Spjall:Fljúgandi furðuhlutur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gætu menn sammælst því að eyða þessari grein, því hún gefur nákvæmlega engar upplýsingar og lýsir e.t.v. aðeins hugarástandi þeirra sem trúa á slík fyrirbæri? (Gæti hugsalega gengið í orðabók, en varla í alfræðiriti.) Thvj 18:44, 7 febrúar 2007 (UTC)

Já, en á hinn bóginn er ekkert að því að hafa greinar um útbreiddar og vel þekktar þjóðsögur og annað af því tagi, t.d. grein um varúlfa og jólasveina o.s.frv. til að útskýra hugmyndina, sögu hennar og þar fram eftir götunum, jafnvel þótt við séum öll (eða flest alla vega) sammála um að það séu engir varúlfar eða jólasveinar til. Þess vegna mætti svo sem alveg vera til grein um fljúgandi furðuhluti líka. Það er svo annað mál að þessi grein segir lesandanum lítið eins og er. --Cessator 18:57, 7 febrúar 2007 (UTC)
Einhver gæti líka sagt með sömu rökum að við ættum að eyða greininni um guð og sömuleiðis greinum um einstaka guði í tilteknum trúarbrögðum. En hinar ýmsu guðlegu verur teljast alfræðilegt efni, svo hvers vegna ekki líka fljúgandi furðuhlutir? --Cessator 19:04, 7 febrúar 2007 (UTC)

Ég var að benda á að greinin gefur engar upplýsingar og fjallar hvorki um goðsaganalgear né guðlegar verur, sem með réttu eiga heima í alfræðiriti. Ég dreg í efa Wikipediu né notendum hennar sé akkur í greinum eins og "FFH" sem eru hvorki "fugl né fiskur". Lesandinn er líklega engu nær um hvað átt sé við með "Fljúgandi furðuhlut". Thvj 19:19, 7 febrúar 2007 (UTC)

Ég skora á stjórnendur Íslensku Wikipediu eð eyða þessari grein um FFH, því hún virðist fara í bága við Máttarstólpa Wiki, þ.e. "upplýsingar" um FFH byggjast eingöngu á "eigin rannsóknum" ýmissa manna auk þess sem að í greininni eru órökstuddar fullyrðingar og annað "kjaftæði". Thvj 17:50, 8 febrúar 2007 (UTC)

Í fyrsta lagi mega upplýsingar á Wikipediu alveg byggja á eigin rannsóknum ýmissa manna, svo lengi sem þær byggja ekki á eigin rannsóknum þeirra sem skrifa greinina. Upplýsingarnar þurfa bara að vera aðgengilegar á prenti eða öðrum útgefnum miðli. Upplýsingar um frásagnir fólks sem segist hafa séð FFH byggja ekki endilega á eigin rannsóknum þeirra sem skrifa hér, né heldur þurfa fullyrðingar um notkun hugtaksins að gera það eða fullyrðingar um FFH í vísindaskáldskap. Þótt ég trúi ekki á tilvist FFH þá get ég ekki annað en játað að það eru til greinar um FFH og þættir um FFH á Discovery Channel o.s.frv. sem fjalla um FFH-sögur og sem þessi grein gæti alveg vísað í. Aftur, ef þú skilur „frumrannsóknir“ eða „eigin rannsóknir“ þannig að grein um FFH getur ekki annað en byggt á frumrannsóknum, þá gildir það sama um greinar um guð og guði, jólasveina og margt annað. --Cessator 18:14, 8 febrúar 2007 (UTC)
Gætiru bent á dæmi um órökstudda fullyrðingu eða kjaftæði sem er að finna í greininni. Orri 22:02, 8 febrúar 2007 (UTC)
Það eru auðvitað engin „rök“ þannig séð í þessari grein, en hún á samt alveg 100% rétt á sér. Bara vegna þess að eitthvað sé ekki endilega til, þá má samt hafa grein um það. Teiknimyndapersónur? Persónur í bókum? Mætti ekki gera síðu um Hamlet, Gertrude, Horatio eða Rosencrantz bara vegna þess að þeir voru ekki til í alvöru? Mætti ekki skrifa grein um Superman eða Erik drauginn í operunni? Það mætti alveg eins skrifa um FFH út frá þeim rökum að þeir hafa komið fram í tugum bóka og kvikmynda, sagna og rita. Face. =} --Baldur Blöndal 22:09, 8 febrúar 2007 (UTC)