Spjall:Forræðishyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Dettur einhverjum í hug iw-tenglar fyrir þessa grein? en:Authoritarianism?? --Akigka 5. janúar 2012 kl. 14:45 (UTC)

Gæti kannski frekar verið Paternalism eða Nanny state. http://en.wikipedia.org/wiki/Paternalism, http://en.wikipedia.org/wiki/Nanny_state.Snæfarinn 5. janúar 2012 kl. 15:21 (UTC)

Held að „nanny state“ passi ekki, því forræðishyggja þarf ekki að vera fólgin í opinberri stefnu. Þetta er víðara hugtak á íslensku. --Cessator 5. janúar 2012 kl. 17:30 (UTC)

Þetta er eiginlega varla nokkur stefna yfirleitt heldur frekar pólitískt skammaryrði sem vinstrimenn notuðu um og eftir miðbik tuttugustu aldar, oft um aðra vinstrimenn með aðrar áherslur. Hægrimenn fengu síðar dálæti á orðinu og og finnst það núorðið óskaplega fræðilegt. En það er illskilgreinanlegt og hált eins og margt út vopnabúri stjórnmála, þótt það geti verið áhugavert og jafnvel alfræðibókartækt. Kannski er þó bara ekkert orð til á öðrum málum sem samsvarar því, nema þá kannski paternalismi. Fyrst kemur þetta hugtak, forræðishyggja, fyrir á timarit.is í Þjóðviljanum 1977 (http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=222070&pageId=2857640&lang=is&q=forr%E6%F0ishyggja) og þar er það enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson sem notar það, gott ef ekki gegn hægristjórn og afskiptum gagnvart verkalýðsfélagi. Annar vinstrimaður, Vésteinn Lúðvíksson, segir síðan tveimur árum síðar í sama blaði:

"Allir meginstraumar þessarar miklu hreyfingar sem kennt hefur sig við sósialisma áþessar i öld eru gegnsýröir af ámóta forræðishyggju og þeirri sem borgaralegt lýðræði felur i sér. Sósíaldemókratíið, lenlnisminn, stalinisminn og maóisminn — svo óllkir sem þessir straumar annars eru — eiga það sameiginlegt aðhafa grómtekna vantni á þvi að fjöldinn geti i raun stjórnað sér sjalfur, jafnvel er litið svo á að það sé ekki æskilegt:há einn eöa annan hátt verði aö hafa vit fyrir honum, leiða hann. Meira að segja á bestu bæjum er þetta sagt berum orðum." http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=222628&pageId=2867888&lang=is&q=Forr%E6%F0ishyggja Snæfarinn 5. janúar 2012 kl. 18:54 (UTC)

Mér finnst, eftir að hafa lesið greinina en:Paternalism að hún eigi ágætlega við sem iw-tengill á "forræðishyggja". Hins vegar er dálítið galið að tengja þetta við vinstristefnu fyrst og fremst. Elsta dæmið sem ég finn um orðið er úr Þjóðviljanum 1977 þar sem það er notað sem skammaryrði um sjálfstæðismenn (?). Elsta dæmið í ritmálssafninu er frá 1983 og virðist þar eiga við um embættismenn/ríkisvaldið (án tengingar við stjórnmálamenn). --Akigka 5. janúar 2012 kl. 21:09 (UTC)

Sammála (sbr. hér að ofan). En eitt til: "Flokkur: Stjórnmálastefna"? Er það nú alveg svo? Snæfarinn 6. janúar 2012 kl. 16:49 (UTC)