Spjall:Eyjafjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Á vefsvæðinu Land og saga er sagt: „Ísafjarðardjúp skerst inn í landið úr norðvestri og sker Vestfirði allt að því í sundur. Lengd fjarðarins er 76 km og mesta breidd er 21 km." en á BookIceland: „Eyjafjörður er lengsti fjörður Norðurlands, um 60 kílómetrar að lengd." Samkvæmt þessu er Djúpið heldur lengra. Masae 23. ágúst 2011 kl. 17:25 (UTC)

Djúpið er ekki á Norðurlandi. --Akigka 23. ágúst 2011 kl. 19:32 (UTC)
Aha! Allveg rétt, en í greininni um Eyjafjörð segir: „Eyjafjörður er fjörður á mið Norðurlandi. Hann er einn af lengstu fjörðum Íslands (lengri er Ísafjarðardjúp) ..."Masae 24. ágúst 2011 kl. 17:00 (UTC)
Kannski einhver rembingur í gangi... --Akigka 24. ágúst 2011 kl. 17:02 (UTC)
Það er auðvitað alkunna hvað við erum roggnir hér fyrir norðan, en það má þó vera að eitthvað sé til í þessu Crystal Clear app amor.png. Í Íslandshandbók Arnar og Örlygs (1989) er sagt að það séu 53 km frá mynni Djúpsins inn að Borgarey. Þaðan eru varla nema fáeinir km inn að mynni Ísafjarðar. Þessir 76 km eiga sennilega við ef mæt er alla leið inn í botn Ísafjarðar. Á Ísafjarðardjúp er sú vegalengd sögð 120 km, en mér sýnist á kortum að það geti engan veginn staðist. Eyjafjörður er rétt um 60 km frá mynni í botn (sama heimild). Þannig að hvor fjörðurinn er lengri ræðst af því hvernig Djúpið er mælt: að mynni eða botni Ísafjarðar.--Oddur Vilhelmsson 25. ágúst 2011 kl. 05:37 (UTC)
Tók Ísafjarðardjúp út, svosem engin ástæða til að hafa það þarna með. Getur annars einhver útskýrt þetta fyrir mér: „Stærsti dalurinn sem gengur út frá Eyjafirði er þó sá sem gengur beint inn af firðinum og ber hann einnig nafnið Eyjafjörður (sem á ekki að rugla saman við Eyjafjarðardal). Sá dalur er bæði langur og breiður og hýsir eina þéttbýlustu og grösugustu sveit landsins.“ Er semsagt einn dalur sem heitir Eyjafjörður og annar sem heitir Eyjafjarðardalur? Þetta þarf allavega að vera skýrara.--Navaro 25. ágúst 2011 kl. 10:38 (UTC)
Ég veit nú ekki hversu hátíðlega ber að taka þessa aðgreiningu á Eyjafirði (sveitinni fram af firðinum) og Eyjafjarðardal. Ég hugsa þó að flestir hér skilji orðið Eyjafjarðardalur þannig að það eigi eingöngu við um dalinn vestan við Hólafjall. Semsagt, þegar komið er inn að Hólafjalli greinist Eyjafjörður í annars vegar Eyjafjarðardal og hins vegar Sölvadal.--Oddur Vilhelmsson 25. ágúst 2011 kl. 17:05 (UTC)