Spjall:Central Intelligence Agency

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Er þetta ekki yfirleitt kallað Leyniþjónusta Bandaríkjanna eða Bandaríska leyniþjónustan? --Akigka 16. janúar 2009 kl. 11:14 (UTC)

Hugsa að jafnvel Íslendingar noti frekar CIA --Jabbi 16. janúar 2009 kl. 11:43 (UTC)
Ég hugsa að þetta sé rétt hjá Jabba en auk þess held ég að ef Íslendingar noti þessar þýðingar, t.d. í fréttum, þá sé sagt „bandaríska leyniþjónustan CIA“, þ.e.a.s. stofnunin sé nefnd CIA og orðin „bandaríska leyniþjónustan“ fúnkera eins og lýsing á fyrirbærinu. Vandinn við að nefna stofnunina „Bandaríska leyniþjónustan“ eða „Leyniþjónusta Bandaríkjanna“ er að þetta er alls ekki eina leyniþjónusta Bandaríkjanna. Allar deildir hersins hafa leyniþjónustur, FBI hefur leyniþjónustudeild, NSA og DNI teljast vera leyniþjónustur, The Secret Service er leyniþjónusta o.s.frv. --Cessator 16. janúar 2009 kl. 15:57 (UTC)
Þetta er leyniþjónusta BNA eða bandaríska leyniþjónustan og það ætti því að vera heiti greinarinnar. Thvj 16. janúar 2009 kl. 19:14 (UTC)
Þú gleymdir að lesa svarið mitt að því er virðist. Það eru nefnilega margar leyniþjónustur í Bandaríkjunum (t.d. en:United States Secret Service, en:National Security Agency, en:Office of Intelligence and Counterintelligence, en:National Geospatial-Intelligence Agency, en:Defense Intelligence Agency, en:Military Intelligence Corps, en:Office of Naval Intelligence) en greinirinn gefur til kynna að þessi sé sú eina. Þ.a.l. óljóst að þessi geti heitið bandaríska leyniþjónustan á íslensku. Auk þess er óljóst að hún geti heitið á íslensku leyniþjónusta BNA því hvað ættu þá en:United States Secret Service, en:National Security Agency, en:Office of Intelligence and Counterintelligence að heita á íslensku? Heitin leyniþjónusta BNA eða bandaríska leyniþjónustan eru nefnilega alveg jafn lýsandi um þessar stofnanir enda eru þetta allt bandarískar leyniþjónustur. --Cessator 16. janúar 2009 kl. 20:13 (UTC)