Spjall:Evrópskur sumartími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hvaða bjáni skrifar þetta? Ísland liggur þannig á hnettinum að þar ætti að gilda UTC -1,5. Hinsvegar er þar látinn gilda UTC +0 (sem er það sama og gamli góði Greenwich-tíminn.) Það þýðir að á Íslandi er sumartími allt árið. Ef klukkunni væri breytt í samræmi við það sem tíðkast í Evrópu væri þannig sólin í hæsta punkti kl. 14:30.

Sumartími er sú hefð sem ríkir í mörgum löndum að breyta klukku sinni eftir árstíðum, það má greina með því að rýna mjög stíft í þetta torræða orð sumar-tími. Eflaust voru rökin fyrir því að hafa Ísland í öðru tímabelti en hnattstaða þess gefur tilefni til þau sömu og rökin eru fyrir sumartíma erlendis en ég sé ekki að það gefi tilefni til þess að kalla samferðamenn sína bjána úr skjóli nafnleyndar. --Bjarki Sigursveinsson 02:37, 28 jan 2005 (UTC)