Spjall:Falklandseyjastríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Bra alt.svg
Greinin Falklandseyjastríðið er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.


Þessi grein er að mínu mati allt of löng. Ég held að ég sé varla einn um að nenna alls ekki að lesa hana alla. Efnið er samt mjög áhugavert. --Mói 22. apríl 2006 kl. 09:40 (UTC)

Hún fer út í alls kyns hliðaratriði sem ekki koma málinu beint við, eins og t.d. lýsingu á Suður-Georgíu sem er sjálfeytt þegar maður gerir ráð fyrir tengdri sérgrein um viðkomandi hlut. En það mætti gera hana miklu betri með smáeyðingum, tenglum, myndum og millifyrirsögnum.--Akigka 22. apríl 2006 kl. 09:45 (UTC)
Hún er líka fleytifull af blaðri og bollaleggingum og smekksatriðum. Ég tek þetta sem fljótfærnislega valið dæmi: „Argentínski flotinn hafði verið að undirbúa innrás á Falklandseyjar í marga mánuði, enda var yfirmaður flotans, Anya flotaforingi (aðmíráll), einn harðasti stuðningsmaður þess að valdi skyldi beitt til að endurheimta Las Malvinas. Innrásartíminn var þó óheppilegur, því frá apríl til júlí geisar hinn harði vetur í Suður-Atlantshafinu. Fyrirhuguð innrás í apríl myndi tákna hernað í verstu aðstæðum sem hið óljúfa Suður-Atlantshaf gat boðið upp á. Á móti kæmi að Bretar þyrftu einnig að berjast í sama veðri, sem var hægara sagt en gert 8000 mílur frá heimalandinu.“ Mér sýnist að það dugi engar smáeyðingar til að laga þetta.--Mói 22. apríl 2006 kl. 09:56 (UTC)
Greinin hefur vissulega batnað mikið, enda engar smáræðis breytingar verið gerðar. Hún er samt ekki orðin góð ennþá. --Mói 22. apríl 2006 kl. 18:39 (UTC)
Tjamm, aðalatriðið er hvort hægt er að bjarga þessum gríðarlanga texta eða hvort betra væri að skrifa nýja grein. Ég er nú á því að þessi texti sé ekki sá versti hér þótt á honum séu vissulega gallar. --Akigka 22. apríl 2006 kl. 20:33 (UTC)