Spjall:Davíð Oddsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Crystal Clear app Login Manager.png
  • Þetta æviágrip er um lifandi manneskju. Vinsamlegast farið eftir leiðbeiningum Wikipediu varðandi æviágrip lifandi fólks.
  • Ef þú ert viðfangsefni æviágripsins og hefur athugasemdir við það þá geturðu kynnt þér leiðbeiningar á síðunni grein um mig.
  • Þú getur gert athugasemd hér með því að hefja nýja umræðu
Bra alt.svg
Greinin Davíð Oddsson er gæðagrein. Það merkir að Wikipedia-samfélagið telur hana vera mjög vandaða grein. Þrátt fyrir það er að sjálfsögðu ávallt hægt að gera betur og þér er velkomið að bæta hana á hvern þann hátt sem þér dettur í hug.


Höfundarréttur[breyta frumkóða]

9.gr höfundarlaga: Lög, reglugerðir, fyrirmæli stjórnvalda, dómar og önnur áþekk gögn, sem gerð eru af opinberri hálfu, njóta ekki verndar eftir lögum þessum, og ekki heldur opinberar þýðingar á slíkum gögnum.

Grein þessi fellur engan vegin undir það, og er þar með að ég held höfundarréttarbrot. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 00:19, 22 Jul 2004 (UTC)

Öll gögn unnin af hálfu opinbera eru ekki varin með höfundalögum þar sem það er sameign þjóðarinnar (skattpeningurinn að verki). En annars er hægt að hafa samband við ritstjórann og spyrjast fyrir um þetta. - Svavar L 00:40, 22 Jul 2004 (UTC)

Það er nefnilega því miður ekki þannig, það er þannig í bandaríkjunum til dæmis að allt sem ríkisstjórnin borgar fyrir er í almannaþágu, en hér á íslandi virðist það vera undir geðþokka stjórnenda viðeigandi stofnana komið -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:12, 22 Jul 2004 (UTC)

Það er sennilega ekki þannig að 9. greinin nái yfir þessi gögn sem hér er rætt um, það er ekki eina skilyrðið þar að gögnin séu unnin af opinberum aðilum heldur er sagt að þau verði að vera að svipuðum toga og lög, dómar, reglugerðir o.s.frv. en æviágrip þingmanna falla tæplega þar undir. Hinsvegar lít ég fremur til 15. greinar sömu laga sem reyndar fjalla aðeins um prentmiðla og útvarp en er alveg sjálfsagt að heimfæra á netmiðla líka. Sú grein leyfir endurbirtingu á "dægurgreinum" um hagfræði, stjórnmál og trúmál ef það er hvergi sérstaklega tekið fram að það megi ekki, þetta er svo auðvitað háð því að það sé vísað til heimilda. T.d. má nefna upplýsingar frá Hagstofu Íslands sem öllum er frjálst að birta að því gefnu að vísað sé til heimilda, þetta kemur skýrt fram á vefsvæði hagstofunnar. Ég býst við því að hið sama geti gilt um upplýsingar af Alþingisvefnum en til að taka af allan vafa hyggst ég senda fyrirspurn á vefstjóra Alþingis og fá úr þessu skorið. --Biekko 13:29, 22 Jul 2004 (UTC)

Taka má upp í blöð eða tímarit og flytja í útvarpi dægurgreinar um hagfræðileg efni, stjórnmál eða trúmál úr blöðum eða tímaritum svo og útvarpsefni af sama tagi, nema þess sé getið við greinarnar eða í útvarpssendingu, að slík endurbirting sé bönnuð. Jafnan skal heimildar getið við slíka endurbirtingu.
Endurbirting þýðir í mínum huga að taka eitthvað og flytja það aftur eða á öðrum miðli, það er ekki þetta sem er verið að gera á Wikipedia, og sé ég þar með ekki annað en að að okkur sé óheimilt að nota textann á þennan hátt. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:53, 22 Jul 2004 (UTC)

Ráðherraseta[breyta frumkóða]

Ég var að skrifa það hér áðan að enginn nema Davíð hefði eingöngu setið á Alþingi sem ráðherra. En nú er ég ekki viss um að það sé rétt hjá mér. Hvernig var með Óla Þ. Guðbjartsson, sem um tíma var á þingi fyrir Borgaraflokkinn sællar minningar. Var hann nokkuð á þingi nema sem ráðherra? Hjálp, leiðréttið mig ef þarf!!

Minni mitt í íslenskum stjórnmálum nær því miður ekki lengra aftur en forsætisráðherratíð Davíðs (þar sem ég var 9 ára þegar hann tók við). Við þurfum auðvitað að fá þetta á hreint samt. --Bjarki Sigursveinsson 09:29, 15 sep 2004 (UTC)
Davíð hefur aldrei setið Alþingi nema sem ráðherra. Hann var víst borgarstjóri þar á undan, og hljóp beint í ráðherrastöðu eftir það og mun gegna slíku áfram. Ég veit hinsvegar ekki hvort að hann sé einsdæmi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:34, 15 sep 2004 (UTC)
Ég held að þetta sé ekki einsdæmi, a.m.k. sé ég ekkert um að Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hafi setið á þingi án þess að vera ráðherra. --Gunnar Freyr Steinsson 10:28, 22. apríl 2005 (UTC)
Það sem er rangt í greininni er að Davíð hafi verið eini þingmaðurinn í sögu íslenskra stjórnmála sem aldrei hefur átt sæti á Alþingi nema sem ráðherra. Á undan honum var Jón Sigurðsson, síðar Seðlabankastjóri og bankastjóri Norræna fjárfestingabankans. Óli Þ. sat sem þingmaður frá 1987 þar til Borgaraflokkur fékk aðild að ríkisstj. 1989. (þar áður sat hann sem varaþingm. amk. einu sinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn). Árni Magnússon er þriðja dæmið, hvað sem um hann verður síðar meir. Hugsanlega er hægt að finna önnur dæmi, þótt mig reki ekki minni til þess -- [Ómar Harðarson] 21:35 31 des 2004

Tilvitnun[breyta frumkóða]

Var það ekki hann sem sagði í sambandi við evrópusambandið eitthvað í áttina að "Maður fer ekki bara í viðræður til að finna út hvað maður fær út úr því", s.s. að hann er ekki bara andvígur ESB heldur öllum mögulegum viðræðum við sambandið til að finna út hvað ísland fengi út úr aðild. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 20:02, 15 sep 2004 (UTC)

Athugasemdir[breyta frumkóða]

1. "Eftir kosningarnar 1991 myndaði Davíð á mettíma ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem hefur verið kölluð „Viðeyjarstjórnin“. "

Eru það ýkjur að Viðeyjarstjórnin hafi verið mynduð á mettíma? Getur einhver upplýst um málið?

2. "Davíð beitti sér vorið 2004 fyrir frumvarpi, sem setti hömlur við eignarhaldi stórfyrirtækja á fjölmiðlum og samþjöppun eignarhalds. Frumvarpið var mjög umdeilt, og var því haldið fram opinberlega, að það væri sprottið af óvild Davíðs í garð Baugsfeðga, enda ljóst, að það myndi aðallega bitna á fjölmiðlaveldi þeirra."

Nú man ég ekki hvernig málin stóðu vorið 2004, en í dag þá er Dagsbrún h.f. í ~25% eigu Baugs. (Sjá: http://dagsbrun.is/index.php?option=com_content&task=view&id=50&Itemid=69).

(Raunar, þá er eignin orðin í kringum 35%, en punkturinn stendur samt, sjá: http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspage?language=IS&pagetype=&primarylanguagecode=IS&newsnumber=34200)

Mér finnst ekki sanngjarnt að tala um "fjölmiðlaveldi" (Baugsfeðga) sem er í "þeirra" eigu þegar 75% hluti fyrirtækisins er í eigu annara aðila. Þeir eru jú stórir hluthafar með mikið afl innan fyrirtækisins, en tæplega er þetta "þeirra" fyrirtæki þrátt fyrir allt.

Kannski er ég að misskilja eitthvað, eða þá að málin stóðu allt öðruvísi vorið 2004, en mér þætti ákaflega vænt um að það kæmi þá fram.

--Gdh 1. apríl 2006 kl. 21:13 (UTC)

Það er rétt hjá þér að í báðum tilfellum ætti að milda þessar fullyrðingar. Í greininni um Viðeyjarstjórnina segir: Viðeyjarstjórnin fékk nafn sitt af því að Davíð Oddsson bauð Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra til stjórnarmyndunarviðræðna út í Viðey að loknum Alþingiskosningum 20. apríl 1991. Þegar Steingrímur Hermannsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 23. apríl 1991 fékk Davíð Oddsson stjórnarmyndunarumboðið. Viðeyjarstjórnin tók við völdum 30. apríl 1991. Þetta eru einhverjir dagar semsagt, skammur tími kannski en mettími er fullmikið sagt.
Hvað varðar Baug þá voru Norðurljós hf. eins og fyrirtækið hét þá í 29,9% eigu Baugs þann 1. mars 2004, raunveruleg eign var þó aðeins stærri þar sem eignatengsl í íslensku viðskiptalífi eru eins og frumskógur þannig að þeir áttu líka einhvern hlut í gegnum önnur félög. Þetta kemur fram í greinargerð hinnar upprunalegu fjölmiðlanefndar frá því í apríl 2004. Eignarhlutur Baugsmanna náði vissulega ekki helmingi, hvorki þá né nú, en hinsvegar voru þeir langstærstu einstöku eigendur í fyrirtækinu og með raunveruleg völd yfir rekstri þess. Það er svo allt önnur spurning hvort að þessi staðreynd hafi endurspeglast í fréttaflutningi þessara miðla eins og Björn Bjarnarson hefur ítrekað ýjað að með tali sínu um "Baugsmiðla". --Bjarki 7. apríl 2006 kl. 00:20 (UTC)
Já, ég reyndar gleymdi algjörlega að taka tillit til eignaflækjunnar.
Á meðan ég man... hvar fékkstu upplýsingarnar um eignarhlutinn árið 2004?
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 00:26 (UTC)
Greinargerð nefndar menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum á Íslandi sem kom út 2. apríl 2004. Ég átti þetta inni á tölvunni hjá mér, veit ekki hvort að hægt sé að nálgast hana einhversstaðar á netinu. --Bjarki 7. apríl 2006 kl. 00:31 (UTC)
Ah. Jú, greinargerðina er að finna hérna: [1]
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 00:34 (UTC)
Úr þessum athugasemdum hefur verið bætt.
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 00:41 (UTC)

Frekari athugasemdir[breyta frumkóða]

Mér þykir sjálfsagt að gera meiri kröfur um heimildir þegar um er að ræða samtímamenn okkar. Í fyrsta lagi er mikilvægt að gera það sem fyrst svo það gleymist ekki í tíma og í öðru lagi kemur það í veg fyrir að einhver reyni að sverta eða bæta ímynd hans (mér þykir augljóst að hér reyni á það frekar en annarstaðar). Svo ég mælist til þess að við gröfum upp þær skoðanakannanir sem segja að hann hafi verið óvinsæll á einum tíma og vinsæll á öðrum. Auk þess þarf að fara varlega í það hvernig þær staðreyndir eru notaðar, við ættum að segja að skoðana könnun á gefnum tímapunkti hafi sagt eitthvað ákveðið um vinsældir hans í stað þess að segja einfaldlega að hann hafi vinsæll (hvað þá að hann sé einn af vinsælustu stjórnmálamönnum Íslandssögunar, hvernig er hægt að vita slíkt eða mæla?).

Svo er smá vandamál með tvær setningar: „var hann oft talinn vinsælasti stjórnmálamaðurinn, en einnig oft hinn óvinsælasti á sama tíma.“ Er hér um misskilning að ræða eða voru gerðar tvær kannanir samtímis sem leiddu þetta í ljós? Hvaða kannanir myndu það þá vera? Svo er spurning með ummæli eins og: „virðist því svo vera að Reykvíkingar hafi vel kunnað að meta forystu Davíðs.“ Er það ekki lesandans að draga slíkar ályktanir? Mér finnst það einhvernvegin þar sem þetta er alfræðirit. Þarna er búið að gera upp um hvort Reykvíkingar hafi valið vegna þess að þeim líkaði eða þá einfaldlega vegna þess að þeir þurftu að velja einn kost af nokkrum slæmum. Kannski frekar hæpið, en allavega ekki okkar að ákveða um slíkt. Og svo að lokum þetta: „hvað sem því líður, eru flestir sammála um,“ flestir hverjir?

Hvað segið þið, finnst ykkur eitthvað að þessu passa kannski? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. apríl 2006 kl. 22:37 (UTC)

  • BTW; gefur Gallup út einhverjar bækur með safni kannana eða er þetta á netinu einhverstaðar? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. apríl 2006 kl. 22:39 (UTC)
Varðandi kannanir: Nei, þetta er ekki misskilningur, í einni og sömu könnuninni er oft spurt hvaða stjórnmálamaður falli manni best í geð og hver falli manni síst í geð. Það var gjarnan þannig að fleiri nefndu Davíð nokkurn annan stjórnmálamann þegar spurt var við hvern manni líkaði best en á sama tíma nefndu flestir Davíð þegar spurt var hver félli þeim síst í geð og þar með var hann bæði vinsælasti og óvinsælasti stjórnmálamaðurinn á sama tíma. Í því felst engin mótsögn. Ég man eftir mörgum svona könnunum úr blöðunum (hver svo sem gerði þær, blöðin sjálf eða Gallup eða einhver annar). --Cessator 1. apríl 2006 kl. 22:56 (UTC)
DV var með þessar kannanir reglulega (og er kannski enn), ég man ágætlega eftir þessu. --Bjarki 7. apríl 2006 kl. 00:22 (UTC)
Sammála, Friðrik, það þarf fleiri heimildir við greinina. Það þarf líka að renna sterkari stoðum undir þessar fullyrðingar eigi þær að vera áfram...
--Gdh 2. apríl 2006 kl. 16:22 (UTC)

Viðtalið í Kastljósi[breyta frumkóða]

Setti inn stutta grein um þetta kostulega viðtal. Þarf að bæta. Thvj 8. október 2008 kl. 11:37 (UTC)

Smásagnahöfundur og trjáræktandi[breyta frumkóða]

Davíð segist í viðtalinu við Telegraph ætla að snúa sér að smásagnagerð og trjárækt. [2]--89.160.136.166 27. apríl 2009 kl. 23:11 (UTC)

Er enginn búinn að lesa...[breyta frumkóða]

bókina: Sofandi að feigðarósi? Hún er eiginlega öll um þátt Davíðs í bankahruninu, og tilvitnanir í hana ættu vel heima hérna. Annars er - einsog ég hef sagt áður - óvenjulítið um tilvísanir í þessari grein sem á að heita (næstum því) gæðagrein. --85.197.210.44 7. maí 2009 kl. 15:17 (UTC)

Davíð hugleiddi forsetann??[breyta frumkóða]

Matthías Johannessen skrifar: Styrmir sagði mér hann hefði talað við Inga R. Helgason, fjármálasérfræðing sósíalista, og gamalan kunningja minn, (var aðstoðarmaður Einars Magnússonar í undirbúningsdeildinni undir MR á sínum tíma ) , og á honum hefði mátt skilja að Vigdís forseti hefði fengið tilfinningu fyrir því í samtali við Davíð Oddsson, að hann hefði viljað að hún yrði fjögur ár í viðbót og eftir þann tíma hefði hann, að því er henni virtist, áhuga á forsetaembættinu. Ingi R. sagði þetta ekki beinlínis en Styrmir las það út úr samtali þeirra. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður okkar beggja eftir samtalið við Davíð í Ráðherrabústaðnum í fyrra. Við töluðum einnig um samtal útvarpsins við Davíð síðast liðinn laugardag, en þar kom fram að hann hygðist ekki taka ákvörðun um hvort hann byði sig fram til forseta fyrr en með vorinu, hann nefndi að mig minnir aprílmánuð og sagði að kosningabarátta um forsetaembættið ætti ekki að standa yfir lengur en fimm til sex vikur. Þetta fannst okkur báðum benda til þess að hann hafi hug á embættinu en sé ekki enn búinn að gera það upp við sig, hvort hann býður sig fram eða ekki. Það muni sem sagt koma í ljós með vorinu – og þá væntanlega fara eftir því, hvernig hann metur stöðuna. 22. janúar 1996 - kvöldið - úr dagbókum Matthíasar [3]--85.220.108.196 23. júlí 2009 kl. 16:56 (UTC)

Læst grein?[breyta frumkóða]

Gæti einhver sett inn þetta viðtal við Davíð í viðtalshlekkina og á réttan stað, þeas milli 1991 og 1994.... Hvenær var þessari grein læst og afhverju?

Ætli henni hafi ekki verið læst þegar Davíð varð ritsjóri Morgunblaðsins. Ég bætti tenglinum inn og opnaði fyrir breytingar á greininni; íslenska Wikipedian hefur það fáa notendur að það ætti að fara sparlega í að meina notendum að breyta greinunum. --Beygla 7. október 2009 kl. 15:21 (UTC)

Tafla með ráðherrum[breyta frumkóða]

Mér finnst taflan með þeim ráðherrum sem hafa setið í ríkisstjórnum hans asnaleg og mega missa sín. Henda henni. Mótmæli? --Jabbi 1. nóvember 2009 kl. 01:49 (UTC)

Júbb, hún á heima í greinunum um ríkisstjórnir hans. — Jóna Þórunn 1. nóvember 2009 kl. 12:52 (UTC)

Ráðherrar í ríkisstjórnum Davíðs Oddssonar[breyta frumkóða]

Forsætis Hagstofan Utanríkis Fjármála Sjávarútvegs Dóms Iðnaðar
og Viðskipta
Heilbrigðis Mennta Landbúnaðar Samgöngu Félags Umhverfis
30. apríl 1991 Davíð Oddsson Jón Baldvin Hannibalsson Friðrik Sophusson Þorsteinn Pálsson Jón Sigurðsson Sighvatur Björgvinsson Ólafur G. Einarsson Halldór Blöndal Jóhanna Sigurðardóttir Eiður Guðnason
1992
1993
14. júní 1993 Sighvatur Björgvinsson Guðmundur Árni Stefánsson Össur Skarphéðinsson
1994
24. júní 1994 Sighvatur Björgvinsson Guðmundur Á. Stefánsson
12. nóvember 1994 Rannveig Guðmundsdóttir
1995
23. apríl 1995 Halldór Ásgrímsson Finnur Ingólfsson Ingibjörg Pálmadóttir Björn Bjarnason Guðmundur Bjarnason Halldór Blöndal Páll Pétursson Guðmundur Bjarnason
1996
1997
1998
16. apríl 1998 Geir H. Haarde
1999
11. maí 1999 Davíð Oddsson Halldór Ásgrímsson Halldór Ásgrímsson
28. maí 1999 Árni M. Mathiesen Sólveig Pétursdóttir Guðni Ágústsson Sturla Böðvarsson Siv Friðleifsdóttir
31. desember 1999 Valgerður Sverrisdóttir
2000
2001
14. apríl 2001 Jón Kristjánsson
2002
2. mars 2002 Tómas Ingi Olrich
2003
23. maí 2003 Björn Bjarnason Árni Magnússon
31. desember 2003 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
2004

[heimild vantar]

Hrunið varla til samkvæmt greininni[breyta frumkóða]

Hér er ekkert fjallað um allt það pólitískar eftirlegugóss sem þjóðin situr uppi með eftir að hafa haft Davíð sem tilfærslumann eigna. Ekkert um það sem maðurinn hefur sagt versus staðreyndir, sbr. Dreift eignarhald og svo ótrúlega margt annað. Skrifaði Eimreiðarhópurinn þessa grein? --194.144.23.124 6. nóvember 2009 kl. 09:38 (UTC)

Þér er frjálst að semja texta varðandi hrunið og þá þætti sem má tengja við Davíð og bæta við í greinina, helst þó með góðum heimildum og tilvitnunum. --Stalfur 6. nóvember 2009 kl. 10:35 (UTC)
Það er ekki skrítið að hrunið sé varla til samkvæmt greininni vegna þess að hún var að langmestu leyti skrifuð fyrir hrun. Það á einfaldlega eftir að taka greinina til endurskoðunar. Og reyndar hlýtur grein um lifandi manneskju alltaf að vera í endurskoðun. En við erum ekki svo mörg hérna og höfum flest öðrum hnöppum að hneppa líka. Eins og Stalfur sagði, þá er þér velkomið að leggja eitthvað af mörkum og það væri reyndar vel þegið. Þú mátt byrja á þessari grein. (En eins og Stalfur sagði, ekki gleyma heimildunum.) --Cessator 6. nóvember 2009 kl. 14:24 (UTC)

Markvert en þó ekki mikilvægt?[breyta frumkóða]

Læt eftirfarandi úr greininni hingað þar sem ég tel það ekki svo merkilegt að eiga heima þar en ekki heldur nægilega ómerkilegt til að henda.

Þann 23. apríl 1999 sat Davíð Oddsson ásamt Halldóri Ásgrímssyni ráðherrafund NATO-ríkja í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Á þeim fundi var m.a. ákveðið að heimila árásir á fjölmiðla í Serbíu. Sama dag réðust flugvélar NATO á sjónvarpsstöðina RTS í Belgrad og dóu 16 manns í árásinni, allt óbreyttir borgarar. Davíð greindi ekki ríkisstjórn Íslands og Alþingi frá þessari ákvörðun og frá hlutdeild sinni í henni. Elías Davíðsson kærði Davíð og Halldór til Ríkissaksóknara vegna meintrar þátttöku þeirra í stríðsglæp, en árás á óbreytta borgara telst stríðsglæpur.

--Jabbi 8. nóvember 2009 kl. 01:06 (UTC)

Hlutleysi?[breyta frumkóða]

Til marks um þá *aðdáun sem höfð er á Davíð* er hann sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar treysta best til þess að leiða sig út úr kreppunni samkvæmt könnun sem Viðskiptablaðið lét gera fyrir sig í október 2009, rúmu ári eftir hrunið.[16] Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af CaptainProto (spjall) · framlög

Mér finnst það vera til marks um aðdáun á honum ef honum er best treyst til þess að leiða þjóðina úr kreppu. Jafnvel þótt svarhlutfallið sé lítið.... --Jabbi 9. nóvember 2009 kl. 18:36 (UTC)
Það mætti einnig koma fram að skoðanakönnun var frekar furðuleg. Einsog kemur fram hér: [4]--194.144.23.124 10. nóvember 2009 kl. 09:57 (UTC)
Það má vel vera að könnunin hafi ekki verið vönduð en bloggsíða er ekki ásættanleg heimild um það. --Cessator 10. nóvember 2009 kl. 14:31 (UTC)
Nja, en Lára Hanna er ekki hver sem er. Ég get ekki séð að þó einhver fjölmiðlagutti (eða fjölmiðlalísa) á Mbl eða Vísi eða Eyjunni skrifi frétt sé það sterkari heimild samkvæmt þeirri skilgreiningu að fjölmiðill sé sannari útgáfa af sannleikanum en hvað annað. Satt að segja eru fjölmiðlar hér handóýtt drasl, eða mikið til, og ef við hefðum ekki haft Egil Helga og Láru Hönnu og Marínó t.d. og fleiri, þá værum við í enn verra lygafeni en við erum núna. --194.144.23.124 10. nóvember 2009 kl. 14:59 (UTC)
Ég er sammála þér um að íslenskir fjölmiðlar séu drasl. En það er sama, við vitnum ekki í bloggsíður sem heimildir um neitt annað en skoðanir bloggarans. --Cessator 13. nóvember 2009 kl. 03:31 (UTC)
Það skiptir ekki máli. Viðskiptablaðið hefur ekki sagt að úrtakið fyrir könnunina hafi verið slembiúrtak úr þjóðskrá (sem er það sem mestu skiptir) og á meðan það er ekki á hreinu ætti wikipedia ekki að vitna í þessa könnun.Bolludagsmálið[breyta frumkóða]

Hérna er frétt af mútumálinu fræga: Í þessu samtali fólst enginn hálfkæringur; grein í Morgunblaðinu 2003. Set þetta hérna, því þetta á eftir að verða stærra mál þegar fram líða stundir -býst ég við. --89.160.147.231 17. nóvember 2009 kl. 09:05 (UTC)

Ábyrgð Davíðs skv. erlendum fjölmiðlum[breyta frumkóða]

Set þetta hérna...

  • (Reuters) - A former prime minister and central bank head and five other former officials acted with “gross negligence” in failing to prevent Iceland’s banking collapse in 2008, an official investigation found on Monday.
  • (BBC) - Among those specifically criticised are the former Prime Minister Geir Haarde, the former finance and business ministers, as well as the head of the Icelandic central bank and the head of the financial services regulator.
  • (DN.se) - Det kommande beslutet är ett resultat av den statliga utredning som presenterades i måndags och som riktade mycket allvarlig kritik mot sju ledande personer, bland dem förre statsministern Geir Haarde och förre centralbankschefen David Oddsson.
  • (Berlinske) - Islands nationalbank under ledelse af den tidligere statsminister David Oddsson afviste i april 2008 et tilbud om hjælp fra Storbritannien. [..] Det afviste Mervyn King fra Bank of England, men tilbød i stedet at udenlandske nationalbanker kunne hjælpe Island med at mindske byrden af den overdimensionerede banksektor - hvilket David Oddsson afviste,
  • (Le Monde) - D’importants dirigeants islandais en place lors de l’effondrement financier d’octobre 2008, dont l’ex-premier ministre Geir Haarde et l’ex-gouverneur de la banque centrale David Oddsson, sont accusés d’”extrême négligence” dans un rapport parlementaire publié lundi.--213.213.135.228 19. apríl 2010 kl. 17:03 (UTC)
Hefurðu nokkuð dagsetningar sem segja til um hvenær greinarnar voru skrifaðar eða tengla sem vísa í þær á Netinu? --バルドゥル 19. apríl 2010 kl. 22:24 (UTC)