Spjall:Esperanto

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Bonvenon Vikipediistoj! Saluton el Munkeno! Gangleri 00:53, 15 okt 2004 (UTC)

Varðandi flutning[breyta frumkóða]

Ástæðan fyrir flutningi greinarinnar frá esperantó til esperanto var sá að hljóðið ó er ekki til í esperantó. Líklega er þó átt við stafinn ó en ekki hljóðið. Hvernig svo sem það er nú, þá heitir málið nú samt esperantó á íslensku, með ó. Þannig er heiti tungumálsins t.d. í Orðabók háskólans. Það skiptir í raun engu máli hvort stafurinn eða hljóðið ó er eða er ekki til í esperantó. Stafinn k er ekki að finna í kínversku en samt heitir kínverska á íslensku kínverska. Eins er ekkert þ í þýsku en samt heitir þýska á íslensku þýska með þ. Ég legg til að greinin verði færð aftur á esperantó. --Cessator 2. september 2007 kl. 05:30 (UTC)

Svona vill Esperantosambandið [1] skrifa orðið, þ.a. við verðum sennilega að sætta okkur við þessa stafsetningu, þó að framburðurinn sé með "ó". Thvj 2. september 2007 kl. 08:12 (UTC)
Ég vil frekar fara eftir Orðabók háskólans, ég er ekki með hana við höndina, en mér skilst á Cessator að það sé esperantó. --Steinninn 2. september 2007 kl. 11:27 (UTC)
Jú, Steinn, þú ert nú með hana við hendina [2]. Íslenska orðabókin og Stafsetningaorðabókin sýna reyndar báðar stafsetningun "esperantó". Thvj 2. september 2007 kl. 12:09 (UTC)
Ég færði hana vegna þess að í flestum íslenskum greinum og ritum um esperanto er það skrifað með o-i. Einnig er o notað í greininni, því fannst mér þessi flutningur vera rökréttur. En ef Orðabók háskólans hefur það með ó-i, held ég það eigi betur við. --Almar 2. september 2007 kl. 15:09 (UTC)