Spjall:Dygð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eitt g[breyta frumkóða]

Þessi útgáfa með einu g-i er að „fríka mig út“. Vísindavefurinn „gúterar“ þetta reyndar[1] :( --Stalfur 13:08, 6 nóvember 2006 (UTC)

Það gerir líka stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar. --Cessator 13:09, 6 nóvember 2006 (UTC)
Hjálpar mér lítið :þ --Stalfur 13:10, 6 nóvember 2006 (UTC)
Ætti að hjálpa meira en Vísindavefurinn :) --Cessator 13:12, 6 nóvember 2006 (UTC)
Ég legg til að það verði bætt öðru g-i inn í orðið „dyggð“ hér og annars staðar. Ekki vegna þess að það sé endilega réttara, heldur vegna þess að það er hinn almenni ritháttur orðsins. --Vésteinn 29. september 2008 kl. 05:31 (UTC)
Ég er ekki sammála því. Rithátturinn „dygð“ kemur fyrir býsna víða á prenti. Það er auðvitað engin leið að benda á öll þau dæmi en ég get samt bent á nokkra staði; til dæmis er orðið ritað svo í þýðingum Eyjólfs Kjalars Emilssonar á Ríkinu og Samdrykkjunni eftir Platon (báðar gefnar út af Hinu íslenska bókmenntafélagi) og í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á Menoni (einnig lærdómsrit bókmenntafélagsins). Orðið er ritað þannig á Vísindavefnum (sjá hér, einnig hér, hér, hér, hér). Ef ég man rétt þá ritaði líka Þorsteinn Gylfason „dygð“ og það gera einnig Vilhjálmur Árnason, siðfræðingur, Kristján Kristjánsson, siðfræðingur, Atli Harðarson, heimspekingur, og Páll Skúlason, heimspekingur. Þannig að það fer ekki á milli mála að þessi ritháttur er útbreiddur og kannski jafnvel útbreiddari í skrifum um siðfræði! En hvernig sem það nú er, þá á að vera umburðarlyndi fyrir jafnréttháttum ritháttum, svo lengi sem það gætir samræmis innan einnar og sömu greinarinnar. --Cessator 29. september 2008 kl. 14:15 (UTC)
Það má líka benda á svar Vísindavefsins um rithættina tvo en þar er ýjað að því að gerður sé greinarmunur á þessu tvennu og „dyggð“ sé þá einkum tengd við „kristnar dyggðir og trúmennsku“; ég efast satt að segja um þennan greinarmun en ef hann stenst, þá fjallar þessi grein alveg tvímælalaust um dygðir en ekki dyggðir. --Cessator 29. september 2008 kl. 14:20 (UTC)