Spjall:Eff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Wikipedia
Þessi grein tilheyrir stærðfræðigáttinni

er iff = eff á íslensku í stærðfræðilegu samhengi?[breyta frumkóða]

Fært af pottinum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason

Á ensku segja menn í stærðfræðilegu samhengi „if“ sem þýðir „ef“ og „iff“ sem þýðir „if and only if“ ( sjá iff ).

Það sem ég vil vita er hvort þetta sé ekki þýtt „ef“ og „eff“ á íslensku þ.e.a.s. „ef og aðeins ef“ líkt og því enska: „if and only if“ og hvært væri þá hægt að skrifa eftirfarandi á íslensku:

Þar sem eftirfarandi yrði skrifað á ensku:

Sé það tilfellið að ekki sé búið að þýða þetta legg ég til að við notum þessa þýðingu og væri það þá í takt við skild mál eins og sænsku sem hafa þýtt þetta sem „omm“ sem stendur þá fyrir „om och endast om“. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:39, 12 sep 2004 (UTC)

Orðatiltækið "þá og því aðeins að", skammstafað þ.þ.a.ð., er notað í stærðfræði í stað iff. --Ojs
Hér er allt rétt og satt. Líklega er ekki viðtekið á Íslandi að nota eff, en ég vil þó leyfa mér að fullyrða að sérhver stærðfræðimenntaður Íslendingur og jafnvel sumir hinna líka, muni átta sig á hvað er að gerast ef eff er notað í réttu samhengi eins og til dæmis hjá Ævari hér að ofan. Svo verður tíminn bara að leiða í ljós hvort þetta yrði smám saman viðurkennt eða ekki. Þá og því aðeins að, þ.þ.a.a. eða jafnvel þþaa án punkta hefur verið notað í þessari merkingu, en er ekki jafn gegnsætt fyrir nemendur sem eru að læra þetta í fyrsta sinn. Þau eiga stundum erfitt með að sjá að ef og aðeins ef þýði nákvæmlega það sama og þá og því aðeins að. Kveðja, --Moi 15:48, 13 sep 2004 (UTC)
Ég var að reyna að muna eftir þ.þ.a.a. frá því að ég sá eff fyrst.. persónulega kýs ég frekar þ.þ.a.a., þar sem að það er "staðlað", en ég get vanist eff, og tek undir það að eff er líklega skiljanlegara þeim sem að eru ekki vanir í þessum geira. Kv, Smári McCarthy 23:55, 20 sep 2004 (UTC)
Afhverju er wikipedia allt í einu farin að standa í nýyrðasmíð... Hélt að það væri einmitt það sem hún ætti ekki að gera.

Þar sem "þá og því aðeins að" (þþaa) er undantekningarlítið notað í íslenskum stærðfræði- og rökfræðitextum, auk þess sem það er viðurkennd þýðing samkvæmt ensk-íslensku stærðfræðiorðaskránni, legg ég til að þessi síða verði endurskírð sem "þá og því aðeins að" (með "þþaa", "eff" og "ef og aðeins ef" tilvísunum) og innihaldi útskýringar á báðum hugtökum.

Bara svo það komi fram þótt seint sé, eff er ekki nýyrði sem Wikipediamenn hafa smíðað, það er að finna í lítilli bók sem inniheldur sex ritgerðir eftir virta fræðimenn sem heitir „Er vit í vísindum?“, ég er líka handviss um að ég hef rekist á það annarstaðar en man ómögulega hvar það var (kannski var það bara hér eða í hausnum á mér). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 27. maí 2006 kl. 12:41 (UTC)
Rétt ábending hjá Friðriki, „þá og því aðeins að“, „ef og aðeins ef“ og „eff“ er líka notað hjá heimspekingum og ekki bara rökfræðingum. Það er stundum hentugara að nota „ef og aðeins ef“ vegna þess að heimspekingar fást oft við raunverulegar fullyrðingar en ekki bara tákn og þá vill maður stundum að þær haldi sér í framsöguhætti (það getur skipt máli), sbr. „Ég les bókina þá og því aðeins að þú farir út í búð“ vs. „Ég les bókina ef og aðeins ef þú ferð út í búð“. Orðalagið ef og aðeins ef er notað út í gegn í íslenskri þýðingu á grein eftir bandaríska heimspekinginn Donald Davidson sem er að fnna á heimspekivef HÍ. --Cessator 27. maí 2006 kl. 13:51 (UTC)