku Wikipedia? --S.Örvarr.S 23:51, 28 maí 2007 (UTC)

Hér kemur önnur tillaga mín. Hér er listi yfir yfir öll þau tungumál sem að hafa 10.000+ greinar, alls 63. Hann er í stafrósröð eftir nafni tungumáls en ekki ISO.

id: ms: jv: su: bs: br: ca: cs: da: de: et: en: es: eo: eu: fr: gl: hr: io: it: is: la: lb: lt: lmo: hu: nl: nap: no: nn: pl: pt: ro: sq: simple: ceb: sk: sl: sh: fi: sv: vi: tr: el: bg: ru: sr: uk: he: ar: fa: new: mr: hi: bpy: bn: ta: te: th: ka: zh: ko: ja:

Auðvitað yrði íslenska ekki þarna. --S.Örvarr.S 03:04, 29 maí 2007 (UTC)

Ég bætti tungumálunum við og miðaði við stafrófsroðina hérna. Bætti líka Færeysku við, kanski eitthverjar fleyri Wikipedia síður sem við megum ekki sleppa sem eru þó ekki með 10.000+? --Steinninn spjall 11:10, 29 maí 2007 (UTC)

nú come on, við þurfum ekki mikið interwikis, bara hvað sem er þarna núna. --Ice201 19:08, 29 maí 2007 (UTC)

Það hefði kanski verið gott að heyra þetta áður en mikil vinna var lögð í það að finna hvaða tungumál geti hugsanlega passað inn og raða þeim í stafrófsröð. Mætti ég biðja þig um að taka ekki hluti til baka nema spurja fyrst á spjallinu. Sérstaklega þegar það hefur verið umræða um þetta og sátt hefur komist á niðurstöðuna. Ég set þetta aftur inn. Það þurfa að koma betri rök ef það á að taka þetta til baka. --Steinninn spjall 20:10, 29 maí 2007 (UTC)

Sátt milli tveggja? Þetta hlýtur að vera brandari ársins. Eða nei. Það var þegar nunnurnar sungu I can't get no satisfaction á Hvammstanga forðum. --85.220.31.204 20:51, 29 maí 2007 (UTC)
Heyrðu, ekki segja mér hvernig að breyta og að stjórna! Ég skal taka aftur og aftur og aftur ef ég vil! En allavega, þetta er ekki aðalsíðan Wikipediu. Við þurfum ekki svo mikið tungumál, bara smá eins og en, skandinavísk, samísk, svoleiðis. Þess vegna er ég að taka aftur breytingar þínar! --Ice201 22:42, 29 maí 2007 (UTC)

Ég er alveg opinn fyrir því að hafa fleiri tengla en ég er líka sammála því að það borgi sig kannski ekki að hafa of marga, þótt það sé freistandi að hafa hreinlega öll tungumálin. Mér líst reyndar vel á þá hugmynd að hafa öll málin sem hafa fleiri en 10.000 greinar, eða í það allra minnsta öll sem hafa 100.000+ greinar og svo kannski stærri Wikipediurnar úr 10.000+ flokknum. Þetta hefur þann kost að þá er tengt í allnokkur tungumál en með því að miða við stærri Wikipediurnar (hvar svo sem við drögum mörkin) föllum við ekki í þá gildru að velja „mikilvæg“ tungumál á hlutdrægan hátt; kínverska og japanska eru alveg jafnmikilvæg og evrópumálin. Norðurlandamálin hafa örlitla sérstöðu því það má gera ráð fyrir að lesendur íslensku Wikipediunnar séu langflestir íslenskumælandi og kunni flestir eitthvert norðurlandamálanna og því eru þeir tenglar raunverulega hjálplegr. Ég er á báðum áttum með að raða í stafrófsröð eftir heiti málanna fremur en ISO staðlinum; hvar í stafrófsröðinni koma t.d. kínversk tákn eða grískir stafir o.s.frv.? Aftast, ok, en hvort eru kínversk tákn fyrir framan eða aftan japönsk tákn? Sjáiði vandann? Það er einfaldast að raða eftir ISO, langeinfaldast. Enn fremur legg ég til að við gerum engar breytingar fyrr en það er komin meirihlutasátt hérrna á spjallinu, þá verður ekkert vesen með að taka til baka :) --Cessator 01:18, 30 maí 2007 (UTC)

Hérna er rétt stafrófsröð. Var reyndar búinn að koma með hana áður, en svona er þetta nú bara. Ég er líka búinn að útskíra hugsanlega ástæðu fyrir því afhverju það er ekki notuð ISO stafrófsröðin. Ef þið hafi brennandi áhuga á því þá getið þið séð það á spjalli S.Örvarr.S. --Steinninn spjall 04:33, 30 maí 2007 (UTC)

Ég sé ekki hvaða máli það skiptir hvort að það sé sátt milli tveggja eða ekki þegar enginn annar hefur tekið þátt í umræðunni. --S.Örvarr.S 02:58, 31 maí 2007 (UTC)

Líst vel á þessar breytingar ef hægt er að tryggja eitthvert viðmið þannig að tungumálin fari ekki niður fyrir síðuinnihaldið. --Akigka 10:35, 4 júní 2007 (UTC)
Það þarf bara að prófa og sjá hvort hann fara niður fyrir, myndi gera það sjálfur en get það ekki. --S.Örvarr.S 02:32, 10 júní 2007 (UTC)
Nei come on steinninn, af hverju ertu að bætta við svo mörg tungumál? Við þurfum ekki mikið, bara sjáðu danskuna wikipedia. Ef maður þarf að sjá mörg tungumál, maður getur farið til www.wikipedia.org fórsíðuna. Plís Steinninn? Það er of messy núna :S ekki falleg. Kannski meira tungumál en áðan er allt í lagi en svo mikið? :O --Ice201 01:29, 15 júní 2007 (UTC)
Ég skil báðar afstöðurnar að ég held. Tungumálatenglarnir geta orðið til þess, ef um háa upplausn er að ræða eða litla stafi, að þeir nái niður fyrir forsíðuna sjálfa og það sem skiptir máli á henni, þetta getur verið ljótt. Hins vegar gæti verið, í fáeinum tilfellum (ég nota þetta aldrei sjálfur og held fáir noti þetta á forsíðunni) þægilegt að hafa fleiri tungumálatengla, en þá er líka eins og Ice201 benti á hægt að smella neðst á hlekkinn „á öðrum tungumálum“ eða fara beint á wikipedia.org. Í vali á þeim tungumálatenglum sem koma fram ættum við svo líka að vera hlutdræg, því ef við erum að bæta við tungumálatenglum vegna þess að við höldum að þeir séu einhverjum gagnlegir er náttúrlega skynsamlegast að reyna velja þau tungumál sem eru líklegast nothæf einhverjum. Ef það er ekki hægt með einhverju móti þá verður þetta að vera samkvæmt fjölda greina eins og Cessator segir. Þetta eru samt sem áður algjör smáatriði og skipta svo til engu máli að ég tel. Ég nenni allavega ekki að spá mikið í þessu, skiptir mig engu hvaða tenglar eru þarna. Spurning hvort þið getið ekki í sameiningu komist að því hversu marga tungumálatengla síðan þolir áður en það bitnar á hönnun, miðað þá við að flestir notendur séu með upplausnirnar 800x og 1024x, með 10 til 14 punkta letri (sem nær líklegast til 90% netnotenda). Svo getið þið reynt að velja með einhverjum skynsömum hætti, líklegast best að láta fjölda greina ráða, en kannski í ljósi þeirrar augljósu staðreyndar að flestir Íslendingar kunna einhver norðurlandamál þá fái þau að vera með líka. Ice201, hvað heldur þú að geti verið margir tungumálatenglar á forsíðunni? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 06:58, 15 júní 2007 (UTC)
Mér finnst að fórsíðan áðan var með nógu tungumál. Svona, skandinavískt og nordískt tungumál, frægt tungumál og tungumál sem eru töluð á Íslandi frá nýbúum eins og polska, taílenska, ítalska, franska, danska, arabíska, rússneska, þýska, hollenska, og já.. eins og áðan. Actually, ég hef hugmýnd. Sjáðu kk: á kasökskuna wikipediu. Níður, maður getur smellt eitthvað eins og Meira tungumál. Kannski það er betra en að hafa 50 eða svo margt tungumál? --Ice201 10:57, 15 júní 2007 (UTC)
Ég bætti við neðst „Öll tungumál“, reyndar þá langar mig að gera þetta aðeins öðruvísi á ensku og láta þennan tengil vísa á síðu hér á íslensku Wikipedia, sem væri á íslensku, hvað segi þið um það? Að sjálfsögðu væri listinn ekki oft uppfærður, hins vegar er lítið mál að bæta við tengil þaðan á meta. Svo er það bara að sía út þau mál sem ættu ekki að vera þarna núna, Stefán Örvarr fer kannski í það, hann er mest inn í þessum málum sýnist mér. Þá ættu allir vonandi að verða sáttir :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:03, 15 júní 2007 (UTC)
Já, æðislegt maður með öll tungumál! Ég er stólur af þér hehe. EN það eru ennþá of mikið tungumál á fórsíðuna, OF mikið. Við eigum bara að hafa ekki meira en 15 tungumál finnst mér. Af hverju á það að vera meira? Við þurfum bara skandínavísk tungumál og frægt tungumál. Hver frá Java-Indónesíu ætlar að skóða íslenskuna wikipedia? í alvörinni? --Ice201 23:29, 16 júní 2007 (UTC)

Tungumálasnið

Ég bjó til snið með tungumálunu. Hver sem er getur breytt því, allavega sem stendur. Það er þá hægt að læsa því seinna ef til þarf. Snið:Interwiki-tungumál. Ég fækkaði líka tungumálunum aðeins eftir tilögu sem Örvarr gerði hér fyrir ofan. --Steinninn 02:34, 19 júní 2007 (UTC)

Mér líkar það hvað nafnið mitt kemur oft fyrir hérna. Ég nenni alveg að hanna svona síðu eins og Friðrik var að tala um. En sú síða var á meta.wikimedia. Er búið að þýða Wikimedia síðuna á íslensku eða stendur það til? Á ég að hafa þetta á íslensku Wikipedia? --S.Örvarr.S 05:30, 19 júní 2007 (UTC)

Ást er...

Notkun þessarar "Ást er..."-myndar getur varla verið mjög sanngjörn notkun... held við ættum að halda okkur við að nota frjálsu myndirnar hérna á forsíðunni, því þetta er augljóslega ekki sanngjörn notkun á myndinni. --Sennap 07:42, 30 maí 2007 (UTC)

Þessi umræða ætti samt frekar að vera á síðunni Ást er..., frekar en á forsíðunni. --Baldur Blöndal 08:44, 30 maí 2007 (UTC)
Nei, þessi umræða ætti að vera hérna. Því það má alveg nota myndina í greininni, en bara ekki á forsíðunni. Samanber ensku reglunum. --Steinninn spjall 15:37, 30 maí 2007 (UTC)
Já góður punktur, en það væri kannski spurning um að útvega frjálsa mynd sem tengist Ást er... seríunni. Það var eiginlega grundvöllur þess að ég stakk upp á að þetta yrði fært á Ást er... spjallið, er annars ekkert stórmál. --Baldur Blöndal 16:45, 30 maí 2007 (UTC)
Tja, finnst hér svosem betri staður fyrir þessa umræðu frekar en á greininni þar sem þetta tengist forsíðunni, en kemur í raun ekkert greininni við. Umræðan hefði reyndar líklega best átt heima á Wikipediaspjall:Vissir_þú..., ég var að leita þessari síðu í morgunn en fann hana ekki svo ég setti þetta hérna. En annars er ég búinn að fjarlægja myndina, wikipedia ekki þekkt sem lögbrjótur og það ætti ekki að taka upp á því að byrja á því. :) --Sennap 22:19, 30 maí 2007 (UTC)
Gott væri að hafa eitthverja aðra mynd, finnst ólíklegt að við finnum eitthvað frjálst efni frá Ást er..., kanski eitthvað frá hinum greinunum. --Steinninn spjall 22:58, 30 maí 2007 (UTC)
Einu frjálsu myndirnar í þessum greinum sem eru þarna á forsíðunni eru myndir af Freising-handritunum og mynd af Joseph Conrad. Setti myndina af Freising-handritunum tímabundið þar sem Joseph Conrad er búinn að vera þarna frekar lengi. Held að best væri að finna eitthvað til að bæta á þennan lista með frjálsa mynd. --Sennap 01:02, 31 maí 2007 (UTC)

með silfurhúðaðar nikkelklappir??? Á ekki að standa með silfurhúðaða nikkelklappa? Heitir þetta ekki klappi?

Wikipediu -> Wikipedia?

Smá pælingar í gangi hérna í sambandi við „Velkomin á Wikipediu“ textann sem er efst á forsíðunni. Er ekki frekar asnalegt að beygja þetta erlenda sérnafn svona? Þetta ætti frekar að vera „Velkomin á Wikipedia“, þ.e. óbeygt. Þetta er svona álíka truflandi og fólk sem segir: „Fórstu á Metallicu í gær?“ (í staðinn fyrir Metallica)...

Skiljiði hvað ég er að fara? --Sennap 20:27, 30 júní 2007 (UTC)

Já, ég er ekki sammála því. A -> u er það sterk regla í íslensku að það virkar undarlega að nota hana ekki, jafnvel þegar um erlend orð er að ræða. Erlend sérnöfn fá oft (ef ekki oftast) á sig þessa beygingu, líkt og eignarfalls-s í íslenskum texta. --Akigka 20:40, 30 júní 2007 (UTC)
Wanalega finnst mér ankannalegt þegar erlend orð fallbeygjast, en wördið Wikipedia passar wel inside í íslenskar beygingarreglur. Það wairy kannski betra að notast wið "til" í stað "á", þ.e.a.s. "Welcomein til íslensku Wikipediu"? --Baldur Blöndal 22:29, 30 júní 2007 (UTC)
Mér þykir kjánalegt að fallbeygja Wikipedia, frekar ætti að þýða þetta svo það sé hægt að fallbeygja með góðu móti (Velkomin á vefsíðu íslenska snarfræðiritsins!). En ég hef svo sem ekkert meira um það að segja. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10:38, 1 júlí 2007 (UTC)
"Velkomin á íslensku wikialfræðiorðabókina!".. Nei það finnst mér nú dálítið kjánalegt. --Baldur Blöndal 12:15, 1 júlí 2007 (UTC)
Mér finnst bara kjánalegt yfirhöfðu að beygja og íslenskugera erlend orð. --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:43, 4 júlí 2007 (UTC)
Það eru allavega 8 meldingar sem þarf að laga í samræmi við þetta. Eru aðrir notendur sammála þeim breytingum? Melding:Aboutsite Melding:Blockiptext Melding:Confirmemail body Melding:Copyrightwarning2 Melding:Defemailsubject Melding:Sitenotice Melding:Tagline Melding:Uploadtext. --Steinninn 01:56, 4 júlí 2007 (UTC)
Nei, sbr. Áka hér að ofan. --Bjarki 09:00, 4 júlí 2007 (UTC)
Mér finnst þetta eðlileg beyging, hér er Wikipedia, um Wikipediu, þetta er rótgróið í íslenskunni. --Stalfur 10:01, 4 júlí 2007 (UTC)
Ég vil beygja þetta eins og veikbeygt kvenkynsorð ekki eins og veikbeygt hvorugkynsorð. Ég er sem sagt sammála Áka, Bjarka og Jóa. Við ættum að uppfæra Snið:enwikiheimild og systur þess til samræmis við þetta. Haukur 10:49, 4 júlí 2007 (UTC)
Þetta er eitt af þessum þrálátu hljóðvörpum í íslensku sem engin leið er að forðast. Maður getur lent í skelfilegum vandræðum með þetta: T.d. ef kona heitir Hannah: Ég fór til ... :) --Akigka 14:02, 4 júlí 2007 (UTC)
Sammála þeim sem vilja beygja orðið (eins og veikt kvk-orð). Orðið á að enda á -u í aukaföllum. --Cessator 17:14, 4 júlí 2007 (UTC)
Alveg sjálfsagt að beygja orðið í íslensku. --Mói 17:49, 4 júlí 2007 (UTC)
Flott mál. Allir sammála? --Baldur Blöndal 18:42, 4 júlí 2007 (UTC)
Ja, ég er nú ekki sammála að það eigi að fallbeygja erlend orð yfirhöfuð. --Stefán Örvarr Sigmundsson 19:02, 4 júlí 2007 (UTC)
Sem dæmi slettusögninað djóka‘ (to joke). Það er greinilega eitthvað rangt við setninguna ‚Ég er bara að djók‘- enda sagnbeygir maður sögnina sem að djóka, þótt ég hefði djókað.. osfv. Ef maður ætlar að sletta á annað borð, myndi þá einhver hérna segja "hey, jafnvel þótt ég hefði djók um þetta..." frekar en að nota "djókað"? --Baldur Blöndal 20:11, 4 júlí 2007 (UTC)
Auðvitað ef þú kýst að nota þetta orð. En af hverju ekki að segja "Ég er bara að grínast". --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:49, 5 júlí 2007 (UTC)
Einfaldlega vegna þess að í atvikum eins og með "Wikipedia" þá ER ekkert annað orð. --Baldur Blöndal 13:59, 5 júlí 2007 (UTC)
Snarfræðirit? Crystal Clear app amor.png Þá gætum við snarað texta (wikify) og farið á Snaræði (Wikimania). Ahh, jæja, maður getur látið sig dreyma. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:46, 4 júlí 2007 (UTC)
Hvort erum við þá Snarpíur og -peyjar eða snaróð hreinlega? (Wikipíur og -peyjar þykir mér ágætis orð yfir þá sem Wikipediu stunda...) — Jóna Þórunn 21:22, 5 júlí 2007 (UTC)
Þetta er bara mjög góð hugmynd Jóna =D Wikipeyji hljómar bara mjög vel. Ætla að setja það á notandasíðuna mína --Baldur Blöndal 21:51, 5 júlí 2007 (UTC)

Atburðir 4.júlí

Það stendur að kellan hafi komið til íslands en ekki íslands. Ég kann ekki að laga þetta. --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:50, 4 júlí 2007 (UTC)

Lítið mál að laga þetta í 4. júlí. (búinn) --Steinninn 01:53, 4 júlí 2007 (UTC)
Takk, rúsínubollan mín. Crystal Clear app amor.png --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:55, 4 júlí 2007 (UTC)
Can't you feel the love? =] --Baldur Blöndal 20:12, 4 júlí 2007 (UTC)
Svo er hún Margrét nú ekki kella. --Baldur Blöndal 20:13, 4 júlí 2007 (UTC)
Hún er nú ekkert fyrir mér yfir höfuð. Crystal Clear app amor.png --Stefán Örvarr Sigmundsson 01:47, 5 júlí 2007 (UTC)

UM "Mynd dagsins"

Réttara væri að segja: Ítalskur listamaður málar með vatnslitum, eða - Listamaður á Ítalíu vinnur með vatnslitum.(Kristján Frímann Kristjánsson 11:45, 19 júlí 2007 (UTC)) Já eða bara svona, einfalt og snyrtilegt, takk.Kristján Frímann Kristjánsson 14:23, 19 júlí 2007 (UTC)

Nafnrými

Ég legg til að forsíðan verði færð á Wikipedia:Forsíða. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. september 2007 kl. 17:34 (UTC)

Þetta var einhvern tímann rætt á ensku wikipedíu og niðurstaðan varð sú að gera það ekki. Það eru yfir hundrað skjalageymslur á en:Talk:Main Page/archivelist þannig að ég nenni ekki að leita að umræðunni og skila því bara auðu hér. Hins vegar vakti þessi umræða aðra hugmynd hjá mér. Getur eitthvert möppudýr farið á Kerfissíða:Allmessages, leitað að "nafnarími" og breytt þeim meldingum þar sem þetta orð kemur fyrir þannig að það standi "nafnarými". Hér má til dæmis nefna Melding:allinnamespace. Stefán 12. september 2007 kl. 18:00 (UTC)
Það skiptir ekki öllu máli hvort að þetta var gert á ensku Wikipedia eða ekki. Ég var með þetta í umræðu þar nú á mánudaginn minnir mig. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. september 2007 kl. 18:05 (UTC)
Það á að breyta meldingunum á Beta frameftir. Fyrir utan örfáar. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. september 2007 kl. 18:07 (UTC)
Ég er sammála því að það skiptir ekki öllu máli hvað er gert á ensku wikipedíu. Annars tek ég eftir því að Danirnir eru með forsíðuna á da:Forside en eitthvað sem samsvarar samfélagsgáttinni á da:Wikipedia:Forside. Það er önnur hugmynd. En varðandi rími vs. rými, ég skil þig þannig að það eigi ekki að breyta þessu hérna heldur einhvers staðar annars staðar. Heldurðu að ég sé búinn að nöldra nóg til að það verði gert eða geturðu sagt mér hvar ég á að koma nöldrinu mínu á framfæri til þess að það beri árangur. Stefán 12. september 2007 kl. 18:19 (UTC)
Ég er þýðandi á Beta svo ég skal gera það fyrir þig. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. september 2007 kl. 18:21 (UTC)
En er rími rangt? --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. september 2007 kl. 18:29 (UTC)
Á þetta ekki að vera 'nafnrými' ? --Akigka 12. september 2007 kl. 18:33 (UTC)
Ja, ég vandist orðinu "nafnsvæði" í forritun í Iðnó. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. september 2007 kl. 18:39 (UTC)
Ég er búinn að breyta öllu nafnrími í nafnrými nú þarf bara að uppfæra. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. september 2007 kl. 18:49 (UTC)
Orðið "namespace" er ekki í Tölvuorðasafninu en Þjóðverjarnir kalla þetta "Namensraum". Seinni hluti þess orðs er samstofna íslenska orðinu "rúm" og "ú" breytist í "ý" við i-hljóðvarp. Einnig er orðið rými oft haft um það sem á ensku heitir space. Til dæmis selur vefsíðan www.rymi.is innréttingar á svæði sem á ensku myndi heita "storage space". (Eftir breytingaárekstur) Takk. Stefán 12. september 2007 kl. 19:00 (UTC)
Varðandi upprunalegt umræðuefni, þá er ég sammála því að hálf klaufalegt er að hafa Forsíðuna ekki á neinu öðru nafnrými. Ef hún yrði flutt, hins vegar, þykir mér Wikipedia:-nafnrýmið ekki það rétta, heldur fyndist mér frekar að ætti að hafa hana sem gátt, líkt og Svíarnir gera. En þó mér finnist þetta klaufalegt eins og það er, er ég ekki viss um að ég sé sammála að breyta því. Þetta er venja, að forsíðan heiti Forsíða, og það myndi ábyggilega rugla ýmsa tengla og þess háttar ef við breytum því, sem og að gaman er að halda í hefðir, finnst mér, sérstaklega ef þær breyta engu praktískt. Eina praktíska ástæðan fyrir flutningi væri sú að einhver vildi gera grein um fyrirbærið forsíðu, en ég veit ekki... Ég held að það mætti finna aðra lausn. Svo ég vil ekki taka afstöðu enn. Af rökréttum ástæðum fyndist mér að forsíðan ætti að vera gátt (og var reyndar að hugsa um það fyrr í dag, áður en ég las þetta), en af einhverjum órökréttum tilfinningaástæðum vil ég bara vera íhaldssamur. --Sterio 12. september 2007 kl. 22:59 (UTC)
Mikið var talað um Beta, en enginn gaf tengil. Mér finnst einmitt að þetta ætti frekar að vera á Gátt nafnarýminu heldur en Wikipedia. Ég stið þá breytingu aðalega af fullkomnunaráráttu minni. --Steinninn 12. september 2007 kl. 23:08 (UTC)
Er komið sátt um að hafa þetta á Gátt:Forsíða? --Steinninn 14. september 2007 kl. 14:32 (UTC)
Ég skil ekki ennþá hvað maður græðir á breytingunni. Mér sýnist allar stærstu wikipediurnar (nema sú sænska) vera með þetta eins og við... --Akigka 14. september 2007 kl. 15:20 (UTC)
Jú, það er reyndar rétt að flestar Wikipedias hafa þetta á aðalnafnrýminu en slatti af öðrum verkefnium eins og wiktionary og wikibooks hafa þetta á wikipedia-nafnrýminu. Ég skil í fyrsta lagi ekki hver tilgangurinn er með "gátt" nafnrýminu, virðist vera eins og síður sem þjónar sama tilgangi og flokkarnir, það er að segja, að flokk greinar. Eins og notendasíður eru ekki hluti af alfræðiefninu, ætti forsíðan ekki að vera hluti af alfræðiefninu, það er að segja á alfræðinafnrýminu. Mér sýnist að forsíðan á íslensku wikivitnuninni sé á Wikivitnun-nafnrýminu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 22. nóvember 2007 kl. 18:18 (UTC)
Væri hægt að kalla þetta "Forsíðan"? --Baldur Blöndal 22. nóvember 2007 kl. 21:28 (UTC)
Jú, örugglega. En endlega samræmið þetta á íslensku wiki-verkefnunum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 23. nóvember 2007 kl. 00:40 (UTC)
Eina íslenska verkefnið sem notar eitthvað annað nafnrými er wikivitnun. Ég skil ekki enn hvað vinnst með breytingunni. --Akigka 23. nóvember 2007 kl. 00:44 (UTC)
Samræmi? --Stefán Örvarr Sigmundsson 23. nóvember 2007 kl. 00:53 (UTC)
Innri samkvæmni meinarðu þá? Ef samræmi (við önnur wikiverkefni) væri málið þá ætti þetta að standa óbreytt. --Akigka 23. nóvember 2007 kl. 09:34 (UTC)
Í þetta skiptið er ég ekki að tala um að breyta Forsíða í WikiVerkefni:Forsíða heldur að breyta Forsíða í Forsíðan, eins og BiT bennti á, og svo að taka þá Forsíðuna af Wikivitnun nafnsvæðinu og setja hana á aðalnafnsvæðið. --Stefán Örvarr Sigmundsson 23. nóvember 2007 kl. 09:44 (UTC)

Vissir þú?

Í "Vissir þú?" þá setur maður ekki spurningamerki á eftir svarinu, þetta er jú, svar. Þetta kemur út eins og menn séu ekki klárir á svarinu. -Takk -Kristján Frímann Kristjánsson 29. nóvember 2007 kl. 14:33 (UTC)

Hvaða svari? Þetta eru allt spurningar. --Cessator 29. nóvember 2007 kl. 15:16 (UTC)
Svarið væri þá persónubundið, annað hvort vissir maður það og þá væri svarið já, eða maður vissi það ekki, þá er svarið nei. --Steinninn 29. nóvember 2007 kl. 18:10 (UTC)