Spjall:Bjór

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Maður fær hálsríg, hryggskekkju og höfuðverk að lesa svona texta einsog kemur fyrir í lok greinarinnar (þeas þetta með bjórflokkana). Mæli með að einhver sem hefur rússnesku- og íslenskukunnáttu sem og taugar að laga þetta. Held líka að ekki ætti að standa Tenglar - heldur Heimildir þar sem vísað er í textann. --157.157.242.210 30. nóvember 2007 kl. 12:55 (UTC)

Júbb, það held ég líka. Mundu að þú getur hjálpað til og gott væri að skrá sig inn. --Stefán Örvarr Sigmundsson 30. nóvember 2007 kl. 12:59 (UTC)
Það er samt ekkert að því að vera ekki skráðu inn þannig séð. --Baldur Blöndal 30. nóvember 2007 kl. 16:17 (UTC)

Ég fjarlægði þetta bjórflokkadót. Í löngum og ítarlegum greinum á ensku og þýsku t.d. þykir ekki tilefni til að minnast á þetta, hvað þá að það sé eðlilegt í stubbi. --Bjarki 1. mars 2008 kl. 14:15 (UTC)

Bara vegna þess að ekki sé minnast á eitthvað í löngum greinum þá þýðir það ekki að það eigi ekki að minnast á það í stubbum. Þetta er eitt af þessu "af hverju er grein um Wii en ekki Jesúm??", líklega bara vegna þess að fólk nennir að skrifa um hið fyrrnefna. Annars þá kíkti ég á þetta og þetta virtist nú vera óttarlegt bull.. þannig.. good call? =) --Baldur Blöndal 1. mars 2008 kl. 15:27 (UTC)

Hrosti[breyta frumkóða]

Minni á þetta orð: hrosti -a KK: (við ölgerð) bjórlögur á því stigi að möluðu malti hefur verið hrært út í vatn og síðan soðið til að leysa úr því sykurinn til gerjunar (á elstu tímum fyrir íblöndun humla). --85.197.210.44 1. mars 2010 kl. 12:34 (UTC)